Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Síða 31
ríkisstjórn. Jafnvel land eins og Belgía sem skikkar
kjósendur á kjörstað að viðlagðri refsingu, ræður iðu-
lega illa við útkomuna. Eftir kosningar í Belgíu 2011 tók
19 mánuði að mynda ríkisstjórn og það hefur oft gengið
illa endranær. Spánn hefur verið í hreinum vandræðum
líka og nú síðast Holland. Og forysturíkið Þýskaland tók
hálft ár í að mynda ríkisstjórn, sem var þó bara ljósrit af
seinustu ríkisstjórn.
ESB flæmdi Berlusconi úr embætti og setti búrókrat
frá sér í forsætisráðherrastól. Þar situr nú annar ut-
anþingsmaður, sá þriðji í röð, því að Matteo Renzi kom
sem borgarstjóri í Flórens í forsætisráðherrastólinn.
Þrívegis í röð hefur ekki tekist að fá lýðræðislega kjör-
inn forsætisráðherra í embætti í þessu einu stærsta ríki
ESB.
Ítalir eru dálítið viðkvæmir fyrir umtali um skort á
stjórnmálalegum stöðugleika og aragrúa ríkisstjórna.
En nú þegar þeir hafa verið í viðræðum um stjórn í tvo
mánuði benda þeir á vandræðaganginn í Þýskalandi og
Spáni. Þeir gætu einnig bent á frændur okkar Svía þar
sem veik minnihlutastjórn situr að völdum vegna stjórn-
málalegs vandræðagangs þar.
Og vonandi hafa menn ekki gleymt Grikklandi,
„vöggu lýðræðisins“, þar sem andlitslausir búrókratar
bönnuðu löglega kjörnum forsætisráðherra að efna til
þjóðaratkvæðis, boluðu honum svo úr embætti og sendu
embættismann úr Seðlabanka ESB í forsætisráð-
herrasætið með áþekkum hætti og Ítalía mátti kyngja
slíkum.
Lokatilraun í Róm
Mattarella forseti Ítalíu er tekinn að hóta nýjum kosn-
ingum þar reynist leiðtogarnir ófærir um að leysa dæm-
ið. Fimm stjörnu hreyfingin segist tilbúin í stjórn með
(Norður-) Bandalaginu gegn því skilyrði að Bandalagið
ýti flokki Berlusconis út úr kosningabandalagi þeirra.
Það er tvíeggjað fyrir Salvini, leiðtoga Bandalagsins, því
saman hafa þeir mest fylgi, flokkar hans og Silvio Ber-
lusconis, ásamt smáhægriflokknum „Bræðrum Ítalíu“
(sem reyndar er undir forystu Giorgiu Meloni, sem er
fertugt glæsikvendi (!) eins og Silvio væri vís til að orða
það).
Fráfarandi stjórnarflokkur sósíaldemókrata sem tap-
aði miklu í kosningunum, býr nú við alvarlegan klofning.
Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra og flokks-
leiðtogi, er algjörlega andvígur því að eiga aðild að rík-
isstjórn með Fimmstjörnu hreyfingunni, en önnur öfl
innanflokks sækja í sig veðrið, hvött til þess af Matt-
arella, forseta Ítalíu. Forsetinn segir að demókratar
verði nú að sýna nauðsynlega ábyrgðartilfinningu.
Fari svo að forsetinn knýi fram kosningar liggur í loft-
inu samkomulag um það á milli 5 stjörnunnar annars
vegar og Bandalagsins (flokks Berlusconis, Bandalags
Salvinis og Bræðra Ítalíu undir forystu Meloni) hins
vegar, að breyta kosningalögum þannig að auðveldara
verði að ná fram stjórnhæfum meirihluta. Nú eru regl-
urnar þannig að fái flokkur eða kosningabandalag 40%
atkvæðanna fær hann „bónus“ í útdeilingu þingsæta og
þar með öruggan meirihluta á þingi.
Svipað fyrirkomulag gildir í Grikklandi. Í Bretlandi
gerir kerfi einmenningskjördæma það að verkum að
flokkur með byr fær iðulega hreinan meirihluta þótt
hann sé fjarri því að hafa meirihluta atkvæða.
Þegar Tony Blair vann sinn mikla sigur 1997 fékk
hann um 43% atkvæðanna. En atkvæðin lögðust svo vel
í kjördæmunum að Blair fékk 418 þingsæti í Neðri
deildinni eða 63,4% þingsæta, en Íhaldsflokkurinn með
30,7% atkvæðanna fékk aðeins 165 eða 25% þingmanna.
Lýðskrumið á heima til hægri
Að undanförnu hafa flokkar sósíaldemókrata beðið af-
hroð í hverjum kosningunum af öðrum, ekki síst í Evr-
ópu. Í Bandaríkjunum vann Trump Hvíta húsið og repú-
blikanar hafa að auki meirihluta í báðum þingdeildum
nú.
Eins og staðan er þar vestra í augnablikinu eygja
demókratar von í að ná meirihluta í Fulltrúadeild þings-
ins í kosningunum í nóvember n.k. og ekki er útilokað að
þeir nái einnig meirihluta í Öldungadeildinni, þótt það sé
ólíklegra.
Fréttaskýrendur af nánast öllum fjölmiðlum útskýra
hrakfarir flokkanna vinstra megin við miðju í Evrópu og
í Bandaríkjunum eins og þeir hafi allir fengið talpunkta
úr einum stað. Það er „popúlismi“, „lýðskrum“, sem
ræður ferðinni. Hvernig er það útskýrt? Innflytjenda-
mál hafa farið úr böndum í Evrópu. Kanslari Þýska-
lands viðurkennir það í raun með því að samþykkja að-
gerðir til að reyna að vinda ofan af ákvörðunum sínum.
Enginn getur neitað því að innstreymi fólks frá ólíkum
menningarheimum, í stærri stíl og miklu hraðar en áður
hefur sést, hlýtur að vera mál sem stjórnmálamenn eigi
að ræða og almenningur megi hafa skoðun á án þess að
það kalli á uppnefni í hans garð eða alvarlegar órök-
studdar ásakanir. ESB og evran eru í vandræðum. Á að
banna umræður um það?
Hinir skotheldu skrumarar
Í mjög mörg ár eru það þeir flokkar, sem hafa beðið af-
hroð undanfarin ár, sem hafa haldið því að kjósendum
að það megi allan vanda leysa með auknum ríkisút-
gjöldum og þá með hækkuðum sköttum og minnkandi
kröfum til einstaklinganna sjálfra um að stuðla að eigin
velferð. Hvað væri að því að kalla slíka stefnu „popúl-
isma“?
Er það ekki lýðskrum í myndarlegum mæli að halda
því að fólki að það sé hægt að auðvelda lífsbaráttu þess
og fjárhagslega afkomu með því að þrengja að öðrum,
aflahæfi þeirra og frelsi og það nánast takmarkalaust?
Nú er það svo, að í þjóðfélögum á borð við okkar er
ríkari skilningur á því en víðast annars staðar að það
beri að rétta hlut þeirra sem búa við þrengingar, tíma-
bundnar eða langvarandi. Slík sjónarmið eru ekki ný.
Þeirra sér stað á lögbókum Íslendinga frá fyrstu tíð. Það
þýðir þó ekki að það sé í mannlegu valdi að afnema lífs-
baráttuna. Það er hægt að gera hana sanngjarnari og
jafnvel þeir sem telja óþarft að horfa um of til mann-
úðarraka viðurkenna að slík sjónarmið eigi rétt af sér af
öðrum ástæðum og gagnist öllu þjóðfélaginu, þegar best
tekst til.
En það eru til öfgar í þessum efnum sem öllum öðrum,
þótt sá sem semur talpunktana fyrir fréttaskýr-
endahjörð hér á jörð muni seint skrifa upp á það.
Sá sem býður þér upp á það, að annar skuli borga allt
fyrir þig, og sú lausn sé næstum takmarkalaus, hlýtur
að vera nærri því að eiga metið í lýðskrumi.
Er það ekki?
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
’
Í mjög mörg ár eru það þeir flokkar, sem
hafa beðið afhroð undanfarin ár, sem
hafa haldið því að kjósendum að það megi
allan vanda leysa með auknum ríkisút-
gjöldum og þá með hækkuðum sköttum og
minnkandi kröfum til einstaklinganna sjálfra
um að stuðla að eigin velferð. Hvað væri að
því að kalla slíka stefnu „popúlisma?“
6.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31