Verslunartíðindi - 01.10.1925, Blaðsíða 6

Verslunartíðindi - 01.10.1925, Blaðsíða 6
104 VERSLUNARTÍÐINDI Eigandi má frekar gjöra ráð fyrir að mega eitja með þau, kvort honum er það Ijúft eða leitt. Það þarf ékki að fara mörgum orðum um það, hve óviðfeldið, jafnvel bagalegt slíkt fyrirkomulag getur verið. A hag- etæðum tima kaupir einhver verðbrjef, vjer getum sagt hlutabrjef í eign, sem þá lítur út fyrir að gefa góðan arð. En tím- arnir breytast. Eignin verður arðlaus um stund, þó hún ef til vill haldi verðgildi sínu. Og eigandi á erfitt með að eiga arð- lausan höfuðstól; hann þarf að koma hon- um í gjaldgenga mynt sem gefur vöxtu. Atvikin geta yfir höfuð hagað því svo til á margan hátt, að sá þarf á fje sínu að halda, sem befur fest þaö, er öðruvísi stóð á. Til þess geta margar leiðir legið, allt frá fjárskorti til fjárafla, Kröfur viðskifta- lífsins banna kyrstöðuna; þær heimta að fyrir þá eign fáist fje, sem fje hefur ver- ið látið fyrir, ef gildi hennar á ekki að rýrna, Til þess að þetta færist í lag, þarf því að koma hjer upp miðstöð, svipað því, er tíðkast erlendis, þar sem verðbrjefavið- skifti fara alment fram, þar sem menn geta haft vissan greiðan aðgang, hvort heldur suertir kaup eða sölu. Um nokkurn tíma hefur hjer staðið vís- ir til kauphallar, Kaupþing Reykjavíkur, sem að sjálfsögðu ætti að verða slík mið- stöð. Og gæti það komist á mundi tvent ávinnast. í fyrsta lagi það, að Kaupþing- ið sem hingað til hefur aðalega verið viðskiftafrjettastöð og samkomustaður til viðtals og kynningar á raeðal kaupsýslu- manna, án frekari framkvæmda, stígi þar Bpor í áttina til þess að verða sú viðskifta- miðstöð, sem því var upphafiega ætlað að verða. Og í öðru lagi eru líkur til að þannig rættist úr áðurnefndum annmörk- um á verðbrjefaeign og verðbrjefaviðskift- um. A hverjum kaupþingsdegi, sem nú er miðvikudagur í viku hverri, væru þau verðbrjef, er ætluð væru til sölu, lögð fram og boðin upp. Mundu þá ekki ein- ungis mörg viðskiftatækifæri bjóðast, sem annars kæmu ekki, heldur myndi einnig er viðskifti færu fram myndast verðlag á brjefum, er sýndi bæði eiganda og öðrum hvers virði eignin er álitin á hverjum tíma. Og þetta síðast nefnda hefur tals- verða þýðingu. Því hræðsla við að selja of lágt eða kaupa of dýrt er viðskifta- hindrun, sem sjálfsagt kemur ekki síður fram á þessu sviði en öðrum. Þeirra annmarka má að visu geta í þessu sambandi, að allmörg verðbrjef eru þvi bundin, að eigi má selja þau nema með leyfi viðkomandi stjórnar. En þetta ætti ekki í raun og veru að verða nein alvarleg hindrun, því fyrst og fremst er ólíklegt, að slík leyfi fengjust ekki að jafn- aði, og í annan stað ætti jafn óeðlileg tak- mörkun á eignarjetti smásaman að leggjast niður. Um ullartollinn íAmeríku. Ullarsalan hefur gengið æði treglega á þessu ári og má nærri segja að ullin hafi verið óseljanleg, eða þá við svo lágu verði, að ekki hefur verið viðunandi. Hefur nú glögglega komið í ljós hve mik- ils vjer höfum mist við það, cr Banda- rikjamenn lögðu svo háan toll á íslensku ullina, að um viðskifti með hana til Ame- riku gat ekki lengur verið að tala, en þar hafði verið besti ullarmarkaður vor um nokkurt skeið, eins og kunnugt er. Verslunartiðindi hafa áður minst nokkr- um sinnum á þetta ullartollsmál Bandaríkja- manna og þar á meðal með ítarlegri rit- gjörð í 6. árg. 6. tbl., eftir Garðar kaupm

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.