Fréttablaðið - 03.09.2018, Síða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
ENGIN BINDING
ný námskeið og hóptímatafla
hefjast 3. september
7 stöðvar 3 sundlaugar reebokfitness.is
SJÁ NÁNAR Á REEBOKFITNESS.IS
umhverfismál „Staðsetningin er
dálítið skrítin en ég vænti þess að
þetta sé bara byrjunin,“ segir Stefán
Pálsson, formaður Húsfélagsins í
Eskihlíð 10 og 10a. Á fimmtudag í
síðustu viku setti heilbrigðiseftir
litið upp hljóðmæli við göngustíg
ofan við blokkina.
Íbúar í Eskihlíðarblokkinni hafa í
sumar mótmælt rekstri samgöngu
miðstöðvar rútufyrirtækja handan
við götuna í Skógarhlíð 10. Kvarta
þeir sérstaklega undan hávaða á
nóttu sem degi frá rútuumferðinni.
Stefán segir íbúana hafa leitað til
„allra og ömmu“ þeirra innan borg
arkerfisins en lítið orðið ágengt.
Málið hafi verið í vinnslu hjá heil
brigðiseftirlitinu.
„Í nýlegri reglugerð er meðal ann
ars gerð krafa um að samgöngumið
stöðvar trufli ekki næsta nágrenni –
sem þetta gerir óneitanlega,“ segir
Stefán. Nú er hljóðmælir kominn
upp.
„Til að mæla hljóðið þætti mér
eðlilegra að mælt yrði í íbúðunum –
sérstaklega þar sem eru svefnher
bergi á efri hæðum sem vísa beint út
að þessu,“ segir húsfélagsformaður
inn. Málinu sé alls ekki lokið.
„Þrátt fyrir loforð í blábyrjun
um að rútur yrðu ekki látnar lulla
í lausagangi meira en þyrfti og að
þetta yrði hannað þannig að lítið
þyrfti að bakka með tilheyrandi
bílhljóðum þá hefur slaknað á
þessu öllu. Og hvernig verður þetta
þá í vetur þegar kólnar í veðri? Það
þarf enginn að segja mér annað
en að rúturnar verði þá samfleytt í
gangi.“ – gar
Heilbrigðiseftirlitið mælir hávaða frá rútumiðstöð í Skógarhlíð
Búnaðurinn sem mæla á hávaða í
Skógarhlíð. FréttaBlaðið/aðSend
Til að mæla hljóðið
þætti mér eðlilegra
að mælt yrði í íbúðunum.
Stefán Pálsson,
formaður Hús-
félagsins í Eski-
hlíð 10 og 10a
Manni finnst oft að
allar glufur séu
nýttar til þess að setja upp
hindranir.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir,
formaður Við-
reisnar
lANDBÚNAÐur Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, formaður Viðreisn
ar, segir málshöfðun innflutnings
fyrirtækja innan Félags atvinnurek
enda á hendur ríkinu vegna tolla á
landbúnaðarvörur endurspegla að
það sé kominn tími til að stokka
kerfið upp.
„Það er knýjandi þörf á að endur
skoða landbúnaðarkerfið og það á
enginn að vera hræddur við það.
Það er hægt að styrkja bændur
með öðrum hætti en að vernda þá
með tollmúrum. Verndartollar eru
gamal dags nálgun að því hvernig
hægt er að byggja þetta kerfi upp.
Við trúum því að opinn og frjáls
markaður sé af hinu góða,“ segir
Þorgerður Katrín.
Hún segir nauðsynlegt að kerfið
verði meira í þágu bænda sjálfra og
neytenda en ekki einhverra milli
liða.
Þorgerður segist telja að land
búnaðarmálin verði fyrirferðar
mikil á þinginu í vetur. „Það þarf
að fara í markvissari stuðning við
bændur. Það verður fróðlegt að sjá
hvernig ríkisstjórnin tekur á þessum
málum.“
Ólafur Stephensen framkvæmda
stjóri Félags atvinnurekenda segir
það bæði ólögmætt og óskynsam
legt að framselja til ráðherra vald
til ákvörðunar á gjaldtöku vegna
innflutnings landbúnaðarvara.
„Langtímamarkmiðið á hins vegar
að vera að hætta að vernda eina
atvinnugrein með tollum, enda hafa
allir aðrir tollar en á búvörur verið
afnumdir,“ segir Ólafur.
Að sögn Ólafs valda tollar á
Hægt að styrkja bændur með
öðrum hætti en tollmúrum
Formaður Viðreisnar segir knýjandi þörf á því að endurskoða landbúnaðarkerfið. Verndartollar séu gamal-
dags nálgun að því hvernig hægt sé að byggja kerfið upp. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir
tolla á landbúnaðarvörur valda neytendum tvíþættu tjóni og langtímamarkmið að leggja þá alveg af.
Gera má ráð fyrir því að landbúnaðarmálin verði fyrirferðarmikil á alþingi í vetur. FréttaBlaðið/eYÞÓr
búvörur neytendum tvíþættu tjóni.
Annars vegar með hærra verði á inn
fluttum vörum og hins vegar geri
þeir innlendum framleiðendum
kleift að selja vörur sínar á hærra
verði en ella.
„Sé það yfirhöfuð réttlætanlegt að
vernda innlenda framleiðslu með
tollum þá verður sú framleiðsla að
standa undir eftirspurn. Hér eru
lagðir tollar á fjölmargar tegundir
matvæla sem eru ekki einu sinni
framleidd á Íslandi. Það verður að
spyrja hvaða hagsmuni verið sé að
vernda með því.“
Þorgerður Katrín tekur undir það
sjónarmið að það sé einkennilegt
að tollar séu lagðir á landbúnaðar
afurðir sem ekki séu framleiddar
hérlendis. „Manni finnst oft að allar
glufur séu nýttar til þess að setja upp
hindranir.“ sighvatur@frettabladid.is
sAmGÖNGur Sala á nýjum bílum í
nýliðnum ágústmánuði dróst saman
um 3,7 prósent miðað við sama
mánuð á síðasta ári. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá Bílgreina
sambandinu. Alls voru skráðir 1.465
nýir fólksbílar í mánuðinum.
Fyrstu átta mánuði ársins voru
nýskráðir fólksbílar 15.033 talsins
sem er 11,8 prósenta samdráttur
miðað við sama tímabil í fyrra.
Af þeim rúmlega fimmtán þús
und nýju fólksbílum sem seldust
fyrstu átta mánuði ársins voru 42
prósent með bensínvél, 39 prósent
með dísilvél og 12 prósent voru raf
magnsbílar. Aðrar tegundir voru um
sjö prósent nýrra bíla. – sar
Rafmagnsbílar
12 prósent nýrra
bíla á árinu
rúmlega 15.000 nýir bílar hafa selst
það sem af er ári. FréttaBlaðið/GVa
11,8%
samdráttur varð í sölu nýrra
bíla fyrstu átta mánuði ársins.
3 . s e p t e m B e r 2 0 1 8 m á N u D A G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A Ð i Ð
0
3
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
B
8
-3
7
D
0
2
0
B
8
-3
6
9
4
2
0
B
8
-3
5
5
8
2
0
B
8
-3
4
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K