Fréttablaðið - 09.07.2018, Blaðsíða 30
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5407.
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
amma og langamma,
Kristín Sighvatsdóttir
áður til heimilis að
Árskógum 6, Reykjavík,
lést mánudaginn 25. júní á Hrafnistu,
Reykjavík. Útför hennar verður gerð frá
Langholtskirkju þriðjudaginn 10. júlí kl. 13.00.
Karl Örn Karlsson Kristín Blöndal
María Karlsdóttir Sigurbjörn Skarphéðinsson
Sighvatur Karlsson Auður Björk Ásmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Íslensk hitabylgja“ var slegið upp í forsíðufyrirsögn Vísis, 10. júlí árið 1976 vegna hitans í Reykja-vík daginn áður.Hinn 9. júlí fór í sögubækurnar fyrir að vera með eindæmum
veðursæll á landinu. Hitamet var slegið
þennan dag í höfuðborginni en þar
mældist hitinn 24,3 gráður. Tíminn birti
forsíðumynd daginn eftir af buguðum
manni á Austurvelli vegna hitans.
„Það er augljóst að við hér í Reykjavík
vorum að slá met á þessari öld hvað hita
snertir og ég held að það megi fullyrða
það, að þetta sé mesti hiti sem mælzt
hefur í Reykjavík síðan hitamælingar
hófust,“ sagði Markús Einarsson, veður-
fræðingur, í viðtali við Tímann daginn
eftir að hitametið féll.
„Loksins, sögðu íbúar höfuðborgar-
innar, loksins kom blessuð sólin…
Sumum þótti þó nóg um þegar hitinn
fór upp í 24,3 stig sem reyndist vera
met á þessari öld,“ birtist svo í Tím-
anum þann 14. júlí þegar blaðið birti
ýmsar myndir úr Reykjavík sem sýndu
fáklædda höfuðborgarbúa sóla sig í
blíðunni.
Veðrið var síðan með eindæmum gott
á höfuðborgarsvæðinu næstu daga og
var mál manna að lundin hefði lést hjá
höfuðborgarbúum.
„En því miður virðist þessi góðviðris-
kafli liðinn, að minnsta kosti eftir því
sem Markús Einarsson veðurfræðingur
fræddi Tímann á, en hann sagði, að
almennt yfir landið myndi nú verða
minni sól en undanfarna daga,“ sagði í
Tímanum, sama dag og blíðviðrismynd-
irnar birtust, þann 14. júlí.
Á þessum tíma höfðu gríðarlegir hitar
geisað í Evrópu og valdið íbúum álf-
unnar erfiðleikum. Austanstæðir vindar
báru hluta þess lofts með sér til Íslands
sem gerði það að verkum að nánast allt
landið var baðað hita þennan daginn.
Hitinn þennan dag, 9. júlí, fór mest í
27 gráður á landinu. Það var hins vegar
ekki nægjanlegt til að slá hitamet í Eyja-
firðinum enda þekktur fyrir veðurblíðu
að sumrin þar sem hitastig hefur náð
nærri þrjátíu gráðum. sveinn@frettabla-
Loksins sól og hitamet
slegið í Reykjavík
Ég held að það megi
fullyrða það, að þetta
sé mesti hiti sem mælzt hefur í
Reykjavík síðan hitamælingar
hófust.
Markús Einarsson
veðurfræðingur í Tímanum
10. júlí 1976
Föstudagurinn 9. júlí árið
1976 fór í sögubækurnar
fyrir einmuna veðurblíðu.
Hitamet var slegið í Reykja-
vík sem létti lund borgar-
búa um stundarsakir.
Dagblöðin Tíminn og Vísir fjölluðu ítarlega í máli og myndum um hitabylgjuna sem gladdi íbúa höfuðborgar Íslands fyrir 42 árum.
1357 Hornsteinn er lagður að Karlsbrúnni í Prag.
1816 Argentína lýsir yfir sjálfstæði.
1916 Vopnaður enskur togari tekur farþegaskipið Flóru á
leið frá Reykjavík til Siglufjarðar með 100 farþega innan-
borðs og er því siglt til Bretlands. Farþegarnir voru sendir
heim með öðru skipi síðar í sama mánuði.
1932 Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna fæðist í Illinois. Fagnar hann því 85 ára af-
mæli sínu í dag.
1940 Mikið haglél í Hrunamannahreppi og stíflast lækir af
aurburði.
1946 Skemmtigarðurinn Tívolí í Reykjavík er opnaður. Þar
eru meðal annars bílabraut, hringekja, Parísarhjól og dans-
pallur.
1956 Stórleikarinn Tom Hanks fæðist í Concord í Kaliforníu
og fagnar því 61 árs afmæli í dag. Hanks hefur unnið Óskars-
verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki í tvígang en verið
tilnefndur fimm sinnum.
1976 Hitamet í Reykjavík, 24,3°C.
2011 Suður-Súdan fær sjálfstæði frá Súdan.
Merkisatburðir
Tom Hanks sæmdur Frelsisorðunni 2016. NORDICPHOTOS/GETTY
Mikill spenna var fyrir úrslitaleik Ítalíu og Frakklands á Heimsmeist-
aramótinu í knattspyrnu í Þýskalandi árið 2006. Úrslitaleikurinn fór
fram á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Þetta var einnig seinasti leikur
Zinedine Zidane með franska landsliðinu en hann er að öðrum
ólöstuðum líklega þeirra besti leikmaður frá upphafi. Úrslitaleiks
HM 2006 verður aldrei minnst án þess að nefna í sömu andrá að
þetta var leikurinn þar sem Zidane var rekinn af velli fyrir að skalla
ítalska varnarmanninn Marco Materazzi í bringuna. Enn er margt
á huldu um hvað Materazzi sagði við Zidane sem varð til að hann
brást ókvæða við en þrálát hefur verið sú saga að það hafi varðað
móður franska snillingsins. Zidane, sem valinn var besti leikmaður
mótsins, endaði landsliðsferil sinn með skömm og rauðu spjaldi.
Hann mátti síðan horfa á landa sína fara alla leið í vítaspyrnukeppni
gegn sterku liði Ítala og bíða þar lægri hlut. Goðsögnin kvaddi með
goðsagnarkenndum hætti, augnablikssturlun á örlagastundu, sem
mun um ókomna tíð skyggja á sigurstund Ítala. Nema kannski hjá
Ítölum sjálfum.
Þ ETTA G E R Ð I ST 9 . J Ú L Í 2 0 0 6
Skallinn sem skyggði á sigurstund Ítala
Zinedin Zidane stangar Marco Materazzi. NORDICPHOTOS/AFP
Hornsteinn var lagður að Karlsbrúnni 1357. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
9 . J Ú L Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
0
9
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
6
-A
B
2
C
2
0
5
6
-A
9
F
0
2
0
5
6
-A
8
B
4
2
0
5
6
-A
7
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
8
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K