Fréttablaðið - 09.07.2018, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 6 0 . T Ö L U B L A Ð 1 8 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 9 . J Ú L Í 2 0 1 8
Borgargrátt
öflugur liðstyrkur
Fréttablaðið í dag
SKOÐUN Guðmundur Stein-
grímsson vill nýja þjóðarsátt. 11
TÍMAMÓT Hitamet var slegið í
Reykjavík fyrir 42 árum. 14
LÍFIÐ Förðunarfræðingur
stjarnanna með námskeið. 22
PLÚS 2 SÉRBLÖÐ l FÓLK
l FASTEIGNIR
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
LÖGREGLUMÁL Eigandi veitinga-
húss í miðbæ Reykjavíkur hefur
verið kærður til lögreglu fyrir kyn-
ferðislega áreitni. Minnst tvær ungar
konur hafa lagt fram kæru á hendur
veitingamanninum.
Þetta staðfestir Sigrún Jóhanns-
dóttir, lögmaður kvennanna. Lög-
regla rannsakar nú málið.
Konurnar störfuðu sem þjónar á
veitingastaðnum þegar brotin eiga
að hafa átt sér stað. Manninum er
gefið að sök að hafa ítrekað káfað,
þuklað og strokið konunum, þving-
að tungu sinni upp í munn þeirra
eftir vaktir og viðhaft óviðeigandi og
klámfengin ummæli um útlit þeirra
og eigin kynferðislegu langanir.
Að sögn kvennanna fékk hegð-
unin að viðgangast undir því yfir-
skini að um menningarmun væri
að ræða, en maðurinn er af erlendu
bergi brotinn. Mikill aldursmunur er
á honum og konunum, sem margar
voru að stíga sín fyrsta skref á vinnu-
markaðnum. Meint brot eru sögð ná
yfir margra ára tímabil. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins íhuga
fleiri konur stöðu sína.
Konurnar leituðu til Vinnueftir-
litsins eftir að hafa rætt við starfs-
mannastjóra veitingastaðarins. Hjá
Vinnueftirlitinu fengu konurnar þau
svör að lítið sem ekkert væri hægt að
gera í slíkum málum þar sem ekki
væri hægt að kvarta nafnlaust. Þetta
segir Sigrún að sé rangt. Vinnueftir-
litið hafi eftirlitsskyldu í málum er
varða kynferðislega áreitni á vinnu-
stað og beri að sjá til þess að vinnu-
veitandi grípi til viðeigandi úrbóta,
sé þess þörf. Hægt hefði verið að
koma í veg fyrir að málið fengi að
vinda upp á sig.
Starfsmaður Vinnueftirlitsins
benti konunum á að hafa samband
við stéttarfélag sitt, Eflingu. Þar sagð-
ist starfsmaður ekkert geta aðhafst
nema að búið væri að kæra manninn
fyrir kynferðislega áreitni.
„Það að leggja fram kæru á hendur
vinnuveitanda fyrir kynferðisbrot er
meira en að segja það og algjörlega
ótækt að setja slíka ábyrgð á einstak-
ling sem er á sama tíma að vinna úr
afleiðingum brotsins,“ segir Sigrún.
„Að enginn annar en þolandinn
sjálfur geti stöðvað áframhaldandi
brot yfirmanns er algjörlega óásætt-
anlegt.“
Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá
Vinnueftirliti ríkisins, segir mál
af þessum toga hafa verið snúin
hingað til. Hún þekki ekki umrætt
mál en vinnuveitandi hafi til þessa
getað óskað eftir upplýsingum um
kvörtun samkvæmt stjórnsýslu- og
upplýsingalögum og því fengið upp-
lýsingar um þann sem kvartaði.
„Við tökum á móti ábendingum og
formlegum kvörtunum frá einstakl-
ingum. Það sem við getum svo gert er
að fara inn á viðkomandi vinnustað
og skoða almennt vinnuumhverfið.
Við getum hins vegar ekki beitt
okkur út frá einstaklingsmáli. Vegna
þess að ef við segjum að okkur hafi
borist kvörtun þá hefur viðkomandi
vinnustaður heimild til að óska eftir
upplýsingum um gögnin sem við
höfum,“ segir Svava.
Fyrir þinglok hafi hins vegar verið
samþykkt að Vinnueftirlitið fengi
heimild til að halda trúnaði við þann
sem kvartar.
„Við erum ekki komin það langt
að við getum farið að breyta þessu
en við munum setja starfsreglur um
það eftir sumarið. Nú höfum við að
minnsta kosti sterkari möguleika til
að ganga harðar fram með þessum
lagabreytingum,“ segir Svava Jóns-
dóttir. – gj
Veitingamaður kærður
fyrir margra ára áreitni
Meint brot veitingamanns eru sögð ná yfir margra ára tímabil. Konur sem unnu
á veitingastað mannsins í miðbænum segja hegðunina hafa viðgengist á þeim
forsendum að um menningarmun væri að ræða. Vinnueftirlitið hafi brugðist.
Að enginn annar en
þolandinn sjálfur
geti stöðvað áframhaldandi
brot yfirmanns er algjörlega
óásættanlegt.
Sigrún Jóhanns-
dóttir, lögmaður
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík-
ur segir synjun Tryggingastofnunar
ríkisins á umsókn föður langveiks,
tólfa ára drengs um tekjutengdar
greiðslur andstæða stjórnarskrá.
Dómurinn átelur ríkið fyrir að
ganga hart fram gegn feðgunum.
„Við gæslu hagsmuna ríkis-
valdsins eða einstakra þátta þess í
skiptum við almenna borgara getur
það ekki verið hlutverk stjórnvalda
að leita allra leiða eða beita öllum
brögðum til að fá sýknu fyrir hið
opinbera eða til að fá málum vísað
frá dómi,“ segir í dómnum.
– jóe / sjá síðu 4
Aðgangsharka
ríkisins átalin
TAÍLAND Fjórum af taílensku drengj-
unum tólf sem fastir hafa verið í
helli var bjargað í gær. Hagstæð
skilyrði mynduðust til björgunarað-
gerða og var ákveðið að ráðast í þær.
Kafarateymi fylgdi drengjunum
fjórum út í tveimur hollum. Aðgerð-
irnar þykja hafa tekist vonum
framar.
„Þessi björgun var okkar meist-
araverk,“ sagði yfirmaður aðgerð-
anna. – smj / sjá síðu 8
Fjórir drengir
heilir á húfi
Enn drynur í Fagraskógarfjalli þegar smærri skriður falla úr fjallinu. Sú stærsta fór af stað aðfaranótt laugardags. Sú er um tveggja kílómetra breið og
margra mannhæða há þar sem mest er. Enn er á huldu hve mikil áhrif framburðurinn mun hafa á lífríki Hítarár. Sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Sjúkrabílar flytja fjóra taílenska
drengi á spítala. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Hamfarir í Hítardal
0
9
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
6
-A
1
4
C
2
0
5
6
-A
0
1
0
2
0
5
6
-9
E
D
4
2
0
5
6
-9
D
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
0
s
_
8
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K