Fréttablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 30
Elskulegur faðir okkar, Erlingur Hallsson sem lést föstudaginn 27. júlí, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 8. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Fyrir hönd aðstandenda, Einar, Guðrún, Tryggvi og Erlingur Erlingsbörn Ástkær sonur minn, stjúpsonur, bróðir, mágur og barnabarn, Birgir Imsland Bræðratungu 1, Kópavogi, lést 27. júlí síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í dag, fimmtudaginn 2. ágúst klukkan 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Fyrir hönd annarra ástvina, Ómar Imsland Hildur Björg Hrólfsdóttir Ragnar Imsland Arnar Imsland Alexandra Dís Unudóttir Bragi Þ. Sigurðsson Sigurlaug Sveinsdóttir Ragnar Imsland Júlía Imsland Okkar ástkæri bróðir, Sigurjón Jónsson til heimilis að Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands þann 12. júlí síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Starfsfólki Höfða eru færðar hjartans þakkir fyrir góða umönnun. Eysteinn Jónsson Unnur Jónsdóttir Björn Jónsson Steinn Jónsson Elsa Jónsdóttir Guðmundur Jónsson Ólafur Jónsson og fjölskyldur. Elskuleg systir mín og föðursystir okkar, Áslaug Axelsdóttir Þorragötu 9, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 30. júlí sl. Útförin verður auglýst síðar. Ólafía Axelsdóttir Bryndís Ólafsdóttir Sigrún Ólafsdóttir Axel Ólafsson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, María Steinunn Helga Jóhannesdóttir frá Dynjanda, lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði, þriðjudaginn 31. júlí sl. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 10. ágúst kl. 13.00. Sigurvin Guðbjartsson Þórey Kristín Guðbjartsdóttir Reynir Snæfeld Stefánsson Guðbjartur Guðbjartsson Sigurður Bjarki Guðbjartsson tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Áskær sambýlismaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, Andrés Pétur Eyjólfsson Læk, Holtum, búsettur að Lóurima 7, Selfossi, andaðist sunnudaginn 26. júlí á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hann verður jarðsettur frá Hagakirkju í Holtum laugardaginn 4. ágúst kl. 14.00. Rannveig Harðardóttir Sigurborg S. Andrésdóttir Kristján Nielsen Guðrún Andrésdóttir Sigurður J. Hallbjörnsson Lilja Björk Andrésdóttir Kristján Ingi Magnússon Sóley H. Guðbjörnsdóttir Björgvin Pálmi Daníelsson Jósep Friðrik Guðbjörnsson Ósvald H. Indriðason Hilma Dögg Hávarðardóttir Sigursteinn Jónsson Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir Óskar Konráðsson barnabörn og barnabarnabörn. 1897 Fáninn Hvítbláinn er fyrst dreginn að húni á hátíð í bænum. Það gerir Kvenfélagið í Reykjavík, að forgöngu Þor- bjargar Sveinsdóttur, föðursystur Einars Benediktssonar. 1924 Sænskur flugmaður, Erik H. Nelson, flýgur frá Kirkwall á Orkneyjum til Hornafjarðar. Það er fyrsta flug yfir Atlants- hafið til Íslands. 1927 Gamla bíó í Ingólfsstræti er opnað með frumsýningu myndarinnar Ben Hur með Ramon Novarro í titilhlutverki. 1974 Brjóstmynd af Reykjavíkurskáldinu Tómasi Guð- mundssyni er afhjúpuð í Austurstræti. 1988 Flugslys verður í Reykjavík og farast þrír menn er kanadísk flugvél skellur í jörðina á milli Hringbrautar og flugbrautarendans. 1990 Írakar ráðast inn í Kúveit. Merkisatburðir Ég er viss um að ef mamma hefði farið sömu braut og ég og í alla þessa listaskóla hefði hún náð miklu lengra en ég. Hún er svo flink. Ég er að opna einkasýningu en  hún er til heiðurs mömmu og hún hefur unnið hana með mér. Mamma er minn fyrsti áhrifavaldur og hefur kennt mér svo margt sem ég hef notað í listinni,“ segir Jóní Jónsdóttir myndlistarmaður. Sýningin nefnist Frá móður til dóttur – frá dóttur til móður og verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar að Þverholti 2 á morgun, 3. ágúst. Þar getur að líta teikn- ingar og málverk, líka vefnað og önnur textílverk.  „Um það leyti sem ég fæddist  tók mamma námskeið í teikningu og málun og svo hafa alltaf fylgt henni og formæðrum hennar miklar hann- yrðir,“ segir Jóní og heldur áfram. „Við erum með tilvísun í ömmu hennar, sem hét Sigurlína eins og hún, hún lét mömmu og systur hennar snúa saman band þannig að það líktist köðlum og vinna  fleira í höndunum, meðan hún prjónaði á prjónavél. Við mamma bjugg- um til snúrur og ófum úr þeim. Einnig erum við með mæðgnaspuna, enda vann mamma á spunavélum í gamla daga, bæði í Gefjun og á Álafossi. Við notum meira að segja garn sem henni áskotnað- ist þar og er á stórum keilum.“ Jóní var einn af stofnendum Gjörn- ingaklúbbsins og hefur síðustu 22 ár unnið við flesta miðla á sviði myndlistar. „Ég er viss um að ef mamma hefði farið sömu braut og ég og í alla þessa lista- skóla hefði hún náð miklu lengra en ég. Hún er svo flink. Svo er hún músík- ölsk, er með 7. stig á píanó, syngur frá- bærlega, spilar á gítar, kann alla texta og semur ljóð.“ Verkin á sýningunni eru öll ný. Jóní segir þau flest hafa orðið til á heimili móður hennar og nefnir eitt þeirra. „Ég bað mömmu að teikna mynd eftir mínu minni. Það var fyrsta myndin sem ég sá hana teikna en er nú löngu týnd og mamma var búin að gleyma henni.  Myndin  var af konu með snák um hálsinn sem er að kyrkja hana. Hún var dálítið ógnandi. Þá átti mamma erfitt í lífinu en henni líður svo vel í dag að á myndinni núna er konan voða sæt og undrandi.“  Sjálf kveðst Jóní bæta pönkgöddum inn í textílverk og einnig pendúl. „Við mamma höfum skemmt okkur yfir þessu verkefni og líka grátið,“ segir hún. „Sum af okkar umræðuefnum  koma í ljós á sýningunni, til dæmis í innsetningu sem er alger flækja og heitir Fjölskyldan.“  gun@frettabladid.is Erum með mæðgnaspuna Mæðgurnar Jóní Jónsdóttir og Sigurlína Jóhannsdóttir heiðra sameiginlegar minningar og formæður á sýningu sem opnuð verður á morgun í Listasal Mosfellsbæjar. Mæðgurnar Jóní Jónsdóttir og Sigurlína Jóhannsdóttir innan um listaverkin í Mosfellsbænum. Fréttablaðið/ÞórSteinn Ég er viss um að ef mamma hefði farið sömu braut og ég og í alla þessa listaskóla hefði hún náð miklu lengra en ég. Hún er svo flink. 2 . á g ú s t 2 0 1 8 F I M M t U D A g U R22 t í M A M ó t ∙ F R É t t A B L A ð I ð tímamót 0 2 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 8 4 -3 C 0 4 2 0 8 4 -3 A C 8 2 0 8 4 -3 9 8 C 2 0 8 4 -3 8 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.