Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.03.1981, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 12.03.1981, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 12. marz 1981 9 UMFK og UMFN sjá um Landsmðt UMFÍ 1984 Nýlega barst stjórnum UMFK og UMFN bréf frá stjórn Ung- mennafélags (slands, þar sem segir að á fundi sínum 6.-7. febr. sl. hafi stjórn UMF( tekið til af- greiðslu erindi UMFK og UMFN varðandi umsóknir þeirra um Landsmót þau sem framundan eru. í bréfinu segir m.a.: Hvers vegna óvirðir bœjarrðð Keflavíkur starfsmenn sína? Fóstrumálið svokallaða hefur vakið verðskuldaða athygli. Hér í Keflavík var þeim raðað í 10. launaflokk, en nú hafa þær fengið 13. launaflokk á Akureyri og í Kópavogi. Mál þetta leiðir hugann að sér- lega slæmri stöðu bæjarstarfs- manna í Keflavík. Fóstrur eru nefnilega ekki einar um það að vera 2-3 launaflokkum neðar en starfsbræður í öðrum byggðar- lögum. Hvað veldur þessari andúð bæjaryfirvalda í Keflavík? Keflavík: Félagslegum fbúðum úthlutað Á fundi bæjarstjórnar Kefla- víkur 3. marz sl. varsamþykktað úthluta eftirtöldum aðilum íbúð- um að Heiðarhvammi 2-4, skv. tillögu byggingarnefndar húss- ins: Tveggja herbergja: Emil Ásólfur Hermannsson, Túngötu 15 Elías Kristjánsson, Háteig 14 Erla Hólm Zakaríasdóttir, Heiðarbrún 12 Árni Margeirsson, Hólabraut 11 Högni Högnason, Vatnsnesv. 15 Hilmar Björgvinsson, Smára- túni 42. Þriggja herbergja: Ósk Guðmundsdóttir, Lyng- holti 8. Ágúst Hrafnsson, Hringbraut 67. Ásgeir Vagnsson, Sólvallag. 40b. Ólafur Georgsson, Kirkju- vegi 28a. Lárus Felixson, Faxabraut 25. Bjarndís Jóhannsdóttir, Vesturgötu 6. Telja þau að starfsfólk hér sé það lélegt að því beri mun lægri laun en annars staðar tíðkast? Eink- um er þessi launamunur mikill, þegar horft er til þeirra sem mesta ábyrgð bera, eru í forsvari fyrir bæjarfyrirtækjum. Jafnvel sveitarfélög eins og Seltjarnar- nes, Garðabær og ísafjörður gera mun betur við sitt starfsfólk. Geta bæjarráðsmenn í Kefla- vík fært rök fyrir að forstjórar bæjarfyrirtækja hér reki þau verr en gerist annarsstaðar? Ef svo er ekki: Hver er þá ástæðan fyrir þessari herferð á hendur þeim, sem eiga að framfylgja stefnu bæjarstjórnar? Skriflegt svar óskast. Hllmar Jónsson „Stjórn UMFf telur æskilegast að Landsmót UMF( séu haldin til skiptis í landshlutunum. Meö til- liti til þess að Landsmótið 1981 verður haldið á Akureyri, þá komi nú til álita við afgreiðslu, UMSK annars vegar og UMFK/ UMFN hins vegar um Landsmót- ið 1984. Með hliðsjón af þvi að umsókn UMFK/UMFN er ein- drægnari og studd ýtarlegri upp- lýsingum um aðstöðu og stuðn- ing sveitarfélaganna við móts- haldið, samþykkir stjórn UMFÍ að UMFK og UMFN sjái um 18. Landsmót UMF( 1984". Blaðið hafði samband við Oddgeir Karlsson, form. UMFN, og spurði hann hvað yrði næsta skrefið í málinu. Hann kvað stjórnir félaganna beggja þurfa að koma saman og kjósa sér- staka nefnd sem verði falið að kanna þetta mál gaumgæfilega. Fara þyrfti á næsta Landsmót, sem haldið verður á Akureyri í sumar, og kynnaséröllatriðivið- víkjandi svona mótshaldi, og senda þyrfti fulltrúa úr öllum greinum. Einnig fulltrúa frá báð- um bæjarfélögunum, sem gætu sett sig inn í málið og lagt fyrir bæjarstjórnirnar það sem fram kemur, en áhugi er nokkur hjá þeim að þetta mót fari fram hér. „Það er tvennt sem háir okkur sem stendur," sagði Oddgeir, „en það er að okkur vantar úti- sundlaug og tjaldstæði. Varð- andi sundlaugina er ekki vitað hvort hún verður byggð eða fengin að láni, eins og tíðkast hefur á undanförnum landsmót- um, og tjaldstæði þarf að útbúa með einhverjum ráðu. Þetta er gífurlegt verk sem framundan er, en vonandi ánægjulegt verk- efni,“ sagði Oddgeir að lokum. Skrifsfofuhúsnæði óskast Tryggingamiðstöðin hf. óskar eftir að taka á leigu húsnæði á góðum stað í Keflavík, fyrir umboðs- skrifstofu á Suðurnesjum. Nánari upplýsingar gefur umboðsmaður, Halldór Vilhjálmsson, Ásgarði 9, Keflavík, sími 2694. KEFLAVÍK Útsvör Aðstöðugjöld Annar gjalddagi fyrirframgreiðslu útsvara og aðstöðugjalda var 1. marz sl. Gerið skil á gjalddögum og forðist þannig dráttarvexti og önnur óþægindi. Innheimta Keflavíkurbæjar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.