Verslunartíðindi - 01.12.1923, Side 6
134
VERSLUNARTÍÐINDI
En þetta er ekki verslun. Þetta er skatt-
heimta, sem fordæmd ætti að vera af
hverjum hugsandi manni, því að engin
skattheimta kostar þjóðina svo gífurlega
sem þessi, sem kölluð er landsverslun eða
rikisrekstur.
Hjer var einkasala ríkisins á tóbaki
sett á með því yfirskini að það ætti að
reyna hvernig hún gæfist. Hjer gjalda
löggjafarnir lítt varhuga við að grípa inn
í eitt mikilvægasta verksvið þjóðarinnar,
gera tilraunir með það, svifta því úr föst-
um farvegi og beina inn á nýja braut
eins og hjer sje um nýgræðing að ræða
sem engu máli skiftir hversu vegnar.
Hugmyndin um ríkisrekstur er komin
frá jafnaðarmönnum og árinni hefir hjer
verið komið fyrir borð með fylgi sam-
vinnumanna, sem hvergi fara dult með
fjandskap sinn á kaupsýslumönnum lands-
ins og framleiðendum sjávarafurða.
Hjer hefir ríkisreksturinn reynst illa eins
og hvarvetna annarsstaðar sem honum
hefir, illu heilli, verið komið á. Menn sjá
betur og betur hversu þessar hugmyndir
jafuaðarmanna eru gersamlega andvana
og óhæfar i framkvæmdinni. Furðulegt
fyrirbrigði er það hjer á landi að jafnað-
armenn og samvinnumenn skuli vinna
saman að þessum málum, jafn ólíkum
hagsmunum og þeir vaka yfir. En hjer
ganga þeir sameinaðir til alþingiskosninga
og veita hvorir öðrum eftir megni.
Jafnaðarmenn vilja að ríkið annist allan
kaupskap og þeir vilja að það taki að
sjer alla framleiðslu sjávarafurða. Nú eiga
þeir aðeins eftir að kveða upp úr með að
ríkið taki líka að sjer allan sveitabúskap og
leggi jarðirnar undir sig. En það verður
þó varla meðan jafnaðarmennirnir þurfa
aðstoðar samvinnumanna, því þá yrði
væntanlega grunt á vinskapnum.
Nú hafa þessar stefnur verið dæmdar
við siðustu alþingiskosníngar. Nú hefir
þjóðin sjálf sýnt vilja sinn í þessum efn-
um, og það svo skýrt að ekki verður um
vilst. Nú stynja dvergar vorrar »íslensku«
jafnaðarstefnu fyrir steindyrum sinna eig-
in óframkvæmanlegu hugmynda sem þjóð-
in hefir nú afneitað og vill reka af hönd-
um sjer.
í sex kaupstöðum landsins voru fram-
bjóðendur af hendi þeirra manna sem
berjast fyrir þessum stefnum og í öllum
þessum sex kaupstöðum var engi kosinn
úr þeirra flokki nema einn. önnur kjör-
dæmi landsins sýndu einnig ótvírætt hug sinn
á þessum stefnum með vali þingmannanna.
Hjer hefir þjóðin sjálf sýnt hvað hún vill.
Hún vill engan rikisrekstur. Hún vill ekki
að framleiðslutækin sjeu starfrækt af rík-
inu. Hún vill engar einkasölur eða ríkis-
verslun. Hún hefir fordæmt þessar stefn-
ur með því að senda ekki þá menn á
þing sem fyrir þeim berjast.
Þetta er vilji landsmanna og í samræmi
við þenna vilja á næsta alþing að nema
burtu allan verslunarrekstur ríkisins og
setja rammar skorður við að þessum upp-
vakning verði afturkvæmt.
Þjóðin hefir sjálf skipað svo komandi
þing, að þetta ætti að verða framkvæm-
anlegt. Hún hefir dæmt þessar stefnur,
hún hefir fordæmt þær, og bíður nú þess
að þingið gangi svo frá þessum málum
að því verði höfuðburður að
Björn Olafsson.
Viðskiftafáfræði.
Þótt ekki sje hægt að segja annað en
að vel hafi ræst úr með sölu sjávaraf-
urðanna siðara hluta þessa árs, og útlit
sje fyrir að eftirspurn á fiski verði nokk-
ur fyrri hluta næsta árs, má það ómögu-
lega gleymast, að eitt af höfuðskilyrðun-