Verslunartíðindi - 01.10.1925, Blaðsíða 5
LUNARTÍfll
MANAÐARRIT GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRAÐI ISLANDS
PrentatJ I leatoldarprentimlBJu.
8. ér.
Okfóbsr 1925.
Nr. 10
V erslunartlöindi koma út einu einni í mánuði venjnl. 12 blaðsiður. — Árgangnrinn kostar kr. 4.50
Ritstjórn og afgreiðsla: Skrifstofa Verslunarráðs Islands, Eimskipafjelagshúsið. Talsimi 694. Pósthólf 514
Verðbrjefaviðskifti.
Það er ekki langur tími liðinn síðan
lítið var um verðbrjef hjer á landi, utan
þeirra, sem að sjálfsögðu fylgdu kaupum
og sölu visBra verðmætra eigna, á meðal
einstakra manna, t. d. afsalsbrjef af jörð-
um húseignum o. þ. 1. Slík eignaskilríki
gátu tæpast orðið nema í fárra höndum,
vegna þess að eignin, er þau voru bund-
in við var óskift eða svo lítið skift, að
að verðmæti hennar varð öllum fjöldan-
um ofvaxið. Um almenna verslunarvöru
gaf gat hjer ekki verið að tala.
Á síðari árum, einkum eftir að lögin um
hlutafjelög gengu í gildi, verður talsverð
breyting hjer á. Þá fara ýmsar verð-
mætar eignir að komast á hendur margra
manna, þar sem hver á sinn vissa hlut
í eigninni, og þar sem skilríki eða verð-
brjef fylgir hverjum hlut, er segir til
hvers virði hann hefur upphaflega verið.
Eigninni er skift í marga stærri og smærri
hluta. Geta því margir fengið hluti, þó
efni sjeu ekki mikil, og þannig myndast
skilyrði fyrir viðtækri verðbrjefaverslun.
Mikill hluti þeirra vírðbrjefa, sem hjer
eru til, er fenginn annaðhvort í ágóða-
skyni, af því að eignin, sem þau eru
gefin út á er talin verðmæt eða gefur von
nm háa vöxtu, eða í annan stað að fje
er varið til verðbrjefakaupa, þar sem það
er álitið tryggilega geymt, þó vextir sjeu
lágir, svo sem er um bankavaxtabrjef,
ríkisskuldabrjef o. fl. þ. 1.
Til þess að verðbrjefaeign geti komið
að fullum tilætluðum notum, þarf það
skilyrði fyrst og fremst að vera fyrir
hendi, að eiganda sje það eigi bagalegt,
að hafa þannig fje sitt bundið. Fjárhags-
ástæðurnar eru breytilegar og fjárráð-
stöfunin því breytingarlögmáli háð hjer
sem annarsstaðar. Fyrirtækin reynast ekki
eins fjevænleg og í fyrstu var hugað, eða
menn þurfa á því fje að halda, er þeir
hafa fest, til einhverra brýnna þarfa. Ber
þá að því sama með verðbrjef og vörur,
að gangur verður að vera jafn greiður að
sölu eins og kaupum; þau verða að vera
almennum viðskiftalögmálum háð.
Erlendis fara verðbrjefaviðskiftin alment
fram á kauphöllunum, þannig að myndast
dagsverð miðað við framboð og eftirspurn á
hverri tegund brjefa. Geta menn þá ávalt
vitað hve mikils virði eign þeirra er og
venjulega losnað við hana, er þeir vilja.
Hjer er þessu öðruvísi háttað. Hafi menn
eignast verðbrjef og vilja koma því af
sjer aftur, er engin viss staður til þess
að leita að kaupanda, heldur verður hann
að fást, ef nokkur er, með því að fara
auglýsingaleið, eða með einhverri annars-
konar leit. Má jafnvel kveða svo að, að
fyrir verðbrjef sje hjer enginn markaður.