Verslunartíðindi - 01.12.1923, Blaðsíða 5
VERSLUNARTÍDINDI
MANADARRIT GEFIB ÚT AF VERSLUNARRÁÐI ÍSLANDS
6. ár.
PrentatS 1 ísafoldarprentsmiBju.
Desember 1923.
lir. 12.
V erslunarííöindi koma út einu sinni í mánuði venjul. 12 blaðsiður. — Árgangurinn kostar kr. 4.50.
Ritstjórn og afgreiðsla: Skrifstofa Verslunarráðs Islands, Eimskipafjelagshúsið. Talsími 694. Pósthólf 514
Dæmdar stefnur.
Enginn hugsandi maður ætti að láta sjer
liggja í ljettu rúmi hvaða stefnur stýra
framleiðslu og verslun þjóðarinnar. Þessi
starfsvið ráða fjárhagslegri afkomu lands-
manna og skapa þeim velmegun og fram-
för ef vel gengur en örbirgð og hnignun
ef illa gengur. Þessir tveir aðalþættir í
starfi þjóðarinnar eru svo samvaxnir og
nátengdir að ekki getur öðrum hnignað
án þess að hinn fylgi.
Ef ólag kemst á verslun eða framleiðslu,
er venjulegast þeim um kent sem að
þessu starfa og leggja bæði fje og mann-
orð í sölurnar. En þess gæta menn sjaldn-
ar, hvaðan þeir straumar falla sem um-
brotunum valda. Menn gæta ekki að því,
hvaða aðstöðu löggjafar landsins marka
þessum atvinnuvegum og inn á hvaða
braut þeir ýta þeim með sköttum og toll-
um, reglugerðum, bönnum og bráðabirgða-
lögum.
Eitt hið allra mikilvægasta starf þings-
ins er að setja þessum atvinnuvegum
lög og marka þeim leið er verður þeim
til gengis og þjóðinni sjálfri til hagnaðar.
Þau lög sem verða þeim skaðræði og til
óheilla, skapa landsmönnum einnig erfið-
leika og gengileysi. Svo nátengt er þetta
lifi hvers einstaklings.
Komist verslun landsins í þrengingar
eða sje framleiðsla þess til lands eða sjá-
var kúguð með þungum sköttum eða hygg-
indalausum lögum, kemur það niður á
þjóðinni sjálfri með þverrandi framkvæmd-
um, auknu atvinnuleysi og vaxandi fá-
tækt. Það hefir ekki aðeins áhrif á fjár-
hag hennar, á það sem hún þarf til að
bíta og brenna, Það hefir einnig áhrif á hið
andlega starf hennar, sem sniðinn er stakk-
ur eftir fjárhagslegri velgengni og ætíð er
látið sitja á hakanum þegar að sverfur.
Vjer erum ekki sú eina þjóð sem háð
er þeim örlögum, að verslun og atvinnu-
vegir eiga afkomu sína undir flokka pólitík
í þinginu og verða að taka á sig þann svip
og þá stefnu sem þeir flokkar ákveða er
mestu ráða á hverju þingi. Þetta er svo
i öllum þingræðislöndum. En það hefir og
mun hafa í för með sjer hið mesta skað-
ræði, þótt ekki verði um þokað.
Hætt er við að þær stefnur geti orðið
ráðandi sem fjarst standa skynsamlegu
viti í þessum málum og haft geta óheilla
áhrif á verslun landsins og framleiðslu,
eins og hjer hefir átt sjer stað. Stefna
þingsins hefir verið mjög á reiki í þess-
um efnum, sem ekki er að furða, þegar
þingmennirnir sýnast vera í vafa um hvar
þeir eigi að skipa sjer. Hvort þeir eiga
að láta þessa atvinnuvegi vera í höndum
einstaklinganna eða hvort landið eigi að
taka þá að sjer.
Þingið er nú komið inn á þá braut að
taka verslunina úr höndum einstakling-
anna og láta ríkið annast hana til þess
að fá sem mestar beinar tekjur af henni.