Fréttablaðið - 03.09.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.09.2018, Blaðsíða 40
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, Hörður Felixson lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 29. ágúst síðastliðinn. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 5. september næstkomandi kl. 15. Blóm vinsamlegast afþökkuð en bent er á Alzheimersamtökin. Kolbrún Skaftadóttir Skafti Harðarson Sara Magnúsdóttir Ágústa Harðardóttir Eyjólfur Sigurðsson Hörður Felix Harðarson Guðrún Valdimarsdóttir Bjarni Felixson Gunnar Felixson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær stjúpfaðir okkar og móðurbróðir, Ingi Þorbjörnsson frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, síðast til heimilis að Safamýri 81, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 25. ágúst, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 5. september kl. 13.00. Guðmunda Kristinsdóttir Sigríður Hanna Kristinsdóttir Hjörleifur H. Helgason Hannes Kristinsson Þóra Kristinsdóttir Rögnvaldur Möller Ingibjörg Bragadóttir Þorsteinn Árnason Jóhannes Þór Ingvarsson Margrét Lilja Kjartansd. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Pálsdóttir frá Hjarðarbóli í Eyrarsveit, andaðist þann 22. ágúst sl. á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Boðaþing í Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Grundarfjarðarkirkju mánudaginn 10. september nk. kl. 14. Pálmar Einarsson Elín Snorradóttir Sigríður Einarsdóttir Hallbjörn Þorbjörnsson Jakobína Hrund Einarsdóttir Guðlaugur Einarsson Sædís Einarsdóttir Magnús Jónasson Svandís Einarsdóttir Kristján J. Kristjánsson Svava Einarsdóttir Birgir Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær frænka mín, Þuríður Eyjólfsdóttir frá Hofi í Öræfum, síðast Dalbraut 27, Reykjavík, lést á öldrunarlækningadeild Landspítala í Fossvogi fimmtudaginn 23. ágúst síðastliðinn. Jarðarför fer fram frá Áskirkju mánudaginn 3. september kl. 11.00. Guðmunda Jónsdóttir Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Grímur M. Björnsson tannlæknir, Hrauntungu 7, Kópavogi, sem lést að Hrafnistu í Hafnarfirði 17. ágúst, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju þriðjudaginn 4. september kl. 13.00. Ragnheiður Þóra Grímsdóttir Björn Grímsson Lísbet Grímsdóttir V. Soffía Grímsdóttir Margrét Rósa Grímsdóttir Magnús Orri Grímsson tengdabörn, afabörn og langafabörn. Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek að mér nýtt íslenskt verk og veit ekki hver höf-undurinn er,“ segir leik-stjórinn Árni Kristjánsson um verkið Fáir, fátækir, smáir sem leiklesið verður í Hannesar- holti í dag klukkan 20.00. Það er Vonarstrætisleikhúsið sem hefur veg og vanda af uppsetningu verksins. Í fréttatilkynningu frá leikhús- inu segir að forsprökkum Vonarstrætis- leikhússins, þeim Sveini Einarssyni og frú Vigdísi Finnbogadóttur, hafi borist verkið í sumar og höfundur þess óskað eftir nafnleynd. Það fór svo að Árni tók að sér leikstjórn verksins. Fáheyrt er að höfundar óski þess að nafn þeirra verði ekki gert opinbert og enn sjaldgæfara er að sjálfur leikstjórinn viti ekki hver höf- undurinn er. „Það fær mann til að spá allt öðruvísi í verkið. En ég skil að vissu leyti hvað fær höfundinn til að biðja um nafn- leynd. Það er flott hjá Sveini og Vigdísi að koma þeirri áríðandi hugsun áleiðis sem kemur fram í verkinu,“ segir Árni. Hulduhöfundur Fáir, fátækir, smáir varpar upp nöturlegri sviðsmynd þar sem Íslendingar horfa upp á sjálfsmynd sína molna niður. Verkið fjallar um uppþot í íslensku samfélagi. Ráðherra hverfur sporlaust, erlend þjóð vill kaupa stóran hluta af landinu og stjórn, skipu- lag, tungumál og þjóðarímynd Íslensku þjóðarinnar lítur fyrir að ætla að fara á hliðina, Eins og áður segir mun Árni Krist- jánsson leikstýra verkinu en með helstu hlutverk fara Þór Tulinius, Bryn- hildur Guðjónsdóttir, Salóme Gunnars- dóttir, Jakob Þór Einarsson, Alexander Danter Erlendsson, Lára Jóhanna Jóns- dóttir, Benedikt Karl Gröndal, Orri Huginn Ágústsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Tónlist semur Guðni Franzson. kjartanhreinn@frettabladid.is Hulduhöfundur fjallar um uppþot á Íslandi Leikstjórinn Árni Kristjánsson hefur tekið að sér það undarlega verkefni að útfæra nýtt leikverk eftir höfund sem krefst nafnleyndar. Árni veit ekki hver höfundurinn er. Verkið fjallar um umbrotatíma í íslensku samfélagi þar sem sjálfsmynd þjóðarinnar fer á hliðina. Árni Kristjánsson leikstjóri segist skilja ósk höfundar um nafnleynd. Leiklestur fer fram í Hannesarholti í dag. FréttabLaðið/anton brinK Merkisatburðir 301 San Marínó, eitt minnsta ríki veraldar, er stofnað. 1783 Bretar viðurkenna sjálfstæði Bandaríkjanna. Þjóðirnar undirrita Parísarsáttmála um endalok Frelsisstríðsins. 1838 Bandaríski þrællinn Frederick Douglass öðlast frelsi og berst síðar gegn þrælahaldi. 1939 Bretar segja Þjóðverjum stríð á hendur eftir innrás Þýskalands í Pólland. 1967 H-dagurinn í Svíþjóð þar sem hægri-umferð var tekin upp. 1971 Katar öðlast sjálfstæði. 1976 Geimfarið Viking 2 lendir á Mars. 2004 330 manns, þar af 186 börn, falla í umsátri um skóla í Beslan í Rússlandi. 2016 Bandaríkin og Kína kynna áform um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í takti við markmið Parísar- samkomulagsins. 2017 Norður-Kóreumenn sprengja sína öflugustu kjarn- orkusprengju. Viking 2 lenti á Mars á þessum degi fyrir 42 árum. Níutíu og níu ár eru síðan hinn danski Cecil Faber varð fyrstur manna til að virða fyrir sér Ísland úr háloftunum. Faber var ungur að árum en þó reyndur flugmaður enda hafði hann barist í fyrri heimsstyrjöld með flugher Breta. Hann var fenginn hingað til lands til að útfæra fyrstu skref Íslendinga í innanlandsflugi. Flugfélag Íslands, sem stofnað var sama ár þann 22. mars, flutti fyrstu flug- vélina til landsins. Hún var af gerðinni Avro 504k. Það var mat Fabers að ákjósanlegt væri að koma flugvelli fyrir í Vatnsmýri. Eftir fyrsta flug Fabers stóð Flugfélag Íslands fyrir flugsýningum og útsýnis- flugi með farþega næstu tvö sumur. Fargjaldið var 25 krónur. Faber þótti einkar yfirvegaður maður. Þrátt fyrir stutta dvöl á Íslandi þá markaði hann djúp spor í sögu landsins. Svona var honum lýst í Morgunblaðinu þann 27. september árið 1919: „Það er sagt að fáir eiginleikar séu flugmönnum nauðsynlegri en rólyndið. Menn þurfa naumast að sjá capt. Faber nema sem snöggvast til þess að sannfærast um að hann hefir þann eiginleika til að bera. Hægðin og stillingin skín út úr honum og það er ekki að sjá, að ógnir stríðsins og ævintýri hafi getað komið honum úr jafnvæginu.“ Þ ETTA G E R ð i ST : 3 . S E p T E M B E R 1 9 1 9 Fyrsta flug Cecils Faber avro 504k 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m Á N U D A G U r20 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 0 3 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 B 8 -3 7 D 0 2 0 B 8 -3 6 9 4 2 0 B 8 -3 5 5 8 2 0 B 8 -3 4 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.