Fréttablaðið - 03.09.2018, Page 1

Fréttablaðið - 03.09.2018, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 0 7 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 3 . s e p t e M b e r 2 0 1 8 Það sem þjálfunin færir þér: • Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og aukin vellíðan • Trú á eigin getu, skýrari markmið og meiri árangur • Kynnist nýju fólki, bætir samskiptahæfni og styrkir sambönd • Jákvæðara viðhorf og minni kvíði Vertu þinn eiginn besti vinur Námskeið hefjast 20-25 ára 18. sept. 16-19 ára 19. sept. og 15. okt. 13-15 ára 20. sept. og 16. okt 10-12 ára 25. sept. og 20. okt. Ókeypis kynningartími 5. september - Skráning á dale.is/ungtfolk Nánari upplýsingar og skráning á dale.is eða í síma 555 7080 Copyright © 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved. Gen next_72318_iceland_sept Verslun Fimm innflutningsfyrir- tæki hafa stefnt íslenska ríkinu til endurgreiðslu á ofteknum sköttum sem þau hafa greitt í formi tolla á landbúnaðarvörur. Nema kröfurn- ar um þremur milljörðum króna en við bætist um milljarður vegna vaxta og dráttarvaxta. Páll Rúnar M. Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Félags atvinnurekenda (FA), rekur málið. Hann segir að stöðugt bætist við kröfuna þar sem íslenska ríkið haldi áfram að innheimta þessi ólögmætu gjöld. Á undanförnum árum hefur Páll Rúnar þrívegis höfðað mál fyrir hönd félagsmanna í FA vegna útboðsgjalda sem ríkið lagði á þá vegna úthlutun- ar á tollfrjálsum innflutningskvótum búvara. Hefur ríkið þurft að endur- greiða tæpa þrjá milljarða króna vegna þeirra málaferla. Páll Rúnar telur ólögmæti þeirrar gjaldtöku sem málsóknin nú beinist gegn jafn augljóst og í fyrri málunum. Stjórnvöld innheimti umtalsverða tolla af innflutningi á landbúnaðar- vörum. Tollarnir hafi þá sérstöðu í skattheimtu ríkisins að ráðherra sé heimilt að lækka þá eða fella niður. Að sögn Páls Rúnars byggir mál- sóknin meðal annars á því að umræddir tollar teljist skattar eins og hugtakið birtist í stjórnarskrár. „Samkvæmt stjórnarskrá getur það ekki verið val ráðherra hvort skattar eru lagðir á eða ekki.“ Páll Rúnar segist að komi til þess að festar yrðu í lög valkvæðar heimildir til skatttöku yrðu laga- legar afleiðingar þær að gjaldtakan í heild sinni yrði ólögmæt. Hann vonast til þess að niðurstaða fáist í málið í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir áramót. – sar / sjá síðu 4 Vilja milljarða endurgreiðslur frá ríkinu vegna tolla á búvörur Lögmaður Félags atvinnurekenda hefur höfðað mál á hendur ríkinu fyrir hönd fimm innflutningsfyrir- tækja vegna tolla af landbúnaðarvörum. Hann segir það ekki samræmast ákvæðum stjórnarskrár að ráð- herra hafi val um það að leggja á skatt í formi innflutningstolla. Kröfurnar nema um fjórum milljörðum. Samkvæmt stjórnar- skrá getur það ekki verið val ráðherra hvort skattar eru lagðir á eða ekki. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda Fréttablaðið í dag sKOðun Guðmundur Stein- grímsson skrifar um forsjár- hyggju, lúsasjampó, vín í búðum og gluggalögguna. 9 spOrt Kvennalandsliðið þarf að fara fjallabaksleiðina á HM. 18-19 Menning Hans og Gréta og La Traviata eru á verkefnaskrá Íslensku óperunnar. 23 lÍfið Samtök grænmetisæta og Vegan sam- tökin standa að sýningu heim- ildarmyndarinnar Dominion í Bíói paradís. 26 plús 2 sérblöð l fólK l  HOllt Og bragðgOtt *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Réttað var í Hlíðarrétt í Mývatnssveit í gær en þetta voru fyrstu réttir ársins. Var féð, um tvö þúsund fjár, rekið frá aðhaldinu í Námafjalli í blíðskaparveðri. Heimamenn tóku virkan þátt í rekstrinum og létu börnin ekki sitt eftir liggja. Fjölmargir ferðamenn fylgdust með og að venju var sungið „Vel er mætt“ áður en dregið var í dilka. FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS 0 3 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 B 8 -1 F 2 0 2 0 B 8 -1 D E 4 2 0 B 8 -1 C A 8 2 0 B 8 -1 B 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.