Fréttablaðið - 09.07.2018, Side 12
Stjarna helgarinnar á
HM 2018
Jordan Pickford lék sinn besta
landsleik þegar England bar sigur-
orð af Svíþjóð, 0-2, í 8-liða úrslitum
á HM í Rússlandi á laugardaginn.
Eftir náðugan fyrri hálfleik þurfti
Pickford nokkrum
sinnum að taka
á honum stóra
sínum í seinni
hálfleik. Hann
varði til að mynda
tvisvar frá Marcus
Berg og einu sinni
frá Viktor Claesson
og sá til þess að Eng-
land hélt hreinu í
fyrsta skipti á HM
2018.
Pickford, sem er
24 ára, hefur náð
ótrúlega langt á
stuttum tíma en
það er ekki langt
síðan hann lék í
utan-
deildinni
á Eng-
landi.
HM 2018 í Rússlandi, 8-liða úrslit
Svíþjóð - England 0-2
0-1 Harry Maguire (30), 0-2 Dele Alli (59.).
Rússland - Króatía 2-2 (3-4)
1-0 Denis Cheryshev (31.), 1-1 Andrej
Kramaric (39.), 1-2 Domagoj Vida (101.), 2-2
Mario Fernandes (115.).
Króatía vann í vítakeppni, 3-4.
England og Króatía mætast í undanúrslitum
HM í Moskvu á miðvikudaginn.
FH - Grindavík 2-1
1-0 Steven Lennon, víti (32.), 2-0 Brandur
Olsen (58.), 2-1 Rodrigo Gomes Mateo (76.).
Rauð spjöld: Brynjar Ásgeir Guðmundsson,
Grindavík (31.), Pétur Viðarsson, FH (48.).
Keflavík - Stjarnan 0-2
0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (15.),
0-2 Hilmar Árni Halldórsson (27.).
ÍBV - Breiðablik 0-0
Efri
Stjarnan 25
Valur 25
Breiðablik 19
FH 19
Grindavík 17
KR 14
Neðri
KA 12
ÍBV 12
Víkingur R. 12
Fjölnir 12
Fylkir 11
Keflavík 3
Pepsi-deild karla
Komnir í undanúrslit á HM í fyrsta sinn síðan 1990
Næstum þriggja áratug bið á enda. Dele Alli fagnar eftir að hafa gulltryggt Englandi 0-2 sigur á Svíþjóð í 8-liða úrslitum á HM í Rússlandi á laugar-
daginn. Englendingar eru því komnir í undanúrslit á HM í fyrsta sinn síðan 1990. Þar mæta þeir Króötum. Englendingar eru fótboltaóðir sem aldrei
fyrr og kyrja lagið vinsæla „Three Lions“, þar sem sungið er um að fótboltinn sé kominn heim, við hvert einasta tækifæri. NORDICPHOTOS/GETTY
9 . J Ú L Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR „Ég vissi þann-
ig séð að ég myndi enda á palli í
200 metra hlaupi en 100 metrarnir
komu á óvart. Ég var með áttunda
besta tímann inn í úrslitin. Það
var gaman að komast þangað og
geggjað að verða í 1. sæti,“ sagði
Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna
Bjarnadóttir í samtali við Frétta-
blaðið í gær.
Guðbjörg gerði sér lítið fyrir og
vann til tvennra verðlauna á Evr-
ópumeistaramóti 18 ára og yngri
í Györ í Ungverjalandi sem lauk í
gær. Á föstudaginn kom hún fyrst í
mark í úrslitum í 100 metra hlaupi.
Sigurtíminn var 11,75 sekúndur en
Guðbjörg var sex þúsundustu úr
sekúndu á undan Pameru Losange
frá Frakklandi og Boglörku Takács
frá Ungverjalandi. Besti tími hennar
í greininni er 11,68 sekúndur.
Á laugardaginn bætti Guðbjörg
svo bronsmedalíu í safnið þegar hún
varð þriðja í úrslitum í 200 metra
hlaupi sem er hennar sterkasta
grein. Hún var með næstbesta tím-
ann inn í úrslitin; 23,70 sekúndur.
Í úrslitunum kom Guðbjörg í
mark á 23,73 sekúndum en hennar
besti tími í greininni er 23,61 sek-
únda.Adeleke Rhasidat frá Írlandi
varð hlutskörpust á 23,52 sekúnd-
um og hin franska Joseph Gemima
varð önnur á 23,60 sekúndum.
„Markmiðið var að komast í úrslit
og ná sem bestum tíma en ekkert
endilega að komast á pall,“ segir
Guðbjörg um væntingarnar fyrir
200 metra hlaupið. Hún kveðst
ánægð með tímana sem hún náði
á EM, ekki síst þegar tekið er mið
af álaginu sem er á hlaupurum á
mótum sem þessum.
„Sérstaklega miðað við hvað þetta
eru mörg hlaup. Það er ekkert alltaf
hægt að hlaupa á bestu tímunum
eftir 4–5 hlaup. Þetta voru mjög
góðir tímar miðað við það,“ segir
Guðbjörg sem hefur æft frjálsar
íþróttir í sex ár. Frá 14 ára aldri
hefur hún einbeitt sér að hlaupum.
Eins og áður sagði er 200 metra
hlaup sterkasta grein Guðbjargar.
Hún gæti þó einbeitt sér meira að
400 metra hlaupi eftir því sem fram
líða stundir.
„Hundrað metra hlaup er eigin-
lega of stutt fyrir mig því ég er betri
í endann. Það er betra fyrir mig að
vera í aðeins lengri hlaupum,“ segir
Guðbjörg sem hefur keppt í 400
metra hlaupi þótt hún æfi ekki sér-
staklega fyrir það.
Guðbjörg vonast til að geta nýtt
meðbyrinn sem hún fékk á EM í
næstu verkefni hjá sér. Hún er jafn-
framt þakklát fyrir stuðninginn sem
hún hefur fengið síðustu daga.
„Vonandi get ég bætt tímana
mína og það væri gaman að komast
oftar á pall. Það er frábært að vita
að maður geti gert þetta og fá allan
þennan stuðning. Ég hef fengið fullt
af skilaboðum og það er frábært að
fólk sé að fylgjast með þessu. Það
ýtir manni áfram til að bæta sig á
æfingum og í keppni,“ segir Guð-
björg sem verður ekki 17 ára fyrr en
á aðfangadag.
En hvernig sér hún fyrir sér næstu
skref á ferlinum og framhaldið?
„Mig langar kannski að fara
í skóla til Bandaríkjanna eftir
menntaskólann en það kemur bara
allt í ljós. Það er langt þangað til
maður þarf að fara að pæla í því,“
segir Evrópumeistarinn Guðbjörg
Jóna Bjarnadóttir að lokum.
ingvithor@frettabladid.is
Frábært að fólk fylgist með
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, 16 ára hlaupakona úr ÍR, náði frábærum árangri á Evrópumeistaramóti U-18
ára sem lauk í gær. Hún vann til gullverðlauna í 100 metra hlaupi og bronsverðlauna í 200 metra hlaupi.
Íslenskur sigur í
lokaumferðinni
HANDBOLTI Ísland vann nauman
sigur á Síle, 23-22, í lokaumferð riðla-
keppninnar á HM U-20 ára kvenna
í handbolta í gær. Mótið fer fram í
Debrechen í Ungverjalandi.
Lovísa Thompson skoraði sigur-
mark Íslands þegar tæpar tvær
mínútur voru til leiksloka. Hún var
markahæst í íslenska liðinu með sjö
mörk.
Ísland endaði í 3. sæti B-riðils og
mætir Noregi, sem endaði í 2. sæti
A-riðils, í 16-liða úrslitum mótsins
á morgun. Sigurvegarinn mætir
Frakklandi eða Japan í 8-liða úrslit-
unum á miðvikudaginn. – iþs
Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. MYND/GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON
0
9
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
6
-B
0
1
C
2
0
5
6
-A
E
E
0
2
0
5
6
-A
D
A
4
2
0
5
6
-A
C
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
8
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K