Fréttablaðið - 03.09.2018, Síða 39

Fréttablaðið - 03.09.2018, Síða 39
Þurfa að fara fjallabaksleiðina til Frakklands Eftir 0-2 tap fyrir Þýskalandi á Laugardalsvelli er möguleiki kvennalandsliðsins á að vinna sinn riðil í undankeppni HM, og komast þar með beint í lokakeppnina, úr sögunni. Íslendingar þurfa að fara erfiðari leiðina á HM. Stelpurnar mæta Tékkum á morgun og mega ekki tapa ætli þær sér að komast í umspil um síðasta lausa HM-sætið. Markvörðurinn Almuth Schult hirðir boltann af kollinum á Guðrúnu Arnardóttur í leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardaginn. Þjóðverjar unnu leikinn 0-2 og eru á leiðinni á HM á næsta ári. FréttAblAðið/SiGtryGGur Ari Hitaðu bílinn með fjarstýringu – Webasto bílahitari -8° -6° -7° 0_StH_ANZ_Snow_99,3x99,5_Island.indd 3 27.10.17 14:2 21° Tilfinning BÍLASMIÐURINN HF BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI: 567-2330 www.bilasmidurinn.is • bilasmidurinn@bilasmidurinn.is Þjónustumiðstöð tónlistarfólks www.artasan.is Fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkuðum Mundir þú eftir að bursta og skola í morgun? Tannlæknar mæla með GUM tannvörum GUM Orginal 2x10 copy.pdf 1 26/01/2018 12:51 að sigur á Tékkum dugi ekki þarf allt að falla gegn Íslendingum í öðrum riðlum. Jafntefli gegn Tékklandi gæti dugað til að komast í umspilið en þá má Belgía ekki vinna Ítalíu í riðli 6. Öruggasta leiðin er hins vegar að vinna Tékka. Það verður þó enginn hægðarleikur eins og íslenska liðið komst að í fyrri leiknum í undan­ keppninni sem endaði með 1­1 jafntefli. Tapi Íslandi á morgun er möguleikinn á HM­sæti úr sögunni. Fjögur lið komast í umspil um síðasta lausa sætið úr Evrópuhluta undankeppninnar. Dregið verður í umspilið sjöunda þessa mánaðar. Liðin sem dragast saman mætast heima og að heiman í byrjun októ­ ber. Sigurvegararnir úr einvígunum tveimur mætast svo í tveimur leikj­ um í nóvember. Og liðið sem hefur betur verður síðasta Evrópuþjóðin til að tryggja sér sæti á HM. Leiðin í gegnum umspilið er því allt annað en greið. ingvithor@frettabladid.is Leiðin var of löng þegar við unnum boltann Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, sagði sóknina ekki hafa verið nógu beitta gegn Þýskalandi á laugardaginn. Hún sagði varnar- skipulagið hins vegar hafa haldið nokkuð vel. „Leikplanið var að liggja til baka og senda langa bolta aftur fyrir vörnina hjá þeim og herja á svæðið bak við vörnina þeirra. Við lágum hins vegar kannski full langt til baka og leiðin þar af leiðandi of löng þegar við unnum boltann,“ sagði Sara við Frétta- blaðið eftir leik. „Við hefðum getað verið rólegri oft þegar við unnum boltann og haldið boltanum betur. Það vantaði svo kraft í sóknaraðgerðir okkar og við lentum í of miklum eltingaleik á löngum köflum í leiknum. Við töpuðum bara fyrir mjög sterkum andstæðingi í dag.“ Sara segir að ekkert nema sigur komi til greina gegn Tékklandi á Laugardals- vellinum á morgun. Það verður allt öðruvísi leikur, mér fannst við eiga skilið að fara með sigur af hólmi útileiknum gegn þeim, en nú er bara að vinna á þriðjudaginn og tryggja okkur í umspilið.“ Nýliðarnir fimm gegn Noregi; Kristján leifur Sverrisson, Emil barja, Haukur Óskarsson, Collin Pryor og Danero thomas. MyND/KKÍ Viðsnúningur í seinni hálfleik körfubolti Þrátt fyrir að vera 20 stigum undir í hálfleik, 45­25, vann íslenska karlalandsliðið í körfubolta það norska, 69­71, í vináttulandsleik í Bergen í gær. Liðin mætast aftur í dag. Leikirnir eru liður í undirbún­ ingi Íslands fyrir forkeppni EM 2021 og er liðið í boði norska körfuknatt­ leikssambandsins sem heldur upp á 50 ára afmæli sitt í ár. Ólafur Ólafsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Haukur Óskarsson skoraði 13 stig og Collin Pryor skoraði tíu stig og tók ellefu fráköst. Emil Barja skoraði bara tvö stig en tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Auk þeirra Hauks, Collins og Emils léku Danero Thom­ as og Kristján Leifur Sverrisson sinn fyrsta A­landsleik í gær. – iþs Arnar Davíð Jónsson gerði góða hluti í Óðinsvéum. MyND/JÓHANN ÁGúSt JÓHANNSSoN/KEiluSAMbAND ÍSlANDS Arnar Davíð braut blað keila Arnar Davíð Jónsson, Keilu­ félagi Reykjavíkur, vann sigur á Odense International mótinu í gær. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur mót á Evrópumótaröðinni. Arnar sigraði Danann Carsten Hansen í úrslitaleiknum með 213 pinnum gegn 206. Arnar, sem er búsettur í Svíþjóð þar sem hann æfir af krafti, var efstur eftir forkeppnina og vann allar viðureignir sínar í milliriðli örugglega. – iþs Segjast í lagi fótbolti Hörður Björgvin Magnús­ son fór meiddur af velli eftir 20 mínútur þegar CSKA Moskva vann öruggan sigur á Ural, 4­0, í rússnesku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Eftir leikinn skrifaði Hörður færslu á Twitter þar sem hann kvaðst vera ánægður með sigurinn, hrósaði Feder Chalov, sem skoraði þrennu í leiknum, og sagði jafnframt að hann sjálfur væri í góðu lagi. Félagi Harðar í íslenska landslið­ inu, Jón Daði Böðvarsson, lék ekki með Reading í 1­2 tapi fyrir Shef­ field Wednesday á laugardaginn. Hann lagðist inn á spítala á miðviku­ daginn vegna sársauka í kviðnum og dvaldist þar í einn og hálfan dag. Jón Daði sagðist á Twitter vera á bata­ vegi. Þeir Hörður Björgvin eru í íslenska landsliðshópnum sem mætir Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni á næstu dögum. – iþs 19M Á N u D a G u r 3 . s e p t e M b e r 2 0 1 8 0 3 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 8 -3 2 E 0 2 0 B 8 -3 1 A 4 2 0 B 8 -3 0 6 8 2 0 B 8 -2 F 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.