Verslunartíðindi - 01.08.1936, Síða 7
VERSLUNARTÍÐINDI
75
að hinu leytinu, að frjálsari verslun og
samkepni mundi hvetja landsmenn til
aukinnar framleiðslu.
Konungurinn fjelst á þessa niðurstöðu
nefndarinnar og gaf út 10 dögum síð-
ar Tilskipun um afnám, einokunar á Is-
landi, 18. ágúst 1786.
Aðalefni tilskipunarinnar er þetta:
1. Verslun konungs hættir að fullu og
öllu frá 1. jan. 1788 og skal verslunin
þá frjáls öllum þegnum konungs í Ev-
rópu nema þeim þeirra, sem sjálfir búa
við einokun. Sömuleiðis er öllum
þegnum konungs frjálst að reka fiski-
veiðar við strendur landsins og að hafa
aðsetur í landi til fiskverkunar.
2. Kaupmenn mega hefja verslunþeg-
ar vorið 1787 ef þeir tilkynna þá fyrir-
ætlun fyrir árslok 1786 og er því heitið,
að veita hverjum kaupmanni nauðsyn-
legar upplýsingar um þann stað, er
hann hygst að hefja verslun á og aðstoð
til byrjunar.
3. Taxtar einokunarverslunarinnar
eru afnumdir, og er öllum frjálst frá því
um vorið 1787 að selja vörur og kaupa
við því verði, er þeim kemur saman um.
4. Allar vörur, innfluttar og útflutt-
ar, skulu í 20 ár vera tollfrjálsar.
5. Skip í förum til Islands skulu und-
anþegin venjulegum gjöldum í öllum
höfnum ríkisins.
6. Islenskar vörur skulu vera toll-
og gjaldfrjálsar í ríkjum konungs, og
enga tolla eða gjöld skal í ríkjum kon-
ungs utan Islands leggja á vörur, sem
til Islands fara.
7. Aðeins er heimilt að nota skip
þegna konungs til flutninga til lands-
ins og frá því.
8. Sex verslunarstaðir, Reykjavík,
Vestmannaeyjar, Eskifjörður, Eyjafjörð-
ur, Isafjörður og Grundarfjörður, fá
kaupstaðarrjettindi og leggur konungur
kaupstöðunum ókeypis land. Munu gef-
in nánari fyrirmæli er hjer að lúta.
9. Hver kaupmaður má koma sjer
upp útibúi í verslunarhjeraðinu, þá er
hann hefir fengið borgarabrjef og næg-
ar vörubirgðir. Hann má senda varn-
ingsfarma hvert sem er og kaupa varn-
ingsfarma hvaðan sem er úr löndum
konungs.
10. Hverjum manni er frjálst að
versla hvar sem hann óskar, ekki að
eins við kaupmenn í kaupstað eða við
útibú, heldur og við aðkomna kaup-
menn, spekúlanta svokallaða.
11. Verði næstu ár erfið svo að ótt-
ast megi neyð, 'er því heitið að konungur
komi á stofn forðabúrum.
12 Enginn má eiga viðskifti við
framandi þjóða menn, og er þeirri
stranglega bannað að versla á Islandi,
eða reka hjeðan útgerð.
13. Allar vörubirgðir verslunarinnar
á Islandi skulu taldar í apríllok 1787
og skulu þær metnar til verðs ásamt
öllum fasteignum. Skal mat þetta lagt
til grundvallar við sölu eignanna og
reikningslok einokunarinnar.
14. Gera skal skrá yfir allar útistand-
andi skuldir einokunarinnar.. Skulu all-
ar skuldir eldri en frá 1764, feldar nið-
ur, en helmingur yngri skulda gegn
greiðslu hins helmings fyrir júlílok
1787.
15. Einokunarverslunin hættir allri
lánsverslun frá þeim degi er tilskipun
þessi er birt almenningi, og eru þó und-1
an tekin lán til útgerðar á vertíð 1787,
sem endurgreiðast jafnótt og aflað er,
sem og lán til fátækra með ábyrgð
stjórnarvalda.
16. Kaupmönnum og öðrum efna
mönnum er gefinn kostur á kaupum á
húsum einokunarverslunarinnar, áhóld-
um og vörubirgðum innlendum og er-
lendum á hverjum verslunarstað, í einu