Fréttablaðið - 09.07.2018, Qupperneq 14
Helga féll fyrir stemningunni á Eistnaflugi og hlakkar mikið til hátíðarinnar. MYND/ÞÓRSTEINNThe Vintage Caravan hefur spilað á Eistnaflugi áður og snýr aftur í ár. MYND/GAUI H
Það er harðbannað að vera fáviti á
Eistnaflugi og þar hafa aldrei komið
upp alvarlega ofbeldismál.
MYND/RONALD ROGGE
Þungarokkshátíðin Eistnaflug hefur verið haldin í Neskaupstað á hverju ári síðan 2005
og í ár fer hún fram milli 11. og 14.
júlí. Þar koma margar af fremstu
þungarokkssveitum landsins fram
ásamt ýmsum þekktum erlendum
sveitum, eins og til dæmis Kreator,
Týr, Watain, Batushka og Ana
thema.
„Eistnaflug er það sem við
köllum árshátíð þungarokksins á
Íslandi. Þarna koma allir þunga
rokkararnir saman einu sinni á
ári og fagna,“ segir Helga Dóra
Jóhannesdóttir, sölustjóri hátíðar
innar. „Þetta byrjaði með vinahópi
sem fór í rútu til Neskaupstaðar til
að halda partí, en Stefán Magnús
son, stofnandi Eistnaflugs, bjó
þar á þeim tíma. Þetta varð svo
að hefð og síðan hefur hátíðin
stækkað með hverju ári. Íslensku
þungarokkararnir eru mjög hollir
og tryggir Eistnaflugi og hátíðin
er nú orðin nógu stór til að vera
alþjóðleg þungarokkshátíð.“
Stemningin og andrúms-
loftið aðalatriðið
„Það sem gerir Eistnaflug einstakt
er stemningin og andrúmsloftið.
Þó að þetta sé árshátíð þungarokk
ara þá er þungarokkið í rauninni
í öðru sæti á eftir þessu,“ segir
Helga Dóra. „Það er einstök vinátta
í gangi, fólk er hjálpsamt og það
er mikil gleði í gangi. Þó fötin séu
svört og sumum þyki kannski
sumt við þungarokksmenningu
ógnvekjandi er ótrúlega mikil gleði
í gangi. Í fyrra kom líka fullt af
fjölskyldum, enda hefur Neskaup
staður sérstaklega fjölskylduvænt
útilegusvæði.
Við höfum tekið mjög skýra
afstöðu gegn ofbeldi og það hafa
ekki komið upp nein alvarleg mál
á Eistnaflugi, sem við erum ótrú
lega stolt af,“ segir Helga Dóra. „Við
gerum líka ýmislegt til að koma í
veg fyrir það og erum bæði með
öfluga gæslu og fólk frá Aflinu frá
Akureyri, sem eru systursamtök
Stígamóta og þau eru sýnileg og í
viðbragðsstöðu alla hátíðina.
Fólkið stendur líka saman og
þetta slagorð okkar, „bannað að
vera fáviti“, hjálpar mikið til,“
segir Helga Dóra. „Árið 2013 varð
ég vitni að stympingum á milli
tveggja stráka en þá gekk stelpa
á milli þeirra og sagði: „Strákar,
þið vitið að það er bannað að vera
fáviti hérna,“ og það stoppaði þá.“
Margar spennandi hljóm-
sveitir
„Í ár erum við að reyna að komast
aftur að rótum Eistnaflugs, tón
listarlega séð. Hátíðin hefur orðið
fjölbreyttari með árunum og fleiri
tónlistarstefnur hafa komist að, en
við viljum leggja áhersluna aftur
á þungarokkið og að fagna fjöl
breytileika þess,“ segir Helga Dóra.
„En svo erum við líka alltaf með
partí á laugardagskvöldinu og í ár
ætlar Gus Gus að spila, svo þar fær
fólk frí frá þungarokkinu og getur
dansað við öðruvísi tónlist.
Ég er alltaf spenntust fyrir vinum
mínum í íslensku sveitunum, en
það koma líka margar spennandi
erlendar sveitir. Af þeim er ég klár
lega spenntust fyrir Kreator,“ segir
Helga Dóra. „En það er líka mikil
spenna fyrir Watain, Batuskha og
Týr. Ég heyri mikið talað um að
fólk vilji koma til að sjá Týr, enda
eru þeir vel þekktir og vinsælir hér
á landi.“
Ýmis jákvæð áhrif
„Það er mikil ánægja með hátíðina
í Neskaupstað,“ segir Helga Dóra.
„Fólk hefur gaman af henni og
hún dregur fleiri ferðamenn til
bæjarins en nokkur annar við
burður. Fyrir vikið fáum við rosa
lega mikinn stuðning og hjálp frá
heimamönnum.
Eistnaflug hefur líka haft frábær
áhrif á þungarokk á Íslandi, því
hátíðin hefur veitt íslenskum
sveitum aukin tækifæri í útlönd
um,“ segir Helga Dóra. „Hún dregur
hingað fulltrúa frá erlendum
útgáfufyrirtækjum og fjölmiðlum
og það hefur hjálpað íslenskum
sveitum mjög mikið við að koma
sér á framfæri.
Sveitir eins og Une Misère, Auðn,
Misþyrming, Kontinuum og fleiri
hafa til dæmis fengið tækifæri
erlendis af því að það var tekið
eftir þeim á Eistnaflugi. Við erum
rosalega ánægð með að Eistnaflug
hafi þessi áhrif,“ segir Helga Dóra.
„Íslenskur svartmálmur er orðinn
mjög vinsæll erlendis og mörgum
finnst magnað hvað litla Ísland
getur alið af sér mikið af vönduðu
þungarokki.“
Síðhærðir þungarokkarar og
Abba
„Ég hef verið þungarokkari síðan
ég man eftir mér en það var ekki
fyrr en árið 2013 sem ég fór á
Eistnaflug fyrsta sinn. Mér fannst
ótrúlegt að sjá alla vináttuna og
jákvæðnina sem var allsráðandi,“
segir Helga Dóra. „Það var ekki
mikil ölvun og það voru allir bara
„ligeglad“. Það var líka einstök
stemning inni í Egilsbúð, þar sem
hátíðin var lengi haldin áður en
hún stækkaði. Ég sá strax eftir að
hafa ekki farið áður og ákvað að ég
myndi alltaf fara. Hápunkturinn
fyrir mig var svo þegar ég kom inn
í Egilsbúð á laugardagskvöldi og ég
sá alla síðhærðu þungarokkarana
bera að ofan í leðurjökkunum
sínum að missa sig í diskógleði,
dansandi við Abba.“
Bjartsýn á framtíðina
Á næsta ári verður haldin stór
þungarokkshátíð í Reykjavík, sem
ber heitið Reykjavík Metalfest.
Helga hefur engar áhyggjur af því
að hátíðin veiti Eistnaflugi sam
keppni. „Vinir okkar sjá um þessa
hátíð, við erum í góðum samskipt
um og hátíðirnar eru mjög ólíkar,“
segir Helga Dóra. „Það er gjörólík
upplifun að fara á þungarokks
hátíð í miðbæ Reykjavíkur eða fara
á svona hátíð sem er úti á landi
og fólk ferðast langa leið, tjaldar
eða gistir á hóteli og er á hátíðinni
allan sólarhringinn í nokkra daga.
Það er stór hópur af fólki sem
kemur á Eistnaflug á hverju ári
bara fyrir þá einstöku stemningu
sem fylgir bæði hátíðinni sjálfri og
ferðalaginu á hana.
Við komum illa út úr síðustu
hátíð fjárhagslega og síðasta ár
höfum verið að vinna í að borga
allar skuldir, sem gekk með hjálp
úr ýmsum áttum,“ segir Helga
Dóra. „Þannig að reksturinn hefur
verið erfiður, en nú erum við farin
að horfa með bjartsýni til næsta
árs. Miðasalan á Tix.is hefur gengið
vel, veðrið verður frábært og við
höfum fengið ótrúlega gott viðmót
og stuðning frá öllum þetta árið,
svo við hlökkum bara rosalega til
hátíðarinnar í ár.“
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir,
heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368
| Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@
frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vil-
helmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson,
olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 |
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Allt í ferðAlAgið
Veglegt sérblað Fréttablaðsins
um allt sem viðkemur ferðalaginu
kemur út 19. júlí nk.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Nánari upplýsingar um blaðið veitir
Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 512 5429 / jonivar@frettabladid.is
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . J Ú L Í 2 0 1 8 M Á N U DAG U R
0
9
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
6
-C
3
D
C
2
0
5
6
-C
2
A
0
2
0
5
6
-C
1
6
4
2
0
5
6
-C
0
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
8
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K