Verslunartíðindi - 01.08.1936, Page 5

Verslunartíðindi - 01.08.1936, Page 5
i VERSLUNARTIÐINDI| MÁNAÐARRIT. GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRÁÐI ÍSLANDS | Verslunartíðindi koma ut einu sinni i mánuði, venjul. 12 blaðsíður. Árgangurinn kostar kr. 4.50. — Ritstjórn og afgreiðsla: Skrifstofa Verslunarráðs íslands, Eimskipafjelagshúsinu. = Talsími 3694. Pósthólf 514. — Prentstaður: ísafoldarprentsmiðja h.f. = 19. ár Ágúst 1936 8. tbl. Reykjavík 150 ára. Eftir Pjetur Halldórsson borgarstjóra. Eftirfarandi erindi flutti Pjetur Halklórsson borg- arstjóri í útvarpið 18. ágúst s 1. í tilefni af 150 ára afmæli Reykjavíkur. 1 erindinu er gerð grein fyrir aðdragandanum að endalokum einokunarinnar og stofnun hinna fyrstu kaupstaða á íslandi. Er það hvortveggjasvomerkilegiratburðirí verslunar- sögu landsins, að Verslunartíðindunum er sjerstök ánægja af að birta hið fróðlega erindi borgarstjór- ans um þessa hluti. Við erum hjer í Reykjavík í dag að minnast merkilegs atburðar í sögu lands- ins og sjerstaklega í sögu Reykjavíkur. Hinn 18. ágúst 1786, eða í dag fyrir 150 árum, gaf Kristján konungur VII. Út Tilskipun um afnám hinnar kon- unglegu einokunarverslunar á islandi. Einokunin — ráðstöfun stjórn- arvaldanna á einkaheimild til handa ákveðnum aðilum til verslunar á ís- landi — hafði staðið kynslóð eftir kyn- slóð með þeim afleiðingum fyrir lands- menn, að því er mönnum kemur saman um nú á tímum, að þetta verslunarófrelsi hafði, ásamt ýmiskonar áföllum af völd- um farsótta og hamfara náttúrunnar, dregið svo kjark og dug úr landsfólk- inu, að líklega er það rjett, að hvergi hefir kynstofn hvítrar menningarþjóð- ar annars staðar, svo sögur fari af, rat- að í slíkar raunir sem Islendingar. Ef athugað er hvernig umhorfsvarhjer á landi um þetta leyti, ber margt hryggi- legt fyrir augu. Árið 1783 brunnu Skaft- áreldar sem allir landsmenn hafa heyrt getið um. Um afleiðingar þess viðburð- ar segir í skjali frá þessum tímum, að veturinn 1783—84 dóu af skorti 700 manns í Þingeyjarsýslum, 355 í Eyja- fjarðarsýslu, 100 í Skagafirði, og jafn- margir í Norðurmúlasýslu. — Þenna sama vetur fjellu 6801 nautgripir hjer á landi, 19488 hross og 129.947 fjár, og er þó ekki alt talið þar sem skýrslur vantaði frá nokkrum sýslumönnum um þetta. Sumarið eftir, 1784, urðu hinn 14. ágúst jarðskjálftar á Suðurlandi, sem ullu miklu tjóni. Eftir þenna dag, stóðu í Ytra-Hrepp aðeins 4 bæir af 50. I Eystri-Hrepp stóðu aðeins fáir bæir til fjalla. Um Skeið og Biskupstungur stóð ekki nokkurt hús eða kofi. Hinn 16. ágúst jókst jarðskjálftinn svo, að í flest- um hreppum Árnessýslu urðu hinar mestu skemdir. Öll hús fjellu í Flóa í átta kirkjusóknum — kirkjur og prest- setur um alla Árnessýslu fjellu ýmist

x

Verslunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.