Verslunartíðindi - 01.12.1923, Qupperneq 9

Verslunartíðindi - 01.12.1923, Qupperneq 9
VERSLUNARTlÐINDI 137 Skýrsla til Stjórnarráðs íslands, um erindisrekstur P. A. Ólafssonar tii Eystrasaltslandanna, Póllands og Tjekkoslóvakíu sumarið 1923. 4. Lithauen. Frá Riga fór jeg til Kowno í Lithauen og kom þangað sunnudaginn 26. ágúst. Hitti þar svo illa á, að þar var þann dag opnuð iðnaðarsýning, sú fyrsta í rikinu. Bærinn er eins og tilkomulítið sveitaþorp. Smáar og hrörlegar byggingar og aðeins eitt gistihús, sem verandi er á. Jeg ók í 3 tíma þvers og endilangt um allan bæinn til að leita eftir verustað, en hvergi var íáanlegt pláss. Varð jeg því að segja mig til sveitar hjá danska ræðismanninum. Og enda þótt hjá honum væri fullskipað lika, þá tók hann samt mæta vel á móti mjer og kom mjer fyrir í íbúð sinni. En það var hvortveggja að mjer fjell illa að verða að þrengja mjer upp á þarna, og svo var hitt að vegna þessarar sýningar, sem allir voru meira og minna nppteknir af og af sýningargestum, þá varla hægt að ná til nokkurs manns upp á mitt erindi. Jeg hafði því stutta viðdvöl og lagði á stað aftur á þriðjudag. Jeg bjóst við að geta farið styttstu leið frá Kowno, um Vilna til Varszava, en því var ekki að heilsa. Samkvæmt hinni svokölluðu Alþjóðaráðstefnu höfðu Pólverjar í nóv. 1922 tekið Vilna-hjeraðið, ásamt höfuðbænum Vilna, af Lithauen. Síðan hefur verið eldur á milli þessara landa. Litháar hafa ekki viljað sam- þykkja þessa ráðstöfun og hafa haldið her sínum á landamærunum, og engar sam- göngur eða viðskifti eru milli landanna síðan. Jeg varð því að fara þaðan til Danzig. íbúatala Lithauen er um hálf þriðja milj. og Kowno sem nú er höfuðstaðurinn hefur um 120 þús. íbúa. Aðrir verulegir bæjir eru þar ekki. Af síld er talsverður innflutningur til Lithauen um 8000 tonn, eftir því sem mjer var uppgefið eftir hag- stofunni. En engin sundurliðun var til um innflutning á lýsi, skinnum ull og kjöti. Eins og áður er ádrepið, gat jeg hitt fáa kaupsýslumenn i Kowno. Jeg átt tal við herstjórnarráðið. Kaupa þeir árlega um 5000 tunnur af síld og um 8—10 þús. gærur. Sögðust þeir síðast hafa borgað fyrir skotska síld 95 lits eða 9'/s amk. $ fyr- ir tunnuna komið i geymsluhús í Kowno. Sögðust þó kaupa minna af síld nú, af því kjötverðið hefði lækkað svo mjög, kostaði nú sem svaraði 60 dönskum aurum kílóið. Gærurnar, sem þeir noti til vetr- arfatnaða fyrir hermennina, þyrftu þeir að fá fyrir miðjan sept. Þeir töldu lík- legt að takast mættu viðskifti á þessum vörum framvegis. Samvinnufjelag er þarna líka og kve vera töluvert öflugt. Við þá gat jeg ekki talað, en danski konsúllinn og mikils raetinn samvinnumaður, sem jeg átti tal við, bjóst við að selja mætti fje- laginu mikið af síld og fóðurmjöli. En sá hængur er á við þessa kaupendur, sem aðra í þessum Jöndum, að sala er mjög erfið nema hægt sje að veita gjaldfrest, eins og flestir aðrir gera, sem viðskifti eiga við þá. Myntin: í fyrra fjekk ríkið sína eigin mynt. Kallast hún lit á 100 cent og 10 lit jafngildir amk. $. í umferð eru 500 milj lit í seðlum og er fyrir þeirri upp- hæð full gulltrygging. Innflutningstollur af faktúruverðinu: 5% af síld, fóðurmjöli og ull, 10% af lýsi, hrognum, fiski og saltketi. Af skinnum, hestum og fje enginn tollur. 5. Ðanzig. Fríríkið Danzig er um 1900 klms að

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.