Fréttablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 38
Hvað Hvenær Hvar Fimmtudagur hvar@frettabladid.is 2. ÁGÚST 2018 Viðburðir Hvað? Kvöldganga um pönkslóðir miðborgarinnar Hvenær? 20.00 Hvar? Tryggvagata 15-17 Íslenskt pönk er umfjöllunarefni kvöldgöngu sem Unnur María Bergsveinsdóttir sagnfræð- ingur mun leiða um miðborgina fimmtudagskvöldið 2. ágúst. Það tók pönkið tíma að ná að festa rætur á Íslandi en þegar það loks gerðist fór allt af stað! Pönkið hafði varanleg áhrif á bæði íslenska tónlist og íslenskt samfélag. Rölt verður um miðborgina, fornar pönkslóðir heimsóttar og rakin sagan af því hvernig pönkið barst til Íslands, hvers konar Reykjavík það skaut rótum í og hver áhrif þess voru. Lagt verður af stað úr Grófinni milli Tryggvagötu 15 og 17 kl. 20.00. Gangan tekur um það bil eina og hálfa klukkustund og hentar öllum. Leiðsögnin fer fram á íslensku. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Viðburðurinn er á vegum Borgarsögusafns. Hvað? Einskismannsland: Leiðsögn listamanna Hvenær? 20.00 Hvar? Listasafn Reykjavíkur Leiðsögn með Einari Fal og Heklu Dögg Jónsdóttur sem eiga verk á sýningunni Einskismannsland: Ríkir þar fegurðin ein? Á sýning- unni er sjónum beint að verkum listamanna sem endurspegla tengsl Íslendinga við víðerni landsins og breytilegt verðmæta- mat gagnvart náttúrunni. Sýningin rekur sögu hugmynda Íslendinga um víðerni landsins með augum myndlistarmanna. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur. Hvað? Menningarganga um högg- myndagarðinn á Víðistaðatúni Hvenær? 20.00 Hvar? Víðistaðatún Gengið verður um höggmynda- garðinn á Víðistaðatúni undir leiðsögn Ágústu Kristófersdóttur, forstöðumanns Hafnarborgar. Lagt verður upp frá Víðistaðakirkju kl. 20 og gert er ráð fyrir að gangan taki um klukkustund. Hvað? Jóga fyrir hlaupara Hvenær? 20.15 Hvar? Jógasetrið Ertu alltaf á leiðinni í jóga? Ertu að undirbúa maraþon? Eða bara að hlaupa þér til ánægju? Hlúðu að líkamanum með góðum jóga- teygjum hjá hlaupaþjálfara og jógakennara! Með því að bæta jógaiðkun við hlaupin eykur þú enn frekar á ánægjuna af því að hlaupa og minnkar meiðslahætt- una til muna. Margir spyrja hvort ekki sé nóg að taka bara venjulegar teygjur. Vissulega er það nóg fyrir suma, en með því að mæta í sér- uppbyggða jógatíma fyrir hlaupara ert þú til dæmis að taka öndunina inn í myndina og gera teygjurnar mun áhrifaríkari en ella. Í tím- unum er einnig lögð áhersla á að styrkja mikilvæga vöðvahópa og unnið með að auka almenna lík- amsmeðvitund sem er mikilvægt fyrir hlaupara sem og alla þá sem stunda einhverjar íþróttir. Jóga róar um leið hugann og styrkir einbeitingu og dýpkar innsæið. Námskeiðið er einnig tilvalið fyrir annað íþróttafólk. Kennari: Birgir Jóakimsson Hvað? Rómönsur – einkasýning Ragn- hildar Jóhanns Hvenær? 17.00 Hvar? Hafnarstræti 16 Opnun sýningar Ragnhildar Jóhanns, Rómönsur. Á sýningunni má sjá fjögur ný málverk af íslenskum femínistum lesandi ástarsögur, Fríðu Rós Valdimars- dóttur, Hildi Lilliendahl Viggós- dóttur, Maríu Lilju Þrastardóttur og Sóleyju Tómasdóttur. Tónleikar Hvað? KÍTÓN tónleikar – Ösp Eldjárn Hvenær? 20.00 Hvar? Hannesarholt Ösp Eldjárn, Valeria Pozzo og Örn Eldjárn halda tónleika í Hannesar- holti. Systkinin Ösp og Örn eru frá Tjörn í Svarfaðardal þar sem tónlist hefur ávallt verið ríkjandi partur af hversdeginum og var því ekki að undra að þau skyldu feta þann veg í lífinu. Ösp hélt til Lundúna í tónlistarnám árið 2011 og kynntist þar hinni ítölsku Valeriu Pozzo og hafa þær síðan starfað mikið saman í tónlist, en Valeria lék til að mynda á fiðlu og víólu á plötu Aspar, Tales from a Poplar Tree, sem var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 í flokki þjóðlagatónlistar. Þau þrjú munu flytja eigið efni, gamalt og nýtt í bland við eftir- lætis ábreiður. Hvað? Tónleikar Góss Hvenær? 21.30 Hvar? Bryggjan Brugghús Hljómsveitin GÓSS (Sigurður Guð- mundsson, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar) verður með tónleika á Bryggjunni Brugghúsi fimmtudagskvöldið 2. ágúst. Tón- leikarnir verða lokahnykkurinn á tónleikaferð tríósins um landið sem staðið hefur yfir síðustu vikur. Eingöngu 150 sæti verða í boði og hægt er að tryggja sér miða á tix.is/goss Í fyrra komust færri að en vildu og því mælum við með að næla sér í miða áður en þeir seljast upp. Boðið verður upp á létt og skemmtilegt prógramm sem mun innihalda lög sem Sig- ríður, Guðmundur og Sigurður hafa sungið saman og hvert í sínu lagi í gegnum tíðina, bæði tökulög og frumsamin. Tónleikarnir verða sitjandi og hægt verður að tryggja sér sæti frá kl. 21.00 þegar opnað verður inn í bruggsalinn, þar sem tónleikarnir fara fram. GÓSS stígur síðan á svið upp úr kl. 21.30. Hvað? ARTnight vol.3 – Kira Kira Hvenær? 20.00 Hvar? Andagift Súkkulaðisetur Kira Kira kemur í Andagift með ljósríkt spjall um Straumaskólann sinn, sem hún stofnaði um náms- efni sem hún hefur verið að þróa tengt sköpunarkraftinum um árabil og smiðjum sem hún hefur leitt á tónlistarhátíðum og í listaháskólum erlendis sem og hér heima. Við búum öll yfir lífs- neista sem þarf að umgangast af næmi sem allir geta virkjað og nært með skapandi hætti. Leik- gleði, spuni, samstarf, ljóðrænar hversdagsseremóníur og heilbrigð umgengni við sköpunarkraftinn er meðal þess sem Kira talar um. Kira Kira semur tónlist fyrir kvik- myndir og sjónvarpsþætti í dag, en ferðaðist áður vítt og breytt um heiminn og spilaði á tón- leikum, gerði bíómyndir og samdi músík fyrir leikhús og dans. Hún stofnaði Tilraunaeldhúsið með Jóhanni Jóhannssyni og Hilmari Jenssyni árið 1999 og ólst upp í tónlistarfjölskyldu sem þau bjuggu til í kringum sig og einkenndist af tilraunagleði og hugrökku sam- starfi milli ólíkra krafta sem síðan ferðuðust milli tónlistarhátíða víða um heim. Verð kr. 4.000 kr. (súkkulaði innifalið) Hvað? Brotajárn og Caterpillarmen Hvenær? 21.00 Hvar? Gaukurinn Brotajárn og Caterpillarmen leiða saman hesta sína fimmtudags- kvöldið 2. ágúst. Frítt inn! Hvað? Harmónikutónleikar Hvenær? 20.00 Hvar? Reykholt Norsk harmónikuhljómsveit heldur tónleika í Reykholtskirkju. Hljómsveitin sem er skipuð tíu harmónikuleikurum auk bassa og gítars hefur á undanförnum árum komið fram á hinum ýmsu harmónikumótum á Norður- löndunum og unnið til margra verðlauna fyrir sérlega vandaðan flutning. Hljómsveitin er hér á vegum Félags harmónikuunnenda í Reykjavík og mun koma fram á árlegu harmónikumóti félag- ins um verslunarmannahelgina að Borg í Grímsnesi. Áður en að því kemur mun hljómsveitin fara í skoðunarferðir um landið og halda í leiðinni tónleika í kirkj- unni í Reykholti, en staðurinn er mörgum Norðmönnum hugleik- inn, enda saga Noregskonunga rituð á staðnum. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Oddbjørn Kvalholm Nikolaisen og eru m.a. á tónleikaskránni lög eftir Karl Grønstedt, Asmund Bjørken og Leif Göras. Tónleikarnir í Reyk- holti hefjast kl. 20.00 fimmtudag- inn 2. ágúst. Enginn aðgangseyrir. Hvað? KK band Hvenær? 20.00 Hvar? Félagsheimilið Flúðum KK bandið hefur verið að spila saman síðan 1992 með sama mannskap, Kristján Kristjánsson, KK, söngur, gítar og munnharpa, Þorleifur Guðjónsson, bassaleikari og æskufélagi KK, þeir hafa spilað saman í yfir 50 ár, og Kormákur Geirharðsson trommuleikari. Húsið og miðasala opnuð klukkan 20.00 tónleikarnir hefjast 21.00 Miðaverð: 3.000 kr. Kira Kira kemur í Andagift Súkkulaðisetur í kvöld klukkan 20.00 með ljósríkt spjall. Kira Kira semur tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti í dag, en ferðaðist áður vítt um heiminn og spilaði á tónleikum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR KK band spilar í Félagsheimilinu Flúðum í kvöld klukkan 20.00. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 2 . Á G Ú S T 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 8 4 -0 A A 4 2 0 8 4 -0 9 6 8 2 0 8 4 -0 8 2 C 2 0 8 4 -0 6 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.