Fréttablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 16
Þorvaldur Gylfason Í DAG Bangkok – Hann hét fullu nafni Phra Bat Somdet Phra Poram-inthra Maha Chulalongkorn Phra Chunla Chom Klao Chao Yu Hua og var konungur Síams 1868- 1910. Hann er betur þekktur sem Rama konungur V. Hann innleiddi nýja stjórnarhætti í Síam, sem heitir nú Taíland, afnam þrælahald og forðaði landinu undan ásælni erlendra nýlenduherra. Frökkum tókst að leggja undir sig Kambódíu, Laos og Víetnam í næsta nágrenni en ekki Síam. Bretar réðu Búrmu og Malasíu. Síam var því umkringt brezkum og frönskum nýlendum á alla vegu, eina sjálfstæða ríkið í Indókína. Kannski Noreg? Rama V fór til Evrópu 1897 að sækja sér fyrirmyndir og heim- sótti þá m. a. Ítalíu, Sviss, Pólland, Rússland, Danmörku og Svíþjóð. Vel fór á með honum og Óskari II Svíakonungi, svo vel að Rama færði Óskari fíl að gjöf í kveðju- skyni. Hvernig endurgeldur maður svo veglega gjöf? spurði Óskar konungur æðstaráðgjafa sinn. Hvað get ég gefið Rama í staðinn? Kannski Noreg? spurði ráðgjafinn á móti. Norðmenn rufu konungs- sambandið við Svíþjóð 1905, tveim árum áður en Rama V kom aftur til Svíþjóðar 1907 á síðari yfir- reið sinni um Evrópu og fór þá m. a. norður fyrir heimskautsbaug. Fyrsti háskóli Taílands, Chula- longkorn-háskóli, stofnaður 1917, heitir í höfuðið á Rama V en Rama V er þó trúlega frægastur í Evrópu og Ameríku fyrir söngleik Rod- gers og Hammersteins, The King and I, og samnefnda kvikmynd þar sem Yul Brynner leikur Rama IV og Deborah Kerr leikur (frá- skilda!) brezka kennslukonu sem kóngurinn fékk til að uppfræða konur sínar, Rama V og systkini hans. Tveir heimar takast á, þar er dramað, ástin blómstrar, börnin eru engin fyrirstaða, en allar þessar eiginkonur kóngsins í höllinni flækja stöðuna. Markaðsbúskapur og lýðræði Taíland er margfalt ríkara en grann- löndin mælt í kaupmætti þjóðar- tekna á mann. Höfuðskýringin á þessum mikla mun er að Taíland var aldrei kommúnistaríki eins og Kambódía, Laos og Víetnam fyrir austan og Búrma sem heitir núna Mjanmar fyrir vestan. Taílendingar kusu heldur að stunda markaðs- búskap og fríverzlun að vestrænni fyrirmynd og vöktu heimsathygli fyrir góðan árangur í efnahags- málum ásamt nokkrum öðrum löndum í Asíu og annars staðar. Herinn tók völdin í Taílandi 1932 og hélt þeim til 1973. Síðan þá hafa Taílendingar búið við lýðræði og herforingjaræði á víxl, t. d. við lýð- ræði 1995-2005 og aftur frá 2008 til 2013 þegar herinn tók völdin enn á ný. Búrma, Kambódía, Laos og Víetnam hafa á hinn bóginn ekki fengið að kynnast lýðræði nema í afskræmdri mynd. Bilin mjókka mishratt Menn tóku eftir miklum árangri Asíu-landanna um svipað leyti og kommúnisminn hrundi í Sovét- ríkjunum og fylgiríkjum þeirra í Mið- og Austur-Evrópu 1989-1991. Hvort tveggja fyllti menn bjartsýni um efnahags- og lýðræðishorfur þessara landa. Sumar vonir rættust, aðrar ekki. Eistar drógu á Finna. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Eistlandi nam þriðjungi af kaup- mætti þjóðartekna á mann í Finn- landi 2000 og tveim þriðju 2017. Eistar munu með sama áframhaldi standa jafnfætis Finnum innan tíðar eins og þeir gerðu árin milli heimsstyrjaldanna tveggja. Sumir áttu jafnvel von á að Taí- land myndi sigla fram úr mörgum Evrópulöndum fyrir 2020 eða jafnvel fyrr líkt og t. d. Suður-Kórea, en svo fór ekki. Tökum Ísland. Munurinn á kaupmætti þjóðar- tekna á mann á Íslandi og í Taílandi var fimmfaldur 1990, fjórfaldur 2000 og þrefaldur 2017. Munurinn á Íslandi og Taílandi nú er því hinn sami og munurinn á Finnlandi og Eistlandi um aldamótin 2000. Bilið hefur mjókkað. Með sama áfram- haldi mun það taka Taílendinga a. m. k. mannsaldur enn að loka gapinu. Mörg gömlu kommúnista- ríkjanna hafa með líku lagi valdið vonbrigðum. Sums staðar, einkum í suðurríkjum Sovétríkjanna sálugu, hafa kommúnistar haldið áfram að deila og drottna eins og ekkert hafi í skorizt. Annars staðar, einkum í Póllandi og Ungverja- landi, daðra stjórnvöld við fasisma langt umfram leyfilega ESB-staðla. Í Póllandi var lögum breytt á þann veg að einstök framboð þurfa 5% kjörfylgi til að ná fulltrúum á þing og samsteypuframboð þurfa 8%. Þannig duttu 16% atkvæða niður dauð í kosningunum 2015 svo að stjórnarflokknum sem kennir sig við lög og rétt tókst að halda meiri hluta í þinginu með 38% atkvæða að baki sér. Allt var þetta með ráðum gert. Hljómar þetta kannski kunnuglega? Í alþingis- kosningunum 2013 duttu 12% atkvæða niður dauð svo að gömlu helmingaskiptaflokkarnir náðu 60% þingsæta með 51% atkvæða að baki sér. Menn ganga mislangt Lýðræði á nú undir högg að sækja um allan heim. Bandaríkin eru ekki lengur óskorað lýðræðisríki, og það eru Ísland, Pólland og Ung- verjaland ekki heldur. Bandarískir repúblikanar ganga langt til að svipta blökkumenn atkvæðisrétti. Báðir flokkarnir vestra breyta kjördæmamörkum frá einum þingkosningum til annarra í eigin- hagsmunaskyni. Báðir ganga fyrir síauknum fjárstyrkjum auðmanna. Sumir ganga enn lengra. Hun Sen forsætisráðherra Kambódíu sl. 33 ár tryggði sér eitt kjörtímabil enn í kosningum á sunnudaginn var með því að loka sjálfstæðum fjölmiðlum og fangelsa leiðtoga stjórnarand- stöðunnar. Hæstiréttur bannaði stjórnarandstöðuflokkinn. Vonir og veðrabrigði Í lok ræðu sinnar á Sturluhátíð á sunnudaginn sagði Katrín Jakobs-dóttir forsætisráðherra: „Nú þegar við fögnum 100 ára fullveldisafmæli upplifum við enn og aftur umbreytingartíma, líkt og Sturlungaaldarfólk upplifði og þau sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands. Nýtum þau tímamót til að velta fyrir okkur gildum komandi hundrað ára; hvernig við getum tryggt að eftir hundrað ár verði hér land þar sem við öll fáum að njóta okkar, jafnaðar- og velferðarsam- félag, þar sem ósnortin náttúra hefur verið vernduð og við tökum saman ákvarðanir eftir lýðræðislegum leik- reglum. Þar skiptir ekki minnstu að muna hvaðan við komum og hver við erum. Mikilvægur þáttur í því er að standa vörð og efla okkar menn- ingararf því hann er okkar mikilvæga framlag inn í heimsmenninguna. “ Þetta er kjarni málsins. Og það er menningin sem er undirstaða þess og forsenda að við erum Íslendingar á Íslandi en ekki Bandaríkjamenn eða Danir með fullri virðingu fyrir öllu þessu fólki. Þess vegna er mikil- vægt að minnast þess á fullveldisár- inu hvert er innihald fullveldisins, það er menningin. Oft er engu líkara í umræðunni um fullveldið en að það sé bara form, en ekki innihald. Formið er mikilvægt en það gerir enga stoð nema innihaldið sé skýrt um leið og við segjum fullum fetum hvert við ætlum. Sturluhátíðin á sunnudaginn var fullveldishátíð; húsfyllir og brenn- andi áhugi. Þar voru ekki bara samankomnir fræðimenn og sér- legir sérfræðingar eða áhugafólk um Sturlungu. Þarna var sérstaklega góð þátttaka úr byggðarlaginu. Lokið er fornminjaskráningu á Staðarhóli þar sem Sturla bjó lengst. Fram undan er að kanna leiðir til að hefja fornleifarannsóknir í jörðu. Vegagerðin hefur þegar gert bíla- stæði við afleggjarann heim að Staðarhóli. Vissulega náði Staðar- hóll um alla sveitina og þess vegna verður auðvelt að finna stað fyrir minningarreit um Sturlu Þórðarson en það er á döfinni. Þá er á döfinni að setja upp fjögur sérstök sögu- skilti á söguhringnum vestra. Það er Mjólkursamsalan, stærsta fyrirtæki í Dalabyggð, sem hefur kostað átakið og studdi auk þess myndarlega við fornminjaskráninguna. Dalirnir eiga sögu umfram flest önnur byggðarlög. Það er ekki síst Sturlu Þórðarsyni að þakka. Þess vegna er upplagt að halda upp á afmæli hans um leið og minnt er á 100 ára fullveldi. Inntak fullveldisins er menningin Hvers vegna er afstaða stjórn-valda á Íslandi neikvæð til eldri borgara? Hvers vegna eru stjórnvöld hér ekki að leggja sig fram um að bæta kjör aldraðra og gera þeim lífið sem léttast? Þannig er það í grannlöndum okkar. Þar leggja stjórnvöld sig fram um að gera lífið sem bærilegast, lífskjörin sem léttust síðasta hluta æviskeiðs- ins. Formaður í samtökum eldri borg- ara, sem fór að heimsækja systursam- tök sín í Danmörku fyrir mörgum árum, undraðist hvað stjórnvöld þar voru jákvæð í garð aldraðra; átti því ekki að venjast hér. Gott dæmi um neikvæða afstöðu til aldraðra er hjá núverandi ríkisstjórn. Stjórnin hefur verið við völd í 8 mánuði en hún hefur ekki lyft litla putta til þess a bæta kjör eða aðstöðu aldraðra. Þó á að heita svo, að „rót- tækur sósíalistaflokkur“ veiti stjórn- inni forstöðu. Hvað veldur sinnuleysi stjórn- arinnar? Það er rannsóknarefni. Vinstri grænir skertu kjör aldraðra og öryrkja 2009 ásamt Samfylking- unni í kjölfar bankahrunsins en þá voru skuldir ríkisins orðnar yfir 200 milljarðar króna. Það hefði því átt að vera kær- komið tækifæri fyrir VG nú að bæta kjör aldraðra og öryrkja, þegar staða þjóðarbúsins er orðin betri. En VG telur greinilega ekki þörf á því; heldur hagar sér eins og enn sé kreppa í landinu gagnvart þeim sem verst standa í þjóðfélaginu! Ég hef minnst á það áður, að ég tel, að það hve lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið lágum hér sé brot á stjórnarskránni. Samkvæmt 76. gr stjórnarskrár- innar á ríkið að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þarf. Það þarf frekari aðstoð til þeirra kvæntra aldraðra, sem eingöngu hafa 204 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það lifir enginn af þeirri hungurlús. Aðeins húsaleiga er hátt í 200 þús- und kr. á mánuði og þó húsnæðis- kostnaður sé heldur lægri hjá þeim, sem eiga sitt húsnæði munar það ekki mjög miklu. Þá er einnig eftir að greiða allan annan kostnað, matvæli, fatnað, samgöngukostnað, rafmagn, hita, síma, sjónvarp, tölvu, læknishjálp, afþreyingu, gjafir til barna og barna- barna, o.s.frv. o.s.frv. Það er engin leið að lifa af þessum lága lífeyri, sem ríkið skammtar öldr- uðum og öryrkjum. Það er í rauninni verið að svelta aldraða og öryrkja með því að halda þeim svona niðri og neita að leiðrétta lífeyrinn. Réttlætinu verður ekki frestað sagði Katrín Jakobsdóttir, þegar hún var í stjórnarandstöðu 2017 og var að gagnrýna Bjarna Benediktsson. Þá vildi hún ekki fresta leiðréttingu á lífeyri; vildi ekki fresta réttlætinu. Nú er hún að fresta því!! Þó einhleypir aldraðir hafi nokkr- um krónum hærri lífeyri munar það engum ósköpum. Einhleypir aldraðrir, sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, hafa 239 þús. á mánuði eftir skatt. Síðan er það furðulegt, að stjórn- völd skuli komast upp með það að mismuna öldruðum og öryrkjum eftir því hvort þeir eru einhleypir eða í hjónabandi (eða sambúð). Það er svona svipað og sagt væri við verkamenn, að þeir fengju lægra kaup fyrir vinnu sína, ef þeir væru giftir! Það stenst ekki, hvorki hjá verkafólki né hjá öldruðum eða öryrkjum. Það er engin spurning, að stjórn- völd eru að brjóta stjórnarskrána á öldruðum og öryrkjum. Það er furðulegt, að stjórn undir forustu „róttæks sósíalistaflokks“ skuli gera það. Það verður að stöðva brot á stjórnarskránni strax. Ég hef undanfarið birt saman- burð á kjörum aldraðra hér, á hinum Norðurlöndunum og innan OECD . Þessi samanburður leiðir í ljós að Ísland rekur lestina, að því er greiðsl- ur ríkisins til eftirlauna varðar. Það hefur lengi verið vitað að Norðurlöndin standa okkur framar í þessu efni en það kemur á ávart, að ríkin innan OECD skuli einn- ig standa okkur framar í þessu efni, miðað við eftirlaun sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Hvað þýðir þetta? Það þýðir það, að íslenskir stjórnmálamenn hafa svikið aldraðra að því er varðar greiðslu eftirlauna til þeirra. Íslenska ríkið hefur greitt þeim lægri eftirlaun en önnur OECD ríki til jafnaðar eða 2% af vergri landsframleiðslu miðað við 8% í ríkjum OECD. Samt hefur hagvöxtur verið meiri hér síðustu árin en í flestum löndum Evrópu. Hvað verður um hagvöxtinn? Aldraðir njóta hans ekki. Hvers vegna er stjórnarskráin brotin? Björgvin Guðmundsson viðskipta­ fræðingur Svavar Gestsson ritstjóri Það er menningin sem er undirstaða þess og forsenda að við erum Íslendingar á Íslandi en ekki Bandaríkja- menn eða Danir með fullri virðingu fyrir öllu þessu fólki. Lífeyrir aldraðra frá TR er við fátæktarmörk, dugar hvergi nærri. Sums staðar, einkum í suður- ríkjum Sovétríkjanna sálugu, hafa kommúnistar haldið áfram að deila og drottna eins og ekkert hafi í skorizt. Annars staðar, einkum í Póllandi og Ungverjalandi, daðra stjórnvöld við fasisma. 2 . Á G Ú S T 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 4 -2 8 4 4 2 0 8 4 -2 7 0 8 2 0 8 4 -2 5 C C 2 0 8 4 -2 4 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.