Fréttablaðið - 26.07.2018, Qupperneq 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 7 5 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 2 6 . j ú l Í 2 0 1 8
Fréttablaðið í dag
skoðun Jóhannes Þór Skúla-
son um Íslandsvinina Slash og
sléttbak. 18
sport Haraldur Franklín stefnir
á Evrópumótaröðina í haust. 18
Menning Á Reykholtshátíð
flytur Ólína Kjerúlf Þorvarðar-
dóttir erindi um Jón lærða. 32
plús sérblað l Fólk
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
FlugMál Þyrla með sams konar
gírkassa og er í tveimur þyrlum
sem Landhelgisgæslan hefur tekið
á leigu frá Noregi hrapaði í Suður-
Kóreu fyrir níu dögum.
Vefurinn Defence-Blog.com,
sem fjallar um hernaðarmál, birtir
myndband af slysinu úr eftirlits-
myndavél á flugvellinum í Pohang
í Suður-Kóreu. Kemur fram að
herþyrla hafi verið að leggja upp í
reynsluflug síðdegis 17. júlí. Þyrlan
er af gerðinni MUH-1 Surion. Sú
tegund er framleidd í samstarfi við
Airbus sem leggur meðal annars til
gírkassa í vélarnar.
„Þyrlan hrapaði í reynsluflugi.
Herinn mun setja saman rann-
sóknarteymi til að finna nákvæm-
lega ástæðuna fyrir slysinu,“ er haft
eftir embættismanni í Suður-Kóreu.
Litlar opinberar fréttir eru af málinu
þar sem ekki var um borgaralegt
flug að ræða en myndbandið er á
frettabladid.is.
Flughæð þyrlunnar var aðeins
um tíu metrar þegar aðalspaði
hennar losnaði af og vélin steyptist
til jarðar. Eldur kom upp í flakinu
og aðeins einn af sex um borð lifði
af. Er um að ræða sams konar slys og
í Noregi 2016 þar sem þrettán fórust
og í Skotlandi 2009 þar sem sextán
manns létu lífið. Voru þær þyrlur
af Super Puma gerð – sams konar
vélar og Landhelgisgæsla Íslands
hefur samið um leigu á með því að
taka því sem lýst var sem „tilboð
aldarinnar“ í innanhússpósti hjá
stofnuninni.
Eftir slysið í Noregi 2016 voru
þyrlur með þessa tilteknu gírkassa
frá Airbus kyrrsettar, átti það líka
við um MUH-1 Surion í Suður-
Kóreu. Þeirri kyrrsetningu var síðar
aflétt eftir að Airbus hafði kynnt
mótvægisaðgerðir. Þær fólust meðal
annars í segli sem nema á málm-
flísar sem losna og í því að stytta
notkunartíma gírkassanna niður í
aðeins fjórðung af því sem áður var.
Eins og komið hefur fram í Frétta-
blaðinu kynnti rannsóknarnefnd
flugslysa í Noregi 5. júlí síðastliðinn
lokaniðurstöður sínar varðandi
þyrlu slysið 2016. Þá voru aðeins
fáeinar vikur frá því að Landhelgis-
gæslan gekk að skynditilboði um
að taka áðurnefndar þyrlur á leigu.
Rannsóknarnefndin sagði meðal
annars ósannað að ekki gætu enn
þróast leyndar málmþreytusprung-
ur í gírkössunum. Airbus verði að
endurhanna gírkassann með tilliti
til styrkleika, áreiðanleika og örygg-
is. Það væri hins vegar á ábyrgð ann-
arra en nefndarinnar að skera úr um
lofthæfi vélanna.
Ásgeir Erlendsson, upplýsinga-
fulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði
eftir útkomu norsku skýrslunnar að
sérfræðingar stofnunarinnar myndu
á vikunum á eftir kynna sér efni
hennar. Ekki fengust upplýsingar
um stöðu þess máls hjá Landhelgis-
gæslunni í gær. – gar
Enn hrapar þyrla með
gírkassann frá Airbus
Fimm fórust þegar spaði losnaði af þyrlu í Suður-Kóreu í síðustu viku. Var með
sams konar gírkassa og tvær þyrlur sem Landhelgisgæslan leigir. Flugslysanefnd
í Noregi gagnrýndi búnaðinn stuttu eftir að gengið var frá leigunni til Íslands.
Herinn mun setja
saman rannsóknar-
teymi til að finna nákvæm-
lega ástæðuna fyrir slysinu.
Defence-Blog.com
Það var nokkuð fjölmennt við náttúruperluna Dettifoss í gær en ferðamenn austanmegin fossins hættu sér oft á tíðum ótrúlega nálægt brúninni svo
litlu mátti muna. Eftir rigningarskúrir að undanförnu eru steinar við fossinn sleipir og stígar lítið annað en eitt forarsvað. Fréttablaðið/matthildur
Viðskipti Fyrirtækið Five Degrees,
sem er að hluta til í eigu tveggja fyrr-
verandi starfsmanna Landsbankans í
Lúxemborg og Hollandi, hefur keypt
allt hlutafé í íslenska fjártæknifyrir-
tækinu Libra. Kaupverðið hleypur á
hundruðum milljóna.
Five Degrees sérhæfir sig í hugbún-
aðarlausnum fyrir fjármálafyrirtæki.
Björn Hólmþórsson, einn stofnenda,
var yfirmaður tölvudeildar Lands-
bankans í Lúxemborg. Hann stofnaði
Five Degrees með tveimur öðrum, þar
á meðal Martijn Hohmann sem hafði
umsjón með rekstri IceSave í Hollandi.
– tfh / sjá síðu 6
Keyptu allt
hlutaféð í Libra
lÍFið „Það er mikið um sjálfsskoðun:
dílemmað sem ég er með um hvern-
ig ég geti verið tveggja barna faðir
og lifað eðlilegu fjölskyldulífi en
látið það hljóma
rosa kúl,“ segir
Emmsjé Gauti, en
hann er í óða önn
að vinna að
t ve i m u r nýj u m
plötum.
– sþh / sjá síðu 44
Von á nýju
efni frá Gauta
Emmsjé
Gauti.
Ú T S A L A
OPIÐ TIL
Í KVÖLD
21
ENN
MEIRI
VERÐ-
LÆKKUN
T S L
HVAÐ ER AÐ
FRÉTTA?
Frettabladid.is færir þér
nýjustu fréttir dagsins og
ítarlega umöllun um
málefni líðandi stundar.
2
6
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:3
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
7
5
-E
8
B
0
2
0
7
5
-E
7
7
4
2
0
7
5
-E
6
3
8
2
0
7
5
-E
4
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K