Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Qupperneq 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Qupperneq 35
6.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA Í APRÍL Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Í nafni sannleikansViveca Sten 2 Dagar höfnunarElena Ferrante 3 Þorsti Jo Nesbø 4 Leikskólaföt 2Eva Mjöll Einarsdóttir 5 Mið-Austurlönd Magnús Þorkell Bernharðsson 6 Stóra bókin um Hvolpasveitina Mary Tillworth 7 Allt sundrastChinua Achebe 8 Hvolpasveitin - litabók 9 Týnda systirinB.A. Paris 10 Um harðstjórnTimothy Snyder 11 Gleðilega fæðinguTobba Marinós 12 Fyrstu orðin - leikur að læra 13 Það sem að baki býrMerete Pryds Helle 14 LukkuriddarinnJan-Erik Fjell 15 Gæfuspor - gildin í lífinuGunnar Hersveinn 16 Þitt annað lífRaphaëlle Giordano 17 Ég er að spá í að slútta þessu Ian Reid 18 Englar HammúrabísMax Seeck 19 Konan sem át fíl og grenntist (samt) Margrét Guðmundsdóttir 20 Litir - leikur að læra Allar bækur Ég hlusta mikið á bækur og er núna að hlusta á ævisögu hennar Jóhönnu Sigurðardóttur eftir Pál Valsson, er ekki alveg búin með hana. Það er gaman að hlusta á hana því ég man svo vel hennar feril og það sem hún er að segja frá. Hún er mikil baráttukona, gefst ekki upp þó að á móti blási. Ég mæli með því að fólk lesi hana. Svo er ég nýbúin með ótrúlega góða bók, Ertu vakandi herra Víkingur?, eftir Stefaníu G. Gísla- dóttur. Hún segir frá fjölskyldu sem fluttist til Ástralíu frá Norð- firði. Ég mæli líka eindregið með henni. Þetta er saga um ungan mann sem fluttist með fjölskyldu sinni, foreldrum og átta systkinum til Ástr- alíu 1969, þegar hann var ellefu ára. Hann lýsir því í bók- inni hvernig hann var ofvirkur og hefði örugglega verið greindur með ADHD í dag. Hann var meira að segja sendur á Breiðavík á sínum tíma, en slapp þaðan af því að fjölskyldan ákvað að flytjast til Ástralíu. Þetta er stórmerkileg bók og ég mæli mjög með henni. ÉG VAR AÐ HLUSTA Kristrún Gunnarsdóttir Kristrún Gunnarsdóttir er húsvörður í Grunnskólanum á Djúpavogi. Draugsól heitir fjórða bindið í sagnabálknum Þriggja heima saga eftir þá Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson, en áður eru komnar Hrafnsauga, Draumsverð og Orms- tunga. Þriggja heima saga segir frá Ragnari, Breka og Sirju sem glíma við veldi Skugganna og manngálkn þeirra. Í Draugsól er þar komið sögu að vetur er skollinn á og átök í aðsigi; í norðri berjast Janarnir fyrir lífi sínu, í austri skelfur jörðin undan stærsta her sem heimurinn hefur séð og í suðri hlýtur Sirja þjálfun í listum sverðameistaranna. Forlagið gefur út. Í febrúar 1959 brast á með illviðri með mikilli ísingu þar sem íslenskir togarar voru á karfa- veiðum við Nýfundnaland. Einn togaranna fórst með allri áhöfn en á öðrum togurum tókst mönnum að brjóta ísbrynjuna af og skera burt allt sem skera mátti til að koma í veg fyrir að skipinu hvolfdi. Þetta veður er baksvið Storm- fugls, skáldsögu Einars Kárasonar, sem Forlagið hefur gefið út. Þess má geta að handrit bók- arinnar vakti mikla athygi á bókakaupstefnu í Lundúnum fyrir stuttu og var slegist um að fá að gefa hana út á erlendum málum. Þriðja bindið í skáldævisögu Normu E. Sam- úelsdóttur Melastelpan III: Minninga- og bar- áttusaga húsmóður í Þingholtunum, kom út fyr- ir skemmstu. Í bókinni segir Norma frá ævi og örlögum Elísabetar Mc.Tosh Magnúsdóttur, húsmóðurinnar í Þingholtunum sem er nú orð- in 65 ára og lítur yfir ævi sína. Í kynningu á kápu bókarinnar segir svo: „Það gengur á ýmsu í ævi manneskju, brauðstrit, barátta. Beta, sextíu og fimm ára, lítur til baka. Margs vísari. Komst næstum heil heim.“ NÝJAR BÆKUR Fyrir stuttu kom út glæpasaganMarrið í stiganum eftir EvuBjörgu Ægisdóttur, en fyrir bókina hlaut hún spennusagnaverð- launin Svartfuglinn. Í bókinni segir frá því er ung kona finnst myrt í fjör- unni við Akranes og lögreglukonunni Elmu er falið að rannsaka málið. Marrið í stiganum er fyrsta bók Evu, en hún segist hafa verið að skrifa skáldskap frá því hún var lítil. „Ég skrifaði dagbækur sem voru mjög færðar í stílinn og orti líka ljóð. Sem unglingur fór ég að skrifa smá- sögur og vann meðal annars í smá- sagnakeppni. Ég ætlaði mér alltaf að skrifa skáldsögu en það varð aldrei af því fyrr ég þegar ég var að klára mast- ersnám og ákvað að demba mér í skrifin,“ segir hún og bætir við að hún hafi byrjað á bókinni sem varð að Marrinu í stiganum í lok árs 2016 og lokið við hana seint á síðasta ári. Eins og hún rekur söguna var hún ekki með neina sérstaka hugmynd í huga þegar hún settist niður til að skrifa skáldsögu. „Ég byrjaði á þó- nokkrum sögum áður en ég festi mig við þá hugmynd sem varð svo að bókinni.“ – Af hverju kaustu að skrifa glæpasögu? „Það var ekki beinlínis meðvituð ákvörðun. Ég lærði félagsfræði og hef þó alltaf haft mikinn áhuga á sakamálafræðum, BA-ritgerðin mín fjallaði um hlutverk fangelsa í nú- tímasamfélagi. Þegar ég skrifaði mína fyrstu smásögu var það einmitt sakamálasaga, saga um stelpu sem hrindir vinkonu sinni fram af kletti.“ – Sakamálasaga getur náttúrlega verið um meira en það hver framdi glæpinn. „Nákvæmlega. Ég ætlaði reyndar ekki að gera sögu sem væri sögð frá sjónarhorni lögreglunnar, en hún endaði þannig. Ég hef líka mikinn áhuga á alls konar glæpasögum sem eru meira um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum. Ég hef svo mikinn áhuga á því hvernig fólk ger- ir vonda hluti og af hverju. Það er vont og gott í öllum og ég hugsa að undir vissum kringumstæðum geti flestir örugglega framið morð.“ Aðalpersóna bókarinnar er lög- reglukonan Elma, sem er alin upp á Akranesi, líkt og Eva reyndar, ger- ist síðan lögreglukona í Reykjavík, en snýr aftur á heimaslóðir. Aðspurð hvort Elma eigi sér framhaldslíf segir Eva að hún sjái það fyrir sér, það sé ýmislegt óuppgert í sögu Elmu, „en ég held ég myndi aldrei fara í tíu eða tuttugu bækur um sama karakterinn, þótt ég vilji ekki lofa neinu. Ég get hugsað mér að- eins meira til að klára hennar per- sónulegu mál“. Eins og getið er hreppti handrit Evu spennusagnaverðlaunin Svart- fuglinn og hún segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart. „Ég sá keppnina auglýsta og var svo heppin að vera byrjuð að skrifa bók- ina, enda var fyrirvarinn stuttur. Þegar ég sá svo að það komu inn þrjátíu handrit var ég viss um að ég ætti ekki séns, þannig að ég var eðli- lega mjög ánægð með að hljóta verð- launin.“ Vont og gott í öllum Eva Björg Ægisdóttir sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu fyrir stuttu, glæpasöguna Marrið í stiganum, og hlaut fyrir spennusagnaverðlaun. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Eva Björg Ægisdóttir hefur mikinn áhuga á glæpasögum af venjulegu fólki. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þarftu að framkvæma? Við eigum pallana fyrir þig www.kvarnir.is 1996 2016 20 ÁRA Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.