Verslunartíðindi - 01.10.1925, Blaðsíða 9

Verslunartíðindi - 01.10.1925, Blaðsíða 9
VB&SLÚNÁRTÍÐlNíjí that it has been the practice to classify these wools under Paragraph 1101, you are hereby instructed to assess duty upon these wools imported or withdrawn from warehouse thirty days from the date hereof under Paragraph 1102 of the Tariff Act«. Strax sem þessi breyting var orðin á tollun ullarinnar, tók fyrir sölu til Banda- ríkjanna, íslendingum til ómetanlegs tjóns. Innflytjendur þar og ýmsir aðrir, sem kunnugastir eru málavöxtum, telja þessa tollhækkun órjettmæta, og hefur vel þekt ullarverslunarhús í Philadelphia, Messrs. Charles J. Webb Sons Co. hafið fyrir nokkru málsókn gegn stjórninni í Wash- ington út af þeesu. Málið var komið fyrír rjettinn, er þetta firma skrifaði mjer sið- ast, 29. júní s. 1. en dráttur hefur orðið á því, að dómur væri uppkveðinn í málinu, telur þó firmaið líklegt að svo verði í þessum mánuði, og gefur von um að málið muni vinnast. í tilliti til þess, að siðastliðið ár var hátt verð á ullinni, kunna ýmsii í fljótu bragði að álíta, að tollmúr Bandaríkjanna liafi ekki mikil áhrif á sölu íslensku ullar- innar, en við nánari athugun er full ástæða til að ætla, að verðið á ullinni hefði verið mjög mikið hærra tvö s. 1. ár, ef ekki hefði orðið breyting á tollinum 1923. Eins og áður er vikið að, var aðalmark- aður ullarinnar í Bandaríkjunum til þess tima er tollhækkunin varð, og þar voru verksmiðjur sem unnu úr henni sömu vör- urnar ár eftir ár. Þegar þess er gætt, að íslenska ullin er dálítið sjerstök i sinni röð, og aðeins nothæf til vissra hluta, og er unnin með sjerstökum tegundum vjela, er skiljanlegt að ullin sje eigi eftirspurð á nýjum mörkuðum, þar sem nóg framboð er af annari þektari ull, sem sífelt er fá- anleg. Að vísu verður þessarar sölutregðu naumast vart þegar þurð er á ull á heims- markaðinum og eftirspurnin er góð. Það iöi er fyrst þegar kaupendur kippa að sjer hendinni og framboðið verður meira en eftirspurnin, sem tregða verður á sölu þeirra vara, sem ekki hafa vísan markað, eins og nú á sjer stað með ullina. Virðingarfylst. Garðar Gíslason. Til atvinnumálaráðuneytisins Reykjavik*. Síðan ullarviðskifti vor við Ameriku hættu, er ekki kunnugt um að nokkuð hafi veiúð gjört hjer af stjórnarvalda hálfu til þes3 að kippa þessu í lag. En nú fyrir stuttu hefur hr. alþm. Árni Jónsson farið vestur um haf í stjórnarerindum, og mun sú ferð aðallega farin til þess að leita ein- hverra þeirra tollivilnana með íal. ullina, að hún geti aftur orðið verslunarvara i Ameríku. — Að vísu hefur ekkert heyrst, er gefi von um að Bandrikjamenn muni vægja í tollkröfum sinum við oss, nema ef vera skyldi að niðurlagning steinolíueinka- sölunnar hefði einhver áhrif í þessa átt. En í jafn þýðingarmiklu fjárhagsmáli og þetta er, einkum fyrir ísl. bændastjettina, má einkis láta ófreistað. Væri því óskandi að förin bæri árangur og viðskifti gætu aftur tekist, ekki síst þegar þess er gætt, hve ullarmarkaður hefur nú brugðist annar- staðar eins og raun liefur borið vitni. to slifrtiS i ííiiwbií, ~ Frh. Umræöur. Aug. Flygenring alþm. tók í sama streng og frummælandi um lánsverslunina á Is- landi. Kvað hann hana hafa lagast mikið fyrir ca. 25 árum, er íslandsbanki var stofnaður. Peningarnir er þá fengust hefðu

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.