Fréttablaðið - 09.07.2018, Page 2

Fréttablaðið - 09.07.2018, Page 2
Veður Suðvestan 13-23, áfram hvassast norðvestan til og á miðhálendinu. Víða skúrir, en léttskýjað austan- lands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. SJÁ SÍÐU 16 Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is 30% afmælisafsláttur á Heliosa hiturum HELIOSA hitarar henta bæði innan- og utandyra. Helstu kostir HELIOSA hitara eru: • Hitna strax • Vindur hefur ekki áhrif • Vatnsheldir og menga ekki Margar gerðir til á lager. Finndu okkur á facebook Flísabúðin 30 ÁRA 2018 Skógarævintýri í Heiðmörk Ungir sem aldnir léku við hvern sinn fingur á árlegum Skógarleikum Skógræktarfélags Reykjavíkur í Furulundi í Heiðmörk. Skógarhöggsmenn kepptu í axarkasti, sporaklifri, bolahöggi og afkvistun trjábola. Gestir tálguðu undir handleiðslu meistara og spreyttu sig á skreytingum. Að þessu sinni var áhersla lögð á að sýna hvernig hægt er að náttúrulita með hráefni úr skóginum. Og auðvitað var varðeldur og grill. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI DÓMSMÁL Bjarni Bærings Bjarnason er bótaskyldur gagnvart félaginu Brúarreykjum ehf. vegna tjóns sem félagið gæti hafa orðið fyrir vegna aðgerðaleysis hans eftir að dreifing afurða mjólkurbúsins Brúarreykja var bönnuð með ákvörðun Mat- vælastofnunar (MAST) árið 2013. Héraðsdómur Vesturlands kvað upp dóm þessa efnis fyrir helgi. Brúarreykir ehf. var stofnað af Bjarna og þáverandi sambýliskonu hans árið 2002 og áttu þau félagið að jöfnu. Sá Bjarni um búrekstur og var framkvæmdastjóri félagsins til 2011 en þá var kona hans skráð í framkvæmdastjórn þess. Í nóvember 2012 afturkallaði MAST starfsleyfi Brúarreykja til matvælaframleiðslu vegna ítrekaðra brota á lögum og reglugerðum um matvæli á árinu. Sú ákvörðun var síðar staðfest af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Starfsleyfi var veitt að nýju í janú- ar 2013 en í kjölfar eftirlitsferðar MAST í febrúar sama ár var aðstaða og fóðrun gripa metin óásættanleg. Farið var fram á ýmsar úrbætur og gripir teknir til aflífunar. Í júní sama ár var afhending afurða og dýra frá búinu bönnuð meðal annars vegna þess að með- ferð dýralyfja hefði ekki verið í sam- ræmi við lög og reglur. Bjarni stefndi ríkinu til ógildingar á þessum aðgerðum og taldi um valdníðslu af hálfu MAST ræða. Þeim málatil- búnaði var hafnað. Banninu var aflétt, að skilyrðum uppfylltum, í ágúst en í mars 2014 var starfsleyfið afturkallað á ný. Var það meðal annars vegna þess að eft- irlitsmönnum var neitað um aðgang að búinu. Allir nautgripir félagsins voru síðan seldir í júní 2014. Brúarreykir báru því við að Bjarni hefði séð um allan daglegan búrekst- ur frá árinu 2011 auk þess að vera hluthafi og prókúruhafi. Byggt var á því að með athafna- og aðgerðaleysi sínu hefði hann bakað búinu tjón. Það fólst í því að í stað þess að vinna að úrbótum á aðbúnaði til að tryggja áframhaldandi sölu afurða frá búinu hefði Bjarni einbeitt sér að því að véfengja niðurstöður MAST. Með því hefði hann aukið á tjón búsins í stað þess að lágmarka það. Varnir Bjarna byggðu á því að meðeigandi hans hefði einnig gegnt stöðu framkvæmdastjóra og málinu því verið ranglega beint að honum einum. Þá hefðu aðgerðir hans, meðal annars sala búpen- ings, miðað að því að draga úr tjóni Brúarreykja. Héraðsdómur taldi Bjarna hafa verið ábyrgan fyrir því að rekstur búsins væri í lagi enda óumdeilt að hann hefði séð um hann. Með því að hafa ekki reynt að tryggja að aðbúnaður væri í löglegu horfi bæri hann bótaábyrgð á tjóni. Þá var sala búfjárins metin óvenjuleg og mikilsháttar ráðstöfun í skilningi hlutafélagalaga sem samþykki hlut- hafa hefði þurft fyrir. Bótaábyrgð var felld á Bjarna og þarf hann að auki að greiða rúma milljón í málskostnað. joli@frettabladid.is Bótaskylda fyrir að láta búrekstur sinn dankast Héraðsdómur Vesturlands féllst á að búfjárhaldari á Brúarreykjum á Vesturlandi væri bótaskyldur gagnvart hlutafélagi sem átti búið. Sala afurða frá búinu var bönnuð árið 2013 vegna lélegrar aðstöðu og ólöglegrar notkunar á dýralyfjum. Aðbúnaður á búinu áður en gripirnir voru seldir á brott. MYND/MATVÆLASTOFNUN BYGGINGAR „Þetta er stormur í vatns- glasi,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks. Nýverið kom í ljós að asbest er að finna í skrifstofu- húsnæðinu að Urðarhvarfi 8. ÞG verk keypti nýverið þetta 16 þúsund fermetra húsnæði aftur eftir að hafa byggt það fyrir hrun. Það hefur þó aldrei verið fullklárað og velkst um hálfkarað síðan Íslandsbanki leysti það til sín árið 2011. RÚV greindi frá asbest-uppgötv- uninni í síðustu viku en það er að finna í plötum milli glugga. Notkun á asbesti er bönnuð og hefur verið um árabil. RÚV greindi frá því að Byko hefði flutt einingarnar inn frá Kína á sínum tíma en ekkert í innihaldslýsingum hefði bent til að asbest væri að finna í þeim. Efnið fannst við athugun verkfræðistofu. Aðspurður segir Þorvaldur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af þeim verkamönnum sem unnu með efnið óafvitandi á sínum tíma. „Þetta kemur samsett frá Kína og er inni í kerfinu, þannig að það kemur enginn við þetta, enginn nálægt þessu og þetta er í loft- og vatnsþéttum og aflokuðum álein- ingum. Þar fyrir utan er þetta í svo litlu magni að það er vart mælan- legt. Þetta eru ekki asbestplötur, þetta eru örlitlar leifar af þessari efnasamsetningu, um eða innan við 1 prósent af plötunum.“ Brugðist verði þó við samkvæmt nútímakröfum og einingarnar fjar- lægðar. RÚV hafði eftir Vinnueftir- litinu að Byko muni bera kostnaðinn af því þegar af verður. – smj Engar áhyggjur af asbest-máli Áður en hið umdeilda gluggakerfi var sett í Urðarhvarf 8. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Stjórnendur Icelandair Group hafa lækkað afkomuspá félagsins fyrir þetta ár um 50 til 70 milljónir dala, eða frá 18 upp í allt að 37 prósent. Þeir segja horfur í rekstrinum lakari en gert varð ráð fyrir. Þetta kom fram í afkomuvið- vörun frá félaginu í gær. EBITDA-hagnaður Icelandair Group er sagður verða 120 til 140 milljónir dala á árinu í samanburði við 170 til 190 milljónir dala sam- kvæmt fyrri spá. EBITDA félagsins nam 170,2 milljónum dala í fyrra. Talsvert rask hafi orðið í flugáætlun undanfarnar vikur, seinkun á inn- leiðingu flugvéla, veðurfar og fleira hafi valdið auknum kostnaði auk þess sem tekjur hafi tapast. „Sú staða sem við erum að horfa upp á núna er okkur talsverð vonbrigði,“ er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í tilkynningu sem send var Kauphöllinni. – kij Tekjurnar lækka hjá Icelandair 9 . J Ú L Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 6 -A 6 3 C 2 0 5 6 -A 5 0 0 2 0 5 6 -A 3 C 4 2 0 5 6 -A 2 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 8 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.