Fréttablaðið - 03.09.2018, Side 6

Fréttablaðið - 03.09.2018, Side 6
rannsóknina á mótmælunum í Chemnitz undanfarna daga eftir að það sást til öfgahægrimanna heilsa að hætti nasista. Hún sagði við Bild um helgina að rannsaka þyrfti hvort og með hvaða hætti  skipulagðir hópar öfgamanna hefðu staðið fyrir mótmælunum. „Við munum ekki láta það viðgangast að öfgahægri- menn komi sér fyrir í samfélaginu,“ sagði Barley. „Við verðum að bjóða öfgahægri- mönnum birginn,“ sagði Maas við Bild am Sonntag í gær. „Við megum ekki líta undan. Við verðum að mótmæla nýnasistum og gyðinga- höturum. Aðeins þannig afstýrum við því að orðspor Þýskalands verði endanlega eyðilagt með útlendinga- hatri.“ Í dag, mánudag, er gert ráð fyrir að þúsundir muni koma saman í Chemnitz á ný. Að þessu sinni er það í tengslum við tónleika sem voru skipulagðir í flýti af nokkrum af vinsælustu tónlistarmönnum Þýskalands, þar á meðal pönksveit- inni Die Toten Hosen, til að mót- mæla málflutningi þjóðernissinna og fordómum í garð innflytjenda. kjartanh@frettabladid.is Rekstrarland er hluti af Olís Í Rekstrarlandi fást flottir fjáröflunarpakkar, tilbúnir eða sérsniðnir eftir óskum. Úrval af hreinsivörum, pappírsvörum, plastpokum og álpappír. Gæðavörur sem nýtast vel og gaman er að selja. FJÁRÖFLUN FRAMUNDAN? Rekstrarland verslun Vatnagörðum 10 104 Reykjavík Söluver 515 1100 fjaroflun@olis.is rekstrarland.is OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17. P ip a r\ TB W A \ S ÍA Náttúra Heiðargæsastofninn hefur verið í miklum vexti síðustu tvo ára- tugi og er nú um hálf milljón fugla í stofninum. Grágæsastofninn er stöðugri og er um hundrað þúsund fuglar. Veiðiálag er því hæfilegt. „Gæsastofnar hér við land eru taldir að hausti á Bretlandseyjum. Við síðustu talningu er áætlað að heiðargæsin sé um hálf milljón fugla og hefur stofninn stækkað á síðustu árum nokkuð mikið þrátt fyrir veiði og önnur afföll. Grágæsastofninn er minni og stöðugri. Miðað við vetrar- talningu telur hann nú um hundr- að þúsund fugla,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravist- fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Blesgæsinni hefur hins vegar fækkað mikið síðustu áratugina en þó hefur dregið úr fækkuninni síðustu ár en hún er alfriðuð hér á landi. Við teljum að stofninn sé um 20 þúsund fuglar, sem er nokkuð lítið,“ segir Kristinn Haukur. Þá er helsingi farinn að verpa í ríkari mæli. „Við teljum að um tvö þúsund helsingjapör verpi í Austur- Skaftafellssýslu og er um gríðarlega fjölgun að ræða,“ segir Kristinn Haukur. – sa Gæsastofnar hér við land dafna vel og varp helsingja eykst Kristinn Haukur Skarpéðinsson dýravistfræðingur. Fréttablaðið/Pjetur Við teljum að stofninn sé um 20 þúsund fuglar, sem er nokkuð lítið. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands Við munum ekki láta það viðgangast að öfgahægrimenn komi sér fyrir í þýsku samfélagi. Katarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands ÞÝSKaLaND Heiko Maas, utanríkis- ráðherra Þýskalands, hvatti landa sína til aðgerða gegn rasisma og þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu í viðtali við þýska tímaritið Bild am Sonntag í gær. „Við þurfum drattast upp úr sófanum og segja eitthvað,“ sagði utanríkisráðherrann. „Okkar kyn- slóð fékk frelsi, lög og reglu, og lýð- ræðið í vöggugjöf. Við þurftum ekki að berjast fyrir þessum hlutum, og núna tökum við þeim sem sjálf- sögðum hlut.“ Maas var að bregðast við spurn- ingum um þá miklu spennu sem ríkt hefur í borginni Chemnitz í Þýskalandi. Á laugardaginn komu um 4.500 öfgahægrimenn saman í borginni til að mótmæla stefnu þýskra yfirvalda í flóttamanna- málum. Fréttamiðlar í Þýskalandi greina frá því að einhverjir úr hópi öfgamannanna hafi veist að ein- staklingum sem þeir töldu að væru innflytjendur og öskruðu: „Við erum þjóðin“ og: „Þið eruð ekki velkomin hér.“ Tilefni mótmælanna var morð á 35 ára gömlum Þjóðverja sem fram- ið var í borginni á dögunum. Tveir menn eru grunaðir um ódæðið og eru þeir sagðir vera af erlendu bergi brotnir, annar frá Írak og hinn frá Sýrlandi. Hægrimennirnir mættu um fjögur þúsund vinstrisinnuðum mótmælendum sem freistuðu þess að stöðva kröfugöngu þeirra. Um 1.800 lögreglumenn voru sendir á staðinn. Þegar dagurinn var á enda Hvetur þýsku þjóðina til að mótmæla áróðri öfgahægrimanna og rasista Fjölmennir hópar öfgaþjóðernissinna og vinstrisinnaðra mótmælenda hafa tekist á í þýsku borginni Chemnitz undanfarna daga. Utanríkisráðherra Þýskalands hvetur samlanda sína til að láta í sér heyra svo að ekki fari milli mála að málstaður rasista og þjóðernis- sinna eigi ekkert erindi í Þýskalandi. „Við þurfum að drattast upp úr sófanum og segja eitthvað,“ segir Heiko Maas utanríkisráðherra. innflytjendastefnu þýskra yfirvalda var mótmælt í Chemnitz. Nasistakveðjur hafa sést í mótmælunum. NordiCPHotoS/Getty Á mótmælaspjaldi við styttu Karl Marx stóð: „Chemn­ itz er hvorki grá né brún.“ NordiCPHotoS/Getty höfðu átján manns, þar af þrír lög- reglumenn, særst í átökum hóp- anna. Atburðir helgarinnar í Chemn- itz þykja vera skýr vitnisburður um þann mikla klofning sem er að verða í þýsku samfélagi, þá sérstaklega með tilliti þeirrar 1 milljónar flótta- manna sem komið hafa til landsins síðan árið 2015. Hópar yst á hægri- væng stjórnmálanna hafa gagnrýnt stjórn landsins harkalega fyrir að heimila hundruðum þúsunda hælis- leitenda frá stríðshrjáðum löndum, eins og Afganistan, Írak og Sýrlandi, að kom til landsins. Katarina Barley, dómsmálaráð- herra Þýskalands, blandaði sér í 3 . S e p t e m b e r 2 0 1 8 m á N U D a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 0 3 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 8 -4 B 9 0 2 0 B 8 -4 A 5 4 2 0 B 8 -4 9 1 8 2 0 B 8 -4 7 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.