Fréttablaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 14
Handbolti Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri tapaði fyrir Svíþjóð, 32-27, í úrslitaleik á Evrópumótinu sem fram fór í Króatíu. Eftir sveiflu- kenndan fyrri hálfleik, þar sem Svíar hófu leikinn betur og íslenska liðinu óx svo ásmegin eftir því sem á leið, var staðan jöfn í hálfleik. Seinni hálfleikur var jafn framan af, en leik- menn Svía höfðu þó frumkvæðið og fóru að lokum með fimm marka sigur af hólmi. Heimir Ríkharðsson, þjálfari liðs- ins, var svekktur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn. Hann vildi þó heldur einblína á þá fjöl- mörgu jákvæðu punkta sem hægt væri að taka úr mótinu öllu en tapið í úrslitaleiknum. Sem keppnismað- ur væri hann að sjálfsögðu súr með tapið, en þegar heildarmyndin væri skoðuð ættu menn að fara ánægðir heim. „Við byrjuðum þennan leik illa, en sýndum svo karakter að koma okkur inn í leikinn. Við gerðum hins vegar of mörk tæknimistök í upphafi seinni hálfleiks og það var enginn sem náði að taka af skarið og leiða aðra endurkomu. Því fór sem fór, en ég er ofboðslega sáttur við spilamennsku leikmanna í þessum leik og frammistöðuna á mótinu í heild sinni,“ sagði Heimir um úrslitaleikinn. „Þegar litið er yfir leiki okkar á mótinu þá eru margir leikmenn sem eru að bæta sig heilmikið og liðs- heildin var algerlega frábær. Varnar- mennirnir okkar þrír í miðri vörn- inni voru geggjaðir, Stiven Valencia stóð sig vel bæði í hlutverkinu sem við fólum honum í varnarleiknum og í sóknarleiknum. Viktor Gísli Hallgrímsson varði á löngum köflum frábærlega og Haukur Þrastarson vakti verðskuldaða eftirtekt fyrir frammistöðu sína. Varnarleikurinn ÍBV - Keflavík 1-0 1-0 Sigurður Arnar Magnússon (4.). KA - KR 0-1 0-1 Kennie Knak Chopart (67.) Grindavík - Stjarnan 2-2 1-0 Aron Jóhannsson (40.), 1-1 Kristian Jajalo (sjálfsmark) (57.), 2-1 Guðjón Bald- vinsson (86.), 2-2 William Daniels (90.). Fylkir - FH 1-1 0-1 Cédric D’Ulivo (32.), 1-1 Valdimar Þór Ingimundarson (47.). Efri Breiðablik 34 Stjarnan 32 Valur 32 KR 27 FH 24 Grindavík 24 Neðri KA 22 ÍBV 22 Víkingur 18 Fylkir 16 Fjölnir 15 Keflavík 4 Nýjast Pepsi-deild karla Selfoss - Haukar 5-0 ÍR - ÍA 0-2 HK - Þór 4-1 Magni - Leiknir R. 0-1 Fram - Njarðvík 0-0 Inkasso-deild karla Aftureld./Fram - Fjölnir 2-1 Hamrarnir - ÍR 2-3 Inkasso-deild kvenna Leikmenn og þjálfarar liðsins eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína „Það hefur verið algjörlega frábært að fylgjast með þeim og þó svo að það sé alltaf svekkjandi að tapa úrslitaleik þá er árangur þeirra stór- kostlegur. Þeir hafa spilað heilt yfir mjög góðan varnarleik á mótinu og einkar vel útfærðan sóknarleik. Heimir Þór Ríkharðsson og hans teymi hafa innleitt aga og skyn- semi í sóknarleikinn og það var mjög gaman að sjá hvað hann var taktískt góður og vel upp lagður. Þeir eru að gera svipaða hluti og við erum að gera hjá A-landsliðinu og þjálfararnir eiga hrós skilið fyrir hversu vel „drillaðir“ leikmenn eru í sínum hlutverkum bæði í vörn og sókn. Markvarslan var líka heilt yfir mjög góð á mótinu og gaman að sjá hvað Viktor Gísli Hallgrímsson er orðinn öflugur. Haukur Þrastar- son fór svo fyrir liðinu í sóknar- leiknum og hann er orðinn mjög þroskaður og góður leikmaður,“ segir Guðmundur Þórður Guð- mundsson, þjálfari A-lands- liðsins, um frammistöðu liðsins á mótinu. „Það er kærkomið fyrir mig að sjá hversu langt þessir leikmenn eru komnir og hversu vel þeir standa í sínum aldursflokki. Það má hins vegar ekki gleyma því að það er langur vegur frá því að gera góða hluti með U-18 ára liðinu og að geta gert sig gildandi með A-liðinu. Þar þurfa menn að fá 30-40 leiki til þess að slípa sinn leik og hlaupa af sér hornin ef svo má segja. Þetta gefur hins vegar klár- lega góð fyrirheit fyrir framtíðina og sýnir að framtíðin er björt í íslenskum handbolta. Nú verða leikmenn eins og Vikt- or og Haukur sem hafa verið að spila stórt hlutverk með meistara- flokksliðum hér heima bara að vera þolinmóðir. Að mínu mati ættu þeir að halda sig heima þar sem þeir eru í góðu umhverfi og Haukur að spila stórt hlutverki í liði sem fór alla leið í úrslit síðasta vor. Mér finnst ekki liggja á að þeir fari utan að spila,“ segir Guðmundur um framhaldið hjá leikmönnum íslenska liðsins. Þegar litið er yfir leiki okkar á mót- inu þá eru margir leikmenn sem eru að bæta sig heil- mikið og liðsheildin var algerlega frábær. Heimir Ríkharðsson Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki og þeir hafi sýnt það í verki á mótinu. Handbolti Selfyssingurinn Haukur Þrastarson var valinn besti leik- maður Evrópumóts karla 18 ára yngri í handbolta sem lauk í Króa- tíu  gær. Ísland komst í úrslit, en laut þar í lægra haldi fyrir Svíþjóð, 32-27. Haukur skoraði fjögur mörk í úrslitaleiknum, en Eiríkur Guðni Þórarinsson var markahæstur hjá íslenska liðinu í leiknum með sjö mörk. Akureyringurinn Dagur Gauta- son var valinn í úrvalslið mótsins, en KA-maðurinn knái lék afar vel á mótinu í Króatíu. Það verður gaman að fylgjast með honum í Olís-deild- inni á næsta tímabili, en KA-menn verða nýliðar í deildinni á komandi keppnistímabili. Haukur skoraði alls 47 mörk á  mótinu og var markahæstur hjá íslenska liðinu og þriðji marka- hæsti maður mótsins. Svíinn Ludvig Hallbäck varð markakóngur með 56 mörk. – iþs Haukur valinn maður mótsins Haukur Þrastarson lék á als oddi á Evrópumótinu í Króatíu. MyNd/EHF Stiven Tobar Valencia brýst hér framhjá varnarmanni sænska liðsins í úrslitaleik liðanna á Evrópumótinu í handbolta sem leikinn var í gær. MyNd/EHF var frábær á mótinu og sóknarleik- urinn gekk smurt og ég er ánægður með það,“ sagði Heimir. „Mér finnst margt líkt með þessu liði og því sem varð Evrópumeistari í þessum aldursflokki undir minni stjórn árið 2003. Þar voru leikmenn á borð við Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Pál Gúst- avsson sem síðan voru burðarásar í A-landsliðinu í fjölmörg ár. Nú verða þessir leikmenn sem við eigum núna að vera þolinmóðir og leggja hart að sér. Það eru margir leikmenn hér sem hafa alla burði til þess að ná langt, þeir eru hins vegar ungir og eiga fjölmargt eftir ólært. Þeir eiga að mínu mati að halda kyrru fyrir heima næstu misserin og öðlast meiri reynslu með því að leika í Olís- deildinni,“ sagði Heimir um fram- haldið hjá lærisveinum sínum.    2 0 . á g ú s t 2 0 1 8 M á n U d a g U R14 s p o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð sport 2 0 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 A -C 9 3 0 2 0 9 A -C 7 F 4 2 0 9 A -C 6 B 8 2 0 9 A -C 5 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.