Fréttablaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 37
Mikið mun mæða á Mourinho næstu daga Manchester United tapaði fyrir Brighton og búast má við að skap José Mourinho, knattspyrnustjóra liðsins, sem hefur haft allt á hornum sér undanfarna daga muni ekki batna við það. Maurizio Sarri hafði betur gegn Unai Emery í uppgjöri knattspyrnustjóranna sem báðir eru nýliðar í deildinni. Manchester City hefur titilvörnina með látum. José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, kemur hér skilaboðum til Paul Pogba og annarra leikmanna sinna og stappar í þá stálinu í leik liðsins gegn Brighton í gær. NordicPhotos/Getty Rafræn skráning fyrir haustönn 2018 er hafin á vef skólans listdans.is Sérstakur prufutími fyrir 2009 árganginn þriðju- dag 21. ágúst kl. 17:00 Eldri nemendur verða boðaðir í prufutíma með öðrum hópum skólans. Gæði - Fagmennska - Áratuga reynsla Nám við skólann hentar jafnt þeim er stefna á atvinnumennsku sem og þeim sem vilja tómstundamiðað nám í miklum gæðum. Stofnað 1952 - L is tdansskól i Ís lands, Engjateig 1, S: 588 9188 - l is tdans@lis tdans. is SKRÁNING HAFIN Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur og Öryrkjabandalag Íslands auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Styrkir eru veittir til: • Öryrkja vegna hagnýts náms, bóklegs eða verklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum. • Einstaklinga sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun. Sótt er um rafrænt á heimasíðu ÖBÍ, obi.is. Einnig er hægt að nálgast eyðublöð á skrifstofu Öryrkjabandalags Íslands, Sigtúni 42, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 16. september nk. Upplýsingar um styrkúthlutun liggja fyrir eigi síðar en 2. október. Allar nánari upplýsingar gefa Kristín Margrét Bjarnadóttir, kristin@obi.is, eða starfsmenn móttöku hjá ÖBÍ, mottaka@obi.is, og í síma 530 6700. E N N E M M / S ÍA / N M 8 9 3 5 5 Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur Styrkumsóknir haust 2018 vegar án stiga eftir tvo leiki. Gylfi blómstrar í nýju hlutverki Gylfi Þór Sigurðsson átti afbragðs leik fyrir Everton sem vann nokkuð sannfærandi sigur gegn Southamp- ton. Gylfi Þór nýtur sín afar vel í því hlutverki sem Marco Silva virðist ætla að fela honum í vetur, það er að leika fyrir aftan Cenk Tosun, framherja liðsins, og skapa færi fyrir Richarlison, Theo Walcott og aðra þá eldibranda sem koma inn á kant- inn hjá liðinu. Gylfi Þór skapaði að vanda mik- inn usla með föstum leikatriðum sínum og svo virðist sem Silva hafi lagt ríka áherslu á þann þátt leiksins á undirbúningstímabilinu í sumar. Það var eftir eitt slíkt sem Everton komst á bragðið í leiknum, en þar léku Leigton Baines, Morgan Schnei- derlin og Theo Walcott laglega fléttu sem Walcott rak smiðshöggið á. Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp mark Burnley sem tapaði fyrir Watfrod með þremur mörkum gegn einu. Það verður líklega þungt yfir æfingu Manchester United í dag, en liðið tapaði fyrir Brighton með þremur mörkum gegn tveimur. José Mourinho mun líklega benda forráðamönnum liðsins á að hann hafi haft á réttu að standa þegar hann ræddi um mikilvægi þess að styrkja hjarta varnarinnar framan af degi og svo leita leiða til þess að lappa upp á samband hans við Paul Pogba síðdegis, en svo virðist sem afar stirt sé á milli þeirra félaganna. „Fjölmiðlar og álitsgjafar eru vanalega mjög iðnir við kolann í gagnrýni sinni á mig þegar ég gagn- rýni frammistöðu einstakra leik- manna minna svo ég vil biðja þig vinsamlegast um að leiða mig ekki í þá átt. Ég ætla ekki að tala á neikvæðan hátt um leikmenn mína hér, en segi bara að við gerðum of mörg mistök og okkur var refsað fyrir þau. Stund- um sleppur þú með skrekkinn eftir að hafa gert mistök, en það var ekki uppi á teningnum í þessum leik. Við fengum á okkur mark í öll þau skipti sem leikmönnum varð á í messunni. Við misstum svo niður sjálfsöryggið með hverjum mistök- unum sem við gerðum og það sást á spilamennsku leikmanna þegar leið á leikinn,“ sagði Mourinho í samtali við enska fjölmiðla eftir leikinn. Öllu léttara verður yfir í bláa enda Manchester-borgar, en Man- chester City rótburstaði Hudders- field Town, en þar lék Sergio Agü- ero og skoraði þrjú marka liðsins í 6-1-sigri. Ríkjandi meistarar ætla greinilega ekkert að slá af í titilvörn sinni. Þeir eru strax komnir á topp deildarinnar, en liðið hefur bestu markatöluna af þeim liðum sem hafa fullt hús stiga. Umferðinni lýkur í kvöld með leik Liverpool og Crystal Palace á Selhurst Park, en bæði lið báru sigurorð af mótherjum sínum í leikj- unum í fyrstu umferðinni. Liverpool vann sannfærandi sigur á West Ham United á meðan Crystal Palace lagði liðsfélaga Arons Einars Gunnars- sonar hjá Cardiff City að velli. hjorvaro@frettabladid.is S p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ð 17M Á N U D A G U r 2 0 . Á G ú S t 2 0 1 8 2 0 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 A -B A 6 0 2 0 9 A -B 9 2 4 2 0 9 A -B 7 E 8 2 0 9 A -B 6 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.