Fréttablaðið - 26.07.2018, Qupperneq 52
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Elmar Hallgríms Hallgrímsson elmar@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401:
Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Valdimar Birgisson valdimar@frettabladid.is
Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ólafur H.
Hákonarson olafurh@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is og Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI
512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
Ég henti út „tracklistanum“ í gær eiginlega smá til að sparka í rassgatið á sjálfum mér – án þess að vilja drífa mig of mikið að gefa út, þá vantaði samt smá svona
„kikk“ til að minna mig á það að ég
ætla að gefa út plötu í vetur. Ég ætlaði
að gefa út plötu í sumar en það varð
ekkert úr því vegna þess að ég fann að
ég var ekki kominn með það í hend-
urnar sem ég vildi gefa út, þannig að ég
tók mér meiri tíma í þetta. Núna er ég á
lokasprettinum með þessa plötu – hún
er í því ferli að lögin eru öll komin en
það er verið að mixa og mastera, ég er
svona að dúlla mér – aðeins að skreyta
hana og gera hana fallegri,“ segir
Emmsjé Gauti sem „tísaði“ aðdáendur
sína á Twitter á þriðjudagskvöldið og
skellti skjáskoti af lagalistanum af
komandi plötu inn á
forritið góða.
Skjáskotið sýnir
að þarna verða 13
lög og þar af eru tvö
með gestainnkomum
– annars vegar lagið
Kortér í tólf ásamt
Steingrími Teague
úr Moses Hightower
og Þú gerir mig, sem
skartar rapparanum
Mælginn. Gauti segir
að þetta sé þó alls ekki
það eina sem hann er
að vinna í þessa dagana.
„Ég er í raun að vinna
að tveimur plötum á
sama tíma. Önnur plat-
an er meira hugsuð sem
svona tækifæri fyrir mig til að rappa af
mér rassgatið, mér finnst það góð lýs-
ing á henni. Stundum langar mig ekki
að gera neitt annað en að skrifa niður
eitthvað sem mér finnst hljóma vel
eða finnst fyndið – það þarf ekkert að
meika sens eða vera í samhengi – bara
af því að ég hef gaman af því. Þannig
verður seinni platan. Hin hittir meira
í alvarlegri legginn. Ég er að tala um
tilfinningar og það er mikið um sjálfs-
skoðun: dílemmað sem ég er með um
hvernig ég geti verið tveggja barna
faðir og lifað eðlilegu fjölskyldulífi en
látið það hljóma rosa kúl. Það er ekki
nóg að það sé geggjaður texti til að
rapp sé gott fyrir mig, stundum finnst
mér lag með ömurlegum texta mjög
gott. Þetta er eins og einhver frönsk
bíómynd sem ég sá einu sinni – hún
fjallaði um gamalt fólk að deyja á elli-
heimili og var rosalega góð en samt
hundleiðinleg.“
Í rappárum er orðið svolítið langt
síðan Gauti gaf út plötu síðast, en
það var árið 2016 sem platan Vagg og
velta kom út og var svo fylgt eftir með
17. nóvember sama ár.
„Ég gaf síðustu plötu út fyrir ekkert
svo löngu síðan í raun og veru – en
markaðurinn er búinn að breytast
svo rosalega mikið: ég heyrði JóaPé
og Króla tala um eitthvert gamalt lag
eftir sig og komst svo að því að þetta
lag sem þeir voru að tala um var þriggja
mánaða gamalt. Ég var pínu bara
„Ókei shit, hvernig á ég að keppa
við þetta“ – svo setti ég svo fárán-
legan standard þegar ég gaf út
tvær plötur með þriggja mánaða
tímabili seinast.
Ef maður er að sýsla við að
gefa út músík stanslaust án
pásu þá endar maður bara
með því að vera að tala um það
sama aftur og aftur. Það sem ég
þurfti dálítið eftir 17. nóvember
var smá „breather“ – tími fyrir
augun og eyrun að „rístarta“
sér. Maður þarf ekki að endur-
ræsa tölvuna stöðugt, en þú
veist – hún verður aðeins betri
eftir á.“
Gauti lofar því að gripurinn, eða
gripirnir, komi út á þessu ári.
„Stefnan er sett á september – en það
er svo óþolandi … ég fór upp í stúdíó í
gær og ætlaði að fikta í gömlu lagi en
endaði með að taka upp alveg nýtt lag.
Þannig að þetta er í alveg endalausu
ferli en ég get lofað að þetta komi árið
2018 en get ekki neglt niður mánuð.
Platan heitir FIMM, vegna þess að
þetta er plata númer fimm. Eða hún
heitir það núna að minnsta kosti en
það er aldrei að vita hvað gerist í ferl-
inu.
Síðasta lagið á plötunni heitir Hætt-
ur – ertu hættur?
„Þetta er það sem ég kalla „Frikka
Dórs-trikkið“, ég set út eitthvað svona
og geri svo tónleika sem heita bara
„Hættur“ en svo er ég ekkert hættur.
Nei, nei, þetta er bara nafnið á „outro-
inu“ á plötunni – ég er hættur að
rappa á þessari plötu en rappa síðar á
öðrum.“ stefanthor@frettabladid.is
Önnur tvenna á leiðinni frá Gauta
Lagalisti plötunnar.
Rapparinn knái sendir von bráðar frá sér tvær glænýjar plötur. FRÉTTABLAÐIÐ/EyÞÓR
Emmsjé Gauti sendi
frá sér lagalista af
komandi plötu á
Twitter. Hann segir
plötuna koma út í
haust og að hann
muni fylgja henni
eftir með annarri til
líkt og hann gerði
um árið þegar tvær
plötur komu út með
skömmu millibili.
Ef maður Er að
sýsla við að GEfa út
músík stanslaust án pásu þá
Endar maður bara mEð því
að vEra að tala um það
sama aftur oG aftur.
HÁGÆÐA IÐNAÐARHURÐIR
Járnháls 2-4 | 414-8600 | velaborg@velaborg.is
Verkfæralagerinn
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæri í miklu úrvali
ViAir 12V loftdælur
í miklu úvali.
METABO Bútsög
KS216
Verðmætaskápar
Jeppatjakkur
2.25t 52cm.
16.995
frá 4.995
17.995
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Amadeus borðstofuhúsgögn
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Komið og skoðið úrvalið
VIÐ SÉRHÆFUM
OKKUR Í
ASÍSKRI
MATARGERÐ.
HOLLUR OG
LJÚFFENGUR
MATUR.
Vietnamese restaurant
Laugavegi 27 og
Suðurlandsbraut 8
sími: 588 6868
pho.is
2 6 . j ú l í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R44 l í F I ð ∙ F R É T T A B l A ð I ð
2
6
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:3
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
7
6
-1
0
3
0
2
0
7
6
-0
E
F
4
2
0
7
6
-0
D
B
8
2
0
7
6
-0
C
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K