Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Side 29
6.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Ferðalag Unu hefur nú staðið í
um tíu vikur eða síðan í lok
febrúar. Hún ætlar að láta það
ráðast hve lengi hún heldur
ferðinni áfram en það verður í
a.m.k. þrjá mánuði í viðbót.
„Ég ferðast hægt, stefni núna
landleiðina frá norðurhluta Síle
yfir til Bólivíu og ætla mér svo
að heimsækja líka Perú, Ekva-
dor og Kólumbíu, hið minnsta,
áður en ég fer heim. Þetta er
nokkuð sem mig hefur lengi
langað að gera; að leggja af stað
í opið ferðalag með endastöð
óákveðna,“ segir hún en því
fræi var sáð fyrir tíu árum í
hennar fyrsta bakpokaferðalagi.
„Þá fór ég frá Tókýó til Bang-
kok á þremur mánuðum en
flugmiðinn heim var bókaður
áður en ég lagði af stað og mér
fannst það svolítið hamlandi.
Nú áratug síðar lét ég loksins
verða af því að leggja af stað í
ferðalag án þess að vita hvenær
ég ætla heim. Fyrir vikið er ég
mjög sveigjanleg til að haga
seglum eftir vindi, sem er frá-
bært.“
Við hinn fræga skriðjökul Perito Moreno í Argentínu.
FERÐALAG UNU UM SUÐUR-AMERÍKU
Hagar seglum eftir vindi
En almennt voru þetta auð- og fjöl-
farnar gönguleiðir á flestra færi, þar
sem hækkunin var aldrei meiri en
1.000 metrar. Helsta áskorunin er
veðrið, sem er síbreytilegt í Patagóníu
og getur verið hryssingslegt á öllum
árstíðum, en fyrir Íslending er það nú
engin fyrirstaða, þótt það sé mik-
ilvægt að vera vel búinn. Ég lenti
samt einu sinni í svo svakalegum
vindstreng að hann feykti mér um
koll og ég gat ekki staðið upp fyrr en
það versta var gengið yfir. Í annað
sinn feykti vindhviða sólgleraugunum
af nefinu á mér og út í buskann. Ég
hélt að Ísland væri hið eina sanna rok-
rassgat, en komst að raun um að Pa-
tagónía er þekkt sem „Land vindsins“
og það svo sannarlega með réttu.“
Minnir á Ísland
Patagónía er að mörgu leyti lík Ís-
landi, sem var hluti af ástæðunni fyrir
því að Unu langaði þangað. „Ég var
forvitin að bera þetta saman enda er
maður alinn upp við að hvergi í heim-
inum sé fegurra en á Íslandi. Aðspurð
segi ég enn hiklaust að Ísland sé ein-
hver fegursti staður á jarðríki, en
Patagónía er samt engu síðri þegar
kemur að víðfeðmi, kyrrð og náttúru-
fegurð. Þar er loftið kristalstært og
alls staðar hægt að drekka ferskvatn
beint úr læknum. En rétt eins og á Ís-
landi er þetta viðkvæm fegurð sem
þarf að varðveita því þrátt fyrir að
Patagónía sé mjög afskekkt eru líka
sífellt fleiri sem fara þangað. Ég held
að Íslendingar gætu tekið sér ýmis-
legt til fyrirmyndar í því hvernig fjöl-
sóttustu þjóðgarðarnir eru skipulagð-
ir, bæði í Síle og Argentínu, til að hlífa
náttúrunni við of miklum ágangi.“
Valdeflandi að ferðast ein
Una er ein á ferðalagi og finnst frá-
bært að ferðast ein. „Það þýðir að ég
þarf aldrei að gera málamiðlanir við
neinn nema sjálfa mig. Staðreyndin
er líka sú að þegar maður er einn er
maður næmari á umhverfið og opnari
fyrir því að kynnast fólki og lenda í
óvæntum aðstæðum,“ sem hún segir
geta verið ótrúlega gefandi.
„Ég held ég hafi til dæmis upplifað
Patagóníu enn sterkar vegna þess að
ég var oft alein á göngu klukkustund-
um saman. Mér finnst satt að segja
mjög valdeflandi og gaman að þurfa
að finna út úr framandi aðstæðum al-
gjörlega á eigin spýtur því þá verð ég
að treysta á eigin dómgreind. En auð-
vitað er maður líka manns gaman.
Þótt ég njóti þess að vera ein með
sjálfri mér er ég líka mikil félagsvera
og er yfirleitt lent í einhverjum fé-
lagsskap áður en ég veit af, oft alveg
óvænt. Ég hef kynnst ótrúlega
áhugaverðu fólki á ferðum mínum,
bæði heimamönnum og öðrum ferða-
löngum,“ segir Una en hún hefur
undanfarin fjögur ár ferðast ein um
allar heimsálfurnar utan Suður-
skautslandsins en alltaf er reynslan
sú sama: „Heimurinn er fullur af
góðu fólki. Ef það er einhver að lesa
þetta sem langar til að ferðast en er
alltaf að bíða eftir ferðafélaga þá er
mitt ráð: Ekki bíða of lengi eftir öðr-
um, farðu bara af stað með opinn
huga. Þú ert þinn eigin besti ferða-
félagi.“
Stórkostlegir fjallstindar
í Patagóníu.
Myndir/Úr einkasafni
Þarna eru ekki bílvegir
heldur er farið með vistir
á bátum þar sem það er
hægt eða á hestum.
Torres del Paine. Tjaldað var á pöllum sem þessum til að hlífa jörðinni.
’Það er ólýsanlega mik-ið frelsi og hugarrósem felst í því að vaknavið sólarupprás á morgn-
ana og hafa ekkert fram
undan annað en að pakka
í bakpokann og ganga af
stað út í náttúruna.
Ein öflugustu meltingarensím ámarkaðnum í dag
● Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og
öll efnaskipti líkamans.
● Betri melting, meiri orka!
● Inniheldur ATPro (ATP (orkuefni líkamans),
Magnesíum Citrate, Coensime Q10, Phytase).
● Söluhæsta meltingarvaran í Bandaríkjunum.
● 100% vegan hylki. Án fylliefna, bindiefna eða
annarra flæðiefna.
Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og Fræinu Fjarðarkaupum.
Mér finnst gott að fá mér bjór með pizzu
en því miður þá verð ég alltaf útþaninn
eftir það. Ég að prófaði að taka „Digest
Gold“ fyrir máltíðina og viti menn, það bara
svínvirkaði!
Haraldur Egilsson, 46 ára sjómaður og
ævintýragjarn matgæðingur
Það bara svínvirkaði!
Digest Gold
Ensím geta hjálpað til við að slá á óþægindi svo sem,loftmyndun,
uppþembu, meltingartruflanir og meltingaróreglu