Fréttablaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 34
Golf Birgir Leifur Hafþórsson,
atvinnukylfingur úr GKG, keppir
um helgina á Evrópumótaröðinni,
næst sterkustu atvinnumanna-
mótaröð kylfinga, í Þýskalandi.
Meðal þátttakenda í mótinu er Pat-
rick Reed, sigurvegarinn á Masters-
mótinu fyrr í vor, Carl Schwartzel
sem vann Masters-mótið
árið 2011 og Paul Casey.
Er þetta sjötta mótið
á þessu tímabili á Evr-
ópumótaröðinni sem
Birgir Leifur tekur
þátt í. Fyrir vikið
ve r ð u r h a n n
e k k i m e ð á
Íslandsmótinu
í höggleik sem
h e f st í Ve st-
mannaeyjum í
dag. – kpt
Birgir keppir á
firnasterku móti
Golf Íslandsmótið í golfi hefst í
Vestmannaeyjum klukkan 07.30 í
dag þegar Bjarni Þór Lúðvíksson úr
GR slær fyrsta höggið af fyrsta teig.
Bjarni er yngsti keppandi mótsins
í karlaflokki og fagnar fjórtán ára
afmæli sínu á öðrum degi móts. Er
þetta í fjórða sinn sem mótið fer
fram í Vestmannaeyjum, viku áður
en Þjóðhátíð hefst en tíu ár eru liðin
síðan mótið fór síðast fram á vell-
inum. Alls eru 130 kylfingar skráðir
til leiks, þar af 31 í kvennaflokki en
aðeins einu sinni áður í 51 árs sögu
Íslandsmóts kvenna í höggleik hafa
fleiri konur tekið þátt.
Vallarmetið í Vestmannaeyjum
hefur staðið í sextán ár en það
setti Helgi Dan Steinsson úr Golf-
klúbbnum Leyni árið 2002 er hann
kom í hús á 63 höggum, sjö höggum
undir pari vallarins. Hjá konunum á
Sunna Víðisdóttir, GR, vallarmetið
en það setti hún árið 2012 þegar
hún kom í hús á 67 höggum, þremur
undir pari.
Gríðarleg samkeppni
karlamegin
Fyrir utan sjöfalda meistarann Birgi
Leif Hafþórsson verða allir bestu
karlkylfingar landsins mættir til
leiks.
Verða þar á meðal atvinnu-
kylfingarnir Axel Bóasson, sem
er ríkjandi meistari, og Haraldur
Franklín Magnús sem keppti á
Opna breska meistaramótinu fyrir
viku, fyrstur íslenskra karlkylfinga.
Háðu þeir Axel og Haraldur eftir-
minnilega baráttu um titilinn á
síðasta ári á heimavelli Axels í Golf-
klúbbi Keilis. Vann þá Haraldur upp
fimm högga forskot Axels á tveimur
síðustu holunum en Axel hafði
betur í þriggja holu bráðabana. Var
það annar Íslandsmeistaratitill
Axels en Haraldur hefur unnið
einn Íslandsmeistaratitil árið
2012 á Hellu.
Alls eru sex fyrrverandi
Íslandsmeistarar skráðir
til leiks í karlaflokki, þar á
meðal Ólafur Björn Lofts-
son úr GKG sem vann
mótið árið 2009 og Krist-
ján Þór Einarsson, GM,
sem vann fyrir tíu árum
þegar mótið fór síðast
fram í Vestmannaeyj-
um. Þá eru Sigurður
Pétursson, GR sem
varð Íslandsmeistari
þrisvar og sexfaldi
meistarinn Björgvin
Þorsteinsson úr GA
meðal keppenda.
Mun meiri spenna í karlaflokki
Íslandsmótið í golfi hefst í dag í Vestmannaeyjum. Í karlaflokki er Birgir Leifur fjarverandi en allir aðrir
bestu kylfingar landsins eru mættir. Í kvennaflokki eru aðeins tveir fyrrum meistarar skráðir til leiks.
Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili vann sinn annan Íslandsmeistaratitil á heimavelli í fyrra. GSÍMyndir/SiGurður elvAr
Er þetta 55. Íslandsmót Björg-
vins í röð en fyrsta mótið hans var
einmitt Íslandsmót unglinga í Vest-
mannaeyjum 1964 þegar leikið var á
níu holu velli. Var Björgvin lengi vel
sigursælasti karlkylfingurinn ásamt
Úlfari Jónssyni áður en Birgir Leifur
hreppti sjöunda titil sinn árið 2016.
Tvær stærstu stjörnurnar
fjarverandi
Í kvennaflokki er reynslan heldur
minni, aðeins tvær konur eru
skráðar til leiks sem hafa orðið
Íslandsmeistarar. Ragnhildur Sig-
urðardóttir, GR, sem vann fjórða
Íslandsmeistaratitil sinn árið
2005 og Þórdís Geirsdóttir sem
varð meistari árið 1987.
Síðustu ár hafa atvinnu-
kylfingarnir tveir, Valdís Þóra
Jónsdóttir, GL, og Ólafía Þór-
unn Kristinsdóttir, GR,
verið afar sigursælar en
þær hafa báðar unnið
þrisvar.
Valdís vann sinn þriðja
titil í fyrra eftir baráttu við
Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur en
Valdís og Ólafía eru báðar að keppa
á Opna skoska meistaramótinu í
Evrópumótaröðinni um helgina og
gátu því ekki gefið kost á sér.
Ætti það að gefa Guðrúnu Brá,
eina atvinnukylfingnum sem tekur
þátt í kvennaflokki, gott tækifæri
til að gera atlögu að sínum fyrsta
titli og feta með því í fótspor föður
síns, Björgvins Sigurbergssonar, sem
vann á sínum tíma fjóra Íslands-
meistaratitla.
Guðrún ætti að kannast vel við
völlinn, rúmt ár er síðan hún varð
Íslandsmeistari í holukeppni í Vest-
mannaeyjum.
Þá verður fróðlegt að fylgjast með
spilamennsku Perlu Sólar Sigur-
brandsdóttur og Lóu Distu Jóhanns-
son en þær eru báðar fæddar árið
2006. Perla Sól er yngsti keppandi
mótsins, aðeins ellefu ára gömul,
en hún varð nýlega Íslandsmeistari
í flokki 14 ára og yngri.
kristinnpall@frettabladid.is
Yngsti keppandinn í
Vestmannaeyjum er Perla
Sól Sigurbrandsdóttir en hún
verður tólf ára í september.
Guðrún Brá Björgvins-
dóttir atvinnukylfingur.
Handbolti Íslenska handbolta-
landsliðið skipað drengjum undir
tuttugu ára aldri féll úr leik á Evr-
ópumótinu í Slóveníu í gær eftir
fjögurra marka tap fyrir gestgjöf-
unum. Var þetta hreinn úrslita-
leikur um hvort liðið myndi fylgja
Þýskalandi upp úr milliriðlinum og
í undanúrslitin.
Íslenska liðinu dugði jafntefli
í gær eftir að hafa náð í stig gegn
Þýskalandi og Serbíu í fyrstu leikj-
um milliriðilsins. Slóvenarnir náðu
strax tökum á leiknum og leiddu
með fjórum mörkum í hálfleik
14-10.
Var íslenska liðið alltaf að eltast
við forskot Slóvena í seinni hálfleik
og lauk leiknum með nokkuð sann-
færandi sigri Slóvena. Birgir Birgis-
son var atkvæðamestur í íslenska
liðinu með sex mörk. – kpt
Slóvenar sendu
strákana heim
Körfubolti Dagur Kár Jónsson
samdi í gær við við austurríska félag-
ið Raiffeisen Flyers um að leika með
liðinu næsta vetur. Mun hann því
ekki leika með uppeldisfélagi sínu,
Stjörnunni, í Domino’s-deild karla í
körfubolta á komandi keppnistíma-
bili eins og til stóð.
Dagur Kár, sem gekk til liðs við
Stjörnuna frá Grindavík fyrr í sumar,
var búinn að leika síðustu tvö tíma-
bil með Grindavík. Hann segir að
viðræðurnar hafi tekið stuttan tíma.
„Þetta kom fyrst upp fyrir tveimur
vikum og það er fínt að vera búinn að
ganga frá þessu. Ég gerði ráð fyrir að
vera hjá Stjörnunni í vetur en þetta
kom óvænt upp á borðið og við
ákváðum að stökkva á tækifærið.
Þetta er eitthvað sem maður hefur
stefnt að lengi og þetta býðst ekki
á hverjum degi,“ sagði Dagur þegar
Fréttablaðið heyrði í honum í gær.
„Aðstæðurnar eru flottar og þjálf-
ararnir virkuðu flottir, þeir lofuðu
mér stóru hlutverki þannig að ég
er afar spenntur. Ég er ekki alveg
viss um styrkleika deildarinnar en
umboðsmaðurinn minn talaði um
að þetta væri aðeins betri deild en
skandinavísku deildirnar og aðsókn-
in góð.“
Hann hrósaði uppeldisfélagi sínu,
Stjörnunni, fyrir stuðninginn þegar
hann greindi félaginu frá ákvörðun
sinni.
„Ég var með ákvæði um að geta
skoðað möguleika á atvinnu-
mennsku í samningnum.
Ég er virkilega þakklátur fyrir
viðbrögð Stjörnumanna. Þeir sam-
glöddust strax og voru ekki með
neitt vesen,“ sagði Dagur og bætti
við:
„Ég er búinn að þekkja flesta þarna
lengi og þeir eru held ég bara ánægð-
ir að það sé uppalinn Stjörnumaður
kominn í atvinnumennsku.“
Dagur tók þetta skref meðal ann-
ars með það að sjónarmiði að gera
atlögu að landsliðssæti. „Ég hugsaði
mikið út í það, hvað ég gæti gert til að
komast í þetta landslið og ég get von-
andi sýnt hvað í mér býr þarna úti.“
Sífellt fleiri ungir leikmenn eru
að komast út í atvinnumennsku en
Dagur sló á þráðinn til Martins Her-
mannssonar í aðdraganda félaga-
skiptanna.
„Ég heyrði aðeins í Martin, hann
hjálpaði mér mikið í þessu ferli og
veitti mér góð ráð. Hann veit alveg
hvað hann hefur verið að gera í
þessu.“ – kpt
Tækifæri sem ég varð að stökkva á
dagur Kár lék með Grindavík undanfarin tvö tímabil. FréTTABlAðið/ernir
fótbolti Hannes Þór Halldórsson,
markvörður íslenska landsliðsins,
var ekki í leikmannahóp Qarabag
í markalausu jafntefli gegn Kukesi í
undankeppni Meistaradeildar Evr-
ópu í gær.
Hannes gekk nýlega til liðs við
asersku meistarana í Qarabag sem
komust alla leiðina í riðlakeppni
Meistaradeildarinnar á síðasta
tímabili. Gæti fyrsti leikur Hannesar
komið á heimavelli í höfuðborginni
Bakú þegar liðin mætast að nýju að
viku liðinni.
Matthías Vilhjálmsson, leik-
maður Rosenborg, þurfti að fylgjast
með af bekknum þegar liðsfélagar
hans töpuðu 1-3 fyrir skoska félag-
inu Celtic á útivelli. Norsku meist-
ararnir, sem slógu út Val í fyrstu
umferð, komust yfir en Skotarnir
svöruðu með þremur mörkum. – kpt
Hannes ekki í
hóp hjá Qarabag
fótbolti ÍA fékk góðan liðsstyrk
fyrir komandi átök í Inkasso-deild-
inni þegar Jeppe Hansen kom að
láni frá Keflavík.
Var Jeppe í lykilhlutverki þegar
Keflavík komst upp úr Inkasso-
deildinni í fyrra. Skoraði hann
fimmtán mörk í 21 leik en hann er
án marks eftir ellefu leiki í sumar hjá
liði Keflavíkur sem stefnir hraðbyri
aftur niður í Inkasso-deildina. – kpt
ÍA fékk liðsstyrk
Matthías sleit krossband
fyrir ári en hann sneri aftur á
völlinn gegn Val eftir meiðsl-
in á dögunum.
2 6 . j ú l í 2 0 1 8 f i M M t u d a G u r26 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð
2
6
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:3
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
7
6
-3
2
C
0
2
0
7
6
-3
1
8
4
2
0
7
6
-3
0
4
8
2
0
7
6
-2
F
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K