Fréttablaðið - 26.07.2018, Qupperneq 18
Frá degi til dags
Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án
endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Þetta var ekki
bara hugguleg
sunnudags-
ræða. Pre-
dikun hins
nýja Skál-
holtsbiskups
var að hluta
til pólitísk.
Á Höfn í
Hornafirði
má til dæmis
dvelja í heila
viku og borða
frábæran mat
á nýjum
veitingastað á
hverju kvöldi.
Það taldist til tíðinda og rataði í fréttir þegar nýr vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Björns-son, gerði loftslagbreytingar að umtalsefni í vígsluræðu sinni og lagði áherslu á nauðsyn þess að bregðast við háskanum. Í sömu predikun
minntist hann á kynþáttahatur, kynjamisrétti og rétt-
indamál minnihlutahópa. „Mannréttindi“, „jafnrétti“ og
„misskipting“ voru orð sem komu fyrir í ræðu hans. Þetta
var ekki bara hugguleg sunnudagsræða. Predikun hins
nýja Skálholtsbiskups var að hluta til pólitísk.
Það hefur ekki ætíð verið til vinsælda fallið þegar
kirkjunnar þjónar taka afstöðu í þjóðfélagsmálum, það
hefur jafnvel kostað úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Langauð-
veldast væri fyrir presta þjóðkirkjunnar að sýna hlutleysi í
álitamálum og einbeita sér að því lesa upp úr ritningunni
við hinar ýmsu athafnir án þess að setja orð hennar í
samhengi við brýn þjóðfélagsmál. Biblían er þá bara
gömul bók með bókstaf sem á ekki lengur sérstakt erindi.
Þannig helst kirkjan íhaldssöm og framtakslaus og um
leið verður hún skeytingarlaus og sinn versti óvinur. Þetta
gerðist einmitt þegar þjóðkirkjan á sínum tíma tók ekki
afstöðu með samkynhneigðum, rétt eins og trú þeirra
væri óæskilegri en trúarsannfæring annarra.
Kirkjunnar þjónn sem lítur á orð Krists sem lifandi
boðskap setur þau í samhengi við samtímann. Kjósi hann
í predikun að ræða um hætturnar sem blasa við vegna
loftslagsbreytinga getur hann auðveldlega tengt skilaboð
sín við orð Páls postula úr Rómverjabréfinu: „Ég er í skuld“
og minnt á að öll erum við í skuld við framtíðina. Það
sé skylda okkar að bregðast við loftslagsbreytingum og
reyna að snúa skelfilegri þróun við.
Prestur sem lætur sér ekki standa á sama um neyð
flóttamanna getur lagt sitt til málanna með því að vísa í
predikun sinni í orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungr-
aður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér
gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig,
nakinn og þér klædduð mig.“ Hann ætti að eiga auðvelt
með að leggja út af þessum orðum og minna um leið á þá
siðferðilegu skyldu okkar að rétta hjálparhönd fólki sem
hefur orðið að þola miklar þjáningar.
Kirkjunnar menn sem taka afstöðu til þjóðfélagsmála
og koma skoðun sinni til skila í predikun mega búast
við harðri gagnrýni. Prestur sem í predikunarstól varar
við hættunum sem stafa af loftslagsbreytingum og segir
að auki að þær séu af mannavöldum fær skammir frá
þeim sem halda því fram að slíkt hafi engan veginn verið
sannað. Prestur sem vísar í orð Krists til staðfestingar á því
að það sé siðferðileg skylda að veita flóttamönnum skjól
kann að kalla yfir sig reiði þeirra sem segja að nær sé að
huga að bágstöddum Íslendingum fremur en að dekra við
útlendinga sem þar að auki séu margir hverjir múslimar.
Prestar landsins hafa vonandi ekki slíkt hérahjarta að
þeir hrökkvi í kút við svo auma gagnrýni. Þeir eiga að
standa uppréttir, minnugir orða úr Kronikubók: „Verið
hughraustir. Látið ykkur ekki fallast hendur.“
Pólitík í
predikunarstól
Gúlag þöggunarinnar
Á fjórum árum hafa 62 ein-
staklingar verið útilokaðir með
„blokki“ frá umræðum í Facebook-
hópi Sósíalistaflokks Íslands og
þannig verið bæði geltir og gerðir
ósýnilegir. Helsti hugmyndafræð-
ingur flokksins, hinn ofurtalna-
glöggi Gunnar Smári Egilsson,
upplýsir hópinn um að þessar
hreinsanir séu ekki róttækari en
svo að aðeins einn sé útlægur ger í
rúmlega þriðju hverri viku. Helst
hefur fólki verið úthýst fyrir að
hrópa „Stalín, Gúlag og Venesúela
á hverjum þræði,“ auk þess sem
þaggað er niður í kapítalískum
bröskurum sem reyna að selja „úr
eða okurlán“ á þessu markaðstorgi
sósíalískra skoðana. Sömu leið
fara þeir sem eru með „særandi
ummæli um einstaklinga eða
hópa“.
1960-kynslóð grunnvitringa
Brynjar Níelsson sveiflar orð-
sveðju sinni í allar áttir á Face-
book þessi dægrin og tuskaði í
gær til gáfað fólk sem er til í hvað
sem er á „kostnað annarra“.
Vitringar þessir eru samkvæmt
þingmanninum alþjóðasinnaðir
spekingar sem telja alla sem eru
þeim ósammála til öfgafullra
fávita. Brynjar segir Háskólann
hafa tekið að sér að fóstra nokkra
slíka. Þeir allra gáfuðustu í
þessum hópi ákafra alþýðufræð-
ara „eru gjarnan rithöfundar eða
álitsgjafar nema hvort tveggja sé
og flestir fæddir kringum 1960.“
thorarinn@frettabladid.is
Við Íslendingar berum gæfu til að vera vinmörg þjóð. Í þessari viku hafa bæði Slash og sjaldgæfur sléttbakur bæst í hóp Íslandsvina. Og þó annar
þeirra sé fingrafimari en hinn eiga þeir sameiginlegt að
bætast í hóp milljóna Íslandsvina sem hafa sótt landið
okkar heim, flestir til að kynnast náttúru og menningu
þess. Og kannanir sýna að langflestir þeirra eignast Ísland
að vini eftir ánægjulega dvöl.
Íslendingar eru nefnilega að gera frábæra hluti í ferða-
þjónustu um allt land þar sem gæði og fagmennska
hafa aukist til muna. Gæðagistiaðstaða og margvísleg
afþreying fyrir ævintýragjarna hefur sprottið upp um allt
land og hvarvetna má nú finna góða veitingastaði til að
njóta kvöldsins. Á Höfn í Hornafirði má til dæmis dvelja í
heila viku og borða frábæran mat á nýjum veitingastað á
hverju kvöldi.
Það gleymist stundum í umræðunni um fjölda ferða-
manna, gengið og allt hitt hvað ferðaþjónustan hefur
breytt miklu fyrir okkur heimafólkið um leið og fyrir
Íslandsvinina.
Hagur ferðaþjónustunnar og okkar sem byggjum sam-
félagið fer nefnilega saman á margvíslegan máta. Hún býr
til fjölbreytileg atvinnutækifæri um allt land, þrýstir á
innviðauppbyggingu og eykur tækifæri okkar til að njóta
þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða.
Milljónir Íslandsvina hafa hjálpað okkur að byggja
upp alls konar sniðugt og skemmtilegt á skömmum tíma.
Framboð á menningartengdri ferðaþjónustu eins og
t.d. stórtónleikum rokkgoðanna Axl og Slash og annarri
lifandi tónlist hefur stóraukist og menningarhátíðir á
landsbyggðinni hafa blómstrað. Ævintýraferðir niður
ár, ofan í eldfjöll og upp á jökla, fjöll og firnindi eru nú í
boði fyrir alla sem vilja og einhverjir þeirra 350 þúsund
ferðamanna sem leggja á hafið með 20 hvalaskoðunar-
fyrirtækjum með 300 starfsmönnum hafa mögulega séð
Íslandssléttbakinn góða á svamli.
Öllum þessum nýju Íslandsvinum fylgja auðvitað
áskoranir sem takast verður á við af skynsemi og ábyrgð.
En þessi pistill fjallar ekki um þær, því stundum þarf að
minna okkur öll á að ferðaþjónustan snýst ekki bara um
eitthvert vesen.
Af þeim Slash og sléttbak
Jóhannes Þ.
Skúlason
sramkvæmda-
stjóri SAF
2 6 . j ú l í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R18 s k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð I ð
SKOÐUN
2
6
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:3
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
7
6
-0
B
4
0
2
0
7
6
-0
A
0
4
2
0
7
6
-0
8
C
8
2
0
7
6
-0
7
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K