Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.07.2018, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 26.07.2018, Qupperneq 2
Veður Gengur í strekkings austan- og norðaustanátt í dag með talsverðri rigningu suðaustanlands, en annars hægara og úrkomuminna. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld. sjá síðu 30 Margar hendur vinna létt verk Gítarleikarinn Slash heillaði íslenska aðdáendur sína og Guns N' Roses með mögnuðum gítarleik og fantagóðri sviðsframkomu á vel sóttum tón- leikum rokksveitarinnar á Laugardalsvelli í fyrradag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni fór allt tónleikahald nokkuð vel fram en nokkuð var um ölvun á svæðinu. Hér sést fjölmennt lið taka til í Laugardalnum eftir tónleikana, enda vinna margar hendur létt verk. Fréttablaðið/sigtryggur mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns FULLVELDISKAKAN Dýr Þótt mal katta tákni venjulega að þeir séu hamingjusamir geta kettir líka malað til að tjá stress eða ótta þótt hið fyrstnefnda sé algengast. Þetta segir Gary Weitzman, dýra- læknir og framkvæmdastjóri dýra- hjálparsamtaka í San Francisco. „Við erum bara rétt að byrja að skilja þetta hljóð og það er mörgum spurningum enn ósvarað,“ sagði Weitzman. BBC fjallaði ítarlega um mal katta í gær. Þar kom fram að þótt hegðun hunda hafi verið meira rannsökuð, enda viljugri þátttakendur, sér í lagi ef matur er í boði, hafi mal verið mikið rannsakað undanfarið. Sam Watson, rannsakandi hjá bresku dýrahjálparsamtökunum RSPCA, sagði við BBC að enn væri lítið vitað um hvernig villikettir möluðu sín á milli. Þó væri vitað að þeir mali þegar þeir þrífa hver annan. „Þeir gætu malað til að segjast vilja eitthvað, eða til að biðja um hluta af mat annars. Margt svona hreinlega vitum við ekkert um,“ sagði Watson. Weitzman benti sömuleiðis á að mal katta gæti verið heilandi, en því hefur verið haldið fram að hin tutt- ugu til 150 riða tíðni kattamals gæti örvað beinvöxt. „Mal á þessari tíðni samræmist þekktri tíðni sem stuðlar að heilun manneskja. Beinvöxtur örvast við 25 til  50 rið og húð við um hundrað rið samkvæmt rann- sóknum,“ sagði Weitzman. – þea Mal katta ekki bara merki um hamingju Ef til vill gat ljósmyndarinn heyrt þennan singapúrska kött mala. Nordicphotos/aFp Dýr Gíraffakýrin April, líklega sú þekktasta sinnar tegundar, er með fangi á nýjan leik. Fimmti kálfur hennar er væntanlegur í heiminn í mars á næsta ári. Hin sautján ára April býr í dýra- garði í Harpursville í New York-ríki í Bandaríkjunum. Í apríl í fyrra bar hún kálfi sem hlaut nafnið Tajiri. Áhugasömum var gefinn kostur á að fylgjast með beinu vefstreymi síðustu tvo mánuði meðgöngunnar og alls nýttu 232 milljónir manna sér þann kost. Búist er við því að fjöldi muni fylgj- ast með nú þegar afkvæmi hennar og hins sjö ára gamla Olivers kemur í heiminn. Vinsældir April hafa stöðugt hald- ið áfram að vaxa síðan henni skaut upp á stjörnuhimininn og April á meðal annars heimasíðu og sína eigin fatalínu. – jóe Frægasti gíraffi heims með fangi MENNING Fjölskylduhátíðin Kátt á Klambra fer fram í þriðja skipti um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna. Markmið hátíðarinnar er að bjóða fjölskyldum upp á fjölbreytta menningar- og listviðburði á grænu svæði í Reykjavík. Hátíðin er haldin á Klambratúni en á svæðinu verður skiptiaðstaða, svæði þar sem hægt er að gefa brjóst í ró og næði auk allrar þeirrar afþreyingar sem í boði er. „Hugmyndin kom upphaflega frá Jónu Ottesen en þetta var lokaverk- efni hennar í námi í hagnýtri menn- ingarmiðlun í Háskóla Íslands. Hún hafði samband við mig árið 2016 og við ýttum þessu úr vör með ómetan- legri aðstoð,“ segir Valdís Helga Þor- geirsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg. Fyrsta árið mættu um fimmtán hundruð en í fyrra mættu tvöfalt fleiri. Samhliða auk- inni aðsókn hefur fjölgað í hópi skipuleggjenda og telja þeir nú um tug. „Í ár verða tvö svið, eitt stórt og annað minna. Þá verða ýmsar lista- smiðjur fyrir krakka, ljóðaupplest- ur, leiksýningar og svo mætti lengi telja. Þetta er fyrir fjölskyldur með börn frá núll og upp úr,“ segir Valdís. Meðal þess sem má finna á dag- skránni í ár eru tónleikar með Frið- riki Dór, JóaPé og Króla og Emmsjé Gauta. Ævar vísindamaður mun lesa upp úr væntanlegri bók sinni og Lalli töframaður lítur við. Þá verður í boði graffitikennsla, barnanudd, sérstakt föndurtjald verður á svæð- inu og boðið verður upp á andlits- málningu fyrir gesti. Upptalningin er ekki tæmandi. „Miðaverði á hátíðina er stillt í hóf og miðar í raun að því að hátíðin komi út á sléttu. Aðgangseyrir fer til að mynda í að tryggja öryggi á svæð- inu en ekkert barn fer út af því nema í fylgd með fullorðnum. Þá gefum við fjölskylduhjálp Rauða kross Íslands miða til að útdeila,“ segir Valdís. Herlegheitin hefjast á slaginu 11 á sunnudag og er veðurspáin með betra móti miðað við það sem verið hefur í sumar. Hafi fólk áhuga á að vera sjálfboðaliðar á hátíðinni er hægt að setja sig í samband við skipuleggjendur. „Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Valdís að lokum. joli@frettabladid.is Kátt á Klambra verður haldið í þriðja skiptið Nokkrir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar troða upp á barnamenningar- hátíð á Klambratúni um helgina. Um þrjú þúsund mættu í fyrra. Einn skipu- leggjenda segir fólk frá núll og upp úr eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. um þrjú þúsund mættu á hátíðina í fyrra, stórir sem smáir. Fréttablaðið/lauFEy Aðgangseyrir fer til að mynda í að trygga öryggi á svæðinu en ekkert barn fer út af því nema í fylgd með fullorðn- um. Valdís Helga Þorgeirsdóttir, einn skipuleggjenda 2 6 . j ú l í 2 0 1 8 F I M M T u D A G u r2 F r é T T I r ∙ F r é T T A B l A ð I ð 2 6 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 7 5 -E D A 0 2 0 7 5 -E C 6 4 2 0 7 5 -E B 2 8 2 0 7 5 -E 9 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.