Verslunartíðindi - 01.10.1925, Blaðsíða 7

Verslunartíðindi - 01.10.1925, Blaðsíða 7
VEBSLUNABTIÐINDÍ 105 Gíslaaon, sera mun vera þessu máli einna kunnugastur. Til þess að rifja upp þetta þýðingarmikla raál, birta Verslunartíðind- in nú brjef eftir sama, samið að tilmælum stjórnarráðins og fer það hjer á eftir: Reykjavík, 7. sept. 1925. Jafnframt að jeg leyfi mjer að vísa til skýrslu, sem jeg gaf hinu háa stjórnar- ráði sumarið 1921 er snerti þetta efni, og ritgjörðar í júní-hefti Verslunartíðindanna 1923, hefi jeg ánægju af að verða við til- mælum hæstvirts atvinnumálaráðherra um að gefa frekari upplýsingar um tildrög tollsins á íslensku ullinni, og áhrif hans á sölu hennar. Til skamms tima liafa Bandríkjamenn verið aðalkaupendur að ullinni. Notuðu þeir hana að mestu leyti til gólfteppagerð- ar, en það er iðnaður, sem mikil rækt er lögð við í Bandaríkjunum. Skönimu eftir nýjár 1923 var lagður á hana svo hár innflutningstollur, að frá þeim tíma má segja að hún hafi verið úti- lokuð, og stafar vafalaust þaðan sú teppa, sem nú er á ullarsölunni, ásamt fallandi ullarverði á heimsmarkaðinum frá síðustu áramótum. Á árunum 1897 til 1913 var aðflutt ull tollskyld í Bandarikjunum. Henni var þá skift í 3 flokka eftir tegundum og verð- mæti, sem tollurinn miðaðist við og var íslensk ull í lægsta tollflokki. 1913 var tollurinn afnuminn, og var ull því flutt tollfrjáls til Bandaríkjanna til 27. maí 1921. Þá var lagður hár tollur á alla aðflutta ull með bráðabirgðar tolllöggjöf. Þessi tollur var 15 cent á enskt pund af óþveginni ull, 30 cent á enskt pund af liálfþveginni ull (skoluð á skepnunum eða hreinsuð), 45 cent á enskt pund af full- þveginni ull. Undanþegin frá tolli átti þó sú ull að vera, sem notuð væri til gólfteppagerðar (eða eins og í þessari bráðabirgðar toll- löggjöf stóð: >Commonly known as carpet wool«). Vegna þess hve þetta ákvæði var óákveð- ið og að þannig stóð á með ýmiskonar ull, að hún var bæði nothæf til teppa og fatn- aðar, eins og átti sjer stað með íslensku ullina, gjörði jeg mjer mikið far um að fá nánari upplýsingar um það, hvernig farið yrði með hana að þessu leyti. Ullartolls eftiriitsmaðurinn i New York ljet í Ijósi það álit, að íslenska ullin yrði að skoðast teppaull. (>wool commonly known as carpet wool«). Chamber of Commerce og Bureau of Commerce of the U. S. A. gáfu einnig upplýsingar er fóru í sömu átt. Sneri jeg mjer þá til fjármála- og tollstjórnarinnar í Washington og ósk- aði úrskurðar um þetta. Eftir að stjórnin hafði skipað nefnd sjerfræðinga í þessum efnum, til þess að fella úrakurð um skiln- ing laganna, að þvi er snertir þá ull, er vafi gat leikið á hvort tollskyld væri, sendi hún mjer til New York með brjefl dags. 30. júlí, afrit af erindi til tollheimtu- mannsins í New York, dags. 26. júli, þar sem tilkynt, er að stjórnin hafl komist að þeirri niðurstöðu, að sú ull sem taldist til 3. flokks, meðan aðflutt ull var tollskyld (1897—1913), skuli vera tollfrjáls meðan bráðabirgða-tolllögin gildi. Þar eð nú isl. ullin hafði heyrt undir umræddan 3 flokk, var þegar fengin vissa fyrir þvi, að ekki yrði lagður tollur á hana að sinni, og til- kynti jeg hinu háa stjórnarráði þetta strax með símskeyti. Skömmu eftir að bráðabirgða-tolllögin gengu í gildi, eða 28. júni 1921, var lagt fyrir þingið (The Congress) frumvarp að varanlegri tolllöggjöf, en það varð ekki að lögum fyr en seint í september árið eftir (1922). Til þess tíma giltu bráðabirgða- tolllögin. Samkvæmt tolllöggjöfunni er gekk i

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.