Fréttablaðið - 26.07.2018, Page 20
Lilja Alfreðsdóttir menntamála-ráðherra.Ég vil trúa því að þú einlæg-
lega viljir bæta grunnskólana okkar.
Flestir átta sig á því að skólakerfið
er að mörgu leyti alveg úrelt og að
það þyrfti að verða t.d. mikið ein-
staklingsmiðaðra. Þó er gríðarleg
tregða í kerfiskörlunum okkar, þeim
finnst þetta bara ágætt eins og það
er, og ýmsar tilraunir til bóta enda í
skýrslumýri eða verulega útþynntar.
Ef við erum hreinskilin við okkur
sjálf, ættum við foreldrar að viður-
kenna að við erum búin að afhenda
þeim alla ábyrgð (og þar með vald)
yfir námi barnanna. Sumum finnst
það ágætt, og bara fínt að geta unnið
frá 8-16 alla virka daga. Þetta kemur
hins vegar niður á frelsi barnanna
og ábyrgð á eigin námi, sem er frum-
undirstaða góðs námsárangurs.
Hvað höfum við svo upp úr því að
vinna svona mikið, annað en háar
vaxtagreiðslur, skatta o.s.frv.?
Orðið skólafangelsun á vel við
um ástand barnanna, því þau ráða
hvorki hvort þau mæta þangað,
né hvað þau gera þegar þangað er
komið.
Ein versta reglugerð landsins
endurspeglar vandann: Reglugerð
um heimakennslu gefur aðeins
kennurum færi á þeim forréttindum
að kenna heima, þótt starfandi séu
réttindalausir kennarar í sumum
skólum; skýrt brot á jafnræðisreglu
stjórnarskrárinnar.
Heimakennsla hefur mikla kosti
og hún á að vera raunverulegur
valkostur, en það er líka hægt að
gera skólana sjálfa frjálsari. Heima-
kennsla tengir nemendur t.d. betur
við nærsamfélagið sitt, og gerir þá
færari í félagslegum samskiptum
(öfugt við það sem margir halda).
Það er hugmyndin á bak við Sud-
bury-skóla, sem byggja á jöfnum
atkvæðisrétti kennara og nemenda,
og því að nemendur hafi fulla stjórn
á því hvað þeir vilji læra og hvenær
þeir mæti til skóla (annar galli sem
margoft hefur verið bent á er að
íslenskir unglingar eru af lífeðlis-
fræðilegum ástæðum hálfsofandi
fyrstu tíma dagsins).
Það er ekki hægt að vera með slíka
skóla í dag því aðalnámskráin gerir
kröfur um tiltekið nám og ákveðnar
matsaðferðir (próf o.þ.h.), en í Sud-
bury-kerfinu er enginn skyldaður í
ákveðin fög eða próf.
Slíkir skólar hafa skilað framúr-
skarandi nemendum víða um heim
frá því sá fyrsti byrjaði 1968 í BNA.
Grunnskólinn í Hrísey hafði það
hugrekki að byrja með Sudbury-
vikur í skólanum og áhugi stendur
til að gera skólann að fullum Sud-
bury-skóla, sem myndi laða að fleiri
börn í þetta viðkvæma samfélag.
Áhættan af því að ráðast að fullu í
þetta tilraunaverkefni hér er sama
og engin, en ávinningurinn gæti
orðið fyrirmynd fyrir aðra skóla um
allt land.
Vonandi munt þú sýna pólitískt
hugrekki og færa íslenska skóla-
kerfið inn í 21. öldina.
Opið bréf til menntamálaráðherra
Í langflestum tilvikum byrja krakkar í íþróttum vegna þess að þeim finnst gaman að stunda
íþróttina, finnst gaman að vera
með vinum/vinkonum á æfingum
og gaman að fara í íþróttaferðalög.
Því miður gerist það með tímanum
að þegar auknu kröfurnar koma frá
þjálfara/íþróttafélaginu, foreldrum
og einstaklingnum sjálfum um að
„sigra“, þá breytist upplifunin. Oft
bitnar það á gleðinni og ánægjunni
sem þau tengdust upphaflega. Þau
fara að hafa áhyggjur af úrslitum og
fara að hafa áhyggjur af samanburði
við aðra. Nú er ég ekki að halda því
fram að gleðin deyi um leið og það
kemur keppni, alls ekki, en keppni
breytir upplifun einstaklinga. Sumir
hafa gaman af því að keppa, aðrir
minna og enn aðrir vilja helst alls
ekki keppa.
Hugarþjálfun (mental training) er
aðferð til að undirbúa sig andlega
fyrir æfingar og keppnir. Krakkar
og unglingar myndu græða gífurlega
á því að kynna sér hugarþjálfun og
stunda hana reglulega ásamt líkam-
legum og tæknilegum æfingum.
Íþróttafélög og aðstandendur leik-
manna vilja eðlilega að þeirra ein-
staklingar læri að takast á við álag
og kvíða, hafi stjórn á tilfinningum
sínum og nái almennt að sýna sitt
rétta andlit í keppnum. Nú er ég alls
ekki að halda því fram að íþrótta-
félög séu á engan hátt að sinna
hugarþjálfun leikmanna, en ég velti
því fyrir mér hversu umfangsmikil
og markviss sú þjálfun er.
Það virðist oft gleymast hversu
mikið álag er á börnum og ungling-
um í dag sem eru að æfa í keppnis-
hópi og stundum meira en eina
íþrótt. Fyrir utan hið mikla líkam-
lega álag sem fylgir stífum æfingum,
þá er einnig andlegt álag sem fylgir
kröfum og væntingum. Það gleymist
hversu stressandi það er fyrir ungt
íþróttafólk þegar það færist upp um
styrkleikaflokk innan síns félags
(t.d. úr B-flokki upp í A-flokk eða úr
A-flokki upp í Meistaraflokk). Þetta
er eitthvað sem ungir íþróttamenn
geta hæglega lent í miklum erfið-
leikum með bæði á æfingum og í
keppnum.
Hugarþjálfun tæklar meðal ann-
ars eftirfarandi hindranir þegar
íþróttamaður …:
l Er yfirleitt betri á æfingum en í
keppnum
l Á erfitt með að sýna sína bestu
frammistöðu þegar aðrir eru að
horfa á
l Hefur litla trú á eigin getu í keppn-
um
l Hugsar of mikið um álit annarra
l Þjáist af kvíða/áhyggjum/þung-
lyndi fyrir keppnir og einnig í
keppnum
l Upplifir minnkandi áhugahvöt
l Glímir við lágt sjálfsálit
l Tengir sjálfsálit sitt beint við
keppnisárangur
l Missir einbeitingu í keppnum
l Lætur utanaðkomandi truflanir
hafa of mikil áhrif á sig í keppnum
l Á erfitt með að stjórna tilfinn-
ingum sínum
l Á erfitt með að ná sömu frammi-
stöðu á æfingum og/eða í keppn-
um þó svo að líkaminn sé kominn
í lag eftir meiðsli
l Setur of mikla pressu á sig í
keppnum
l Er með neikvætt sjálfstal
l Hefur óraunhæf markmið
l Óttast mistök
l Þjáist af fullkomnunaráráttu
Fyrir utan álagið sem fylgir
breyttum aðstæðum, þá upplifa
krakkar og unglingar stundum þá
tilfinningu að þurfa að ná árangri
í keppnum til að fá hrós og/eða
viðurkenningu foreldra. Sú hugsun
að þurfa að „réttlæta“ útgjöld for-
eldra getur líka komið upp, þar
sem það er langt því frá ókeypis að
vera í keppnishópi með tilheyrandi
kostnaði (æfingagjöld, útbúnaður,
keppnisgjöld og ferðalög).
Við megum ekki gleyma að ungt
íþróttafólk er með mjög takmark-
aða reynslu og er mjög mismunandi
hvað varðar andlega hörku. Það er
því gríðarlega mikilvægt fyrir for-
eldra/aðstandendur og þjálfara að
bjóða upp á andlegan stuðning
til að takast á við álagið og hjálpa
því að ná fram sínu besta bæði á
æfingum og í keppnum. Það verður
ekki gert eingöngu með því að taka
fleiri armbeygjur, hraðari spretti, og
hærri hopp á æfingum. Einstakling-
ar þurfa að geta tekist á við mistök/
ósigra til að nota þau sem stökkpall
til að ná árangri.
Einn helsti munurinn (en að
sjálfsögðu ekki sá eini) milli þeirra
íþróttamanna sem ná árangri og
þeirra sem ná ekki árangri er and-
legi þátturinn. Hvernig bregst við-
komandi við álagi (á æfingum og/
eða í keppnum)? Tekur viðkomandi
gagnrýni vel? Hvernig er andlegi
undirbúningurinn fyrir keppni?
Er ótti/kvíði/spenna/tilhlökkun?
Hvernig er markmiðasetningin,
bæði skammtíma og langtíma? Öll
þessi atriði eru tekin fyrir í hugar-
þjálfun og tel ég að flestir einstakl-
ingar í íþróttum og þá sérstaklega
krakkar og unglingar, þurfi að íhuga
hvort sá þjálfunarþáttur sé jafn
sterkur og hann gæti verið.
„Vannstu?“
Nú er farið að síga á seinni hluta sumarleyfa nemenda um allt land og ekki seinna vænna að
taka sér bók í hönd og hita sig dálítið
upp fyrir haustið. Líklegt er að yfir
90% grunnskólanema landsins fari í
lesfimipróf í september og þá er gott
að vera búinn að æfa sig vel áður en
skólinn byrjar því lestrarfærnin, eins
og annað sem ekki er þjálfað reglu-
lega, dalar ef lítið eða ekkert er lesið.
Ef ekkert hefur verið lesið í þrjá mán-
uði má reikna með afturför sem því
nemur og því eru sumir nemendur
ekki búnir að ná fyrri færni aftur fyrr
en í nóvember. Fæstir verða glaðir
með það að sýna lakari árangur að
hausti en að vori svo það er um að
gera að spýta í lófana, drífa sig á bóka-
safnið eða dusta rykið af bókinni sem
liggur undir rúmi og byrjað var að
lesa. Gott er að lesa í korter á dag og
þar sem það eru 96 korter í einum sól-
arhring verða vonandi fæstir í vand-
ræðum með að finna sér tíma til að
lesa. Einnig er gott að lesa fyrstu eða
síðustu blaðsíðuna upphátt tvisvar
fyrir sjálfan sig á meðan verið er að
komast í gang en annars getur hver
og einn þjálfað sig eins og honum eða
henni líkar best. Lykilatriðið er að lesa
og þá er líklegt að allir verði sáttir við
frammistöðu sína á lesfimiprófinu í
haust.
Góð frammistaða á lesfimiprófum
ætti þó ekki að vera eina ástæðan
fyrir sumarlestri eða lestri allan árs-
ins hring því reglulegur lestur hefur
marga kosti í för með sér. Þeir sem
eru duglegir að lesa hafa betri mál-
þroska, þeir eru flinkari málnotendur
þar sem þeir hafa meiri orðaforða og
betri lesskilning en þeir sem lesa lítið
eða ekkert. Duglegir lesarar þekkja
ritmálið einnig vel og eru því oftast
betri í ritun, stafsetningu og málfræði
en þeir sem lesa sjaldan. Og þar sem
stór hluti náms fer fram í gegnum
tungumálið skiptir miklu máli að
kunna það vel. Orð eru nefnilega
verkfæri hugsunarinnar og sá sem á
vel búna verkfærakistu getur byggt
flóknari hluti og leyst fjölbreyttari
verkefni en sá sem á bara hamar. Svo
má ekki gleyma galdri ritmálsins þar
sem heimur höfundarins og heimur
lesarans mætast. Þar verður til nokk-
urs konar samtal á forsendum beggja
og þegar vel tekst til flytur textinn
lesarann á slóðir sem hann þekkir
ekki, hann öðlast hlutdeild í reynslu
annarra og umburðarlyndi, samhygð
og sannleika í veganesti sem endist út
lífið. Kostir lestrar eru því óteljandi og
því er um að gera að finna nú heppi-
legt korter til að taka sér bók í hönd!
Lestrargaldur allt árið
Ástvaldur
Heiðarsson
ráðgjafi í íþrótta-
sálfræði og
íþróttafræðingur Það virðist oft gleymast
hversu mikið álag er á
börnum og unglingum í dag
sem eru að æfa í keppnishópi
og stundum meira en eina
íþrótt.
Guðni Þór
Þrándarson
Samtökum um
betri skóla
Reglugerð um heimakennslu
gefur aðeins kennurum
færi á þeim forréttindum að
kenna heima, þótt starfandi
séu réttindalausir kennarar
í sumum skólum; skýrt brot
á jafnræðisreglu stjórnar-
skrárinnar.
Guðbjörg R.
Þórisdóttir
sérfræðingur í læsi
hjá Menntamála-
stofnun
RÁÐUM EHF • Sími 519 6770
www.radum.is • radum@radum.is
Þarftu að ráða
starfsmann?
Ráðum sérhæfir
sig í ráðningum og
mannauðs ráðgjöf.
Við komum til móts
við þarfir fyrirtækja
og sérsníðum
lausnir sem henta
hverjum viðskiptavini.
2 6 . j ú l í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R20 s k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð I ð
2
6
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:3
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
7
6
-1
F
0
0
2
0
7
6
-1
D
C
4
2
0
7
6
-1
C
8
8
2
0
7
6
-1
B
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K