Verslunartíðindi - 01.08.1936, Síða 9

Verslunartíðindi - 01.08.1936, Síða 9
VERSLUNARTÍÐINDI 77 áfram að kenna þar ungu fólki að spinna og vefa svo lengi sem þetta er talin óhjákvæmileg nauðsyn. 25. Þau skip verslunarinnar sem ekki verða seld svo sem að framan segir, skulu boðin til sölu við sjerlega vægu verði fyrir vorið 1788, hverjum þeim er vill setjast að á Islandi til að stunda þar verslun og skal heitið verðlaunum svo sem hingað til hefir gilt, 10 Rd. árlega á smálest, hverjum kaupanda, er sannar að hann hafi gert skipið út til fiskveiða við ísland. Segir svo að lokum: Þar eð vjer hætta látum allri kaup- höndlan vor vegna, úr því seinustu skip eru út sigld af höfnunum að hausti 1787, þá skal og bæði kaupmanna og allra annara kauphöndlunarinnar þjen- ara starfa með kaupskap þar á landi þaðan í frá að öllu lokið. En seinna meir mega þeir vænta framar ályktað, hver náð þeim eftir kringumstæðum veitast kunni en þó því aðeins, að allir, sem þvílíkt öðlast skyldist til að sitja um kyrt í landinu meðan þeir vilja þess njóta. Samkvæmt fyrirheiti í tilskipun 18. ágúst voru með Tilskipun um fríheit kaupstaðanna á Islandi, 17. nóvember 1786, sett fyrirmæli um þetta efni, I þeirri tilskipun eru þessi atriði: 1. Öllum þeim, sem meðkenna kristi- lega trú skal í þessum kaupstöðum veita fullkomið umburðarlyndi og leyfast frjáls og óhindruð guðsþjónustugerð. 2. Borgarar kaupstaðanna skulu í 20 ár vera fríteknir fyrir manntalskostnaði, tolli og öðrum útlátum til ríkisins þjón- ustu og skulu því einungis bera almenn nauðsynjaþyngsli sjálfum bænum U1 nota. 3. Borgararnir eru undanþegnir vaxtaskatti sem var 14% af því fje, er þeir eiga á vöxtum. 4. Þann part af landslóðinni sem við þarf til sjerhvers kaupstaðar og aðrir eiga, má kaupa fyrir reikning konungs af eigendum og þann hluta sem kon- ungur á má gefa til þarfa kaupstaðar- ins þegar búið er að mæla plássið. Norskt timbur og annað efni til bygg- inga skal undanþegið útflutningstolli „frá Danmörku, Noregi og furstadæm- unum“ svo og innflutningstolli á Is- landi. Þeir, sem vilja taka sjer bólfestu í kaupstað og byggja þar hús, mega og vænta frekari hjálpar eftir kringum- stæðum. 5. Byggingastæðum skal gefins út- skipa, á þann hátt, að þau sjeu ekki of nærri hvert öðru og að pláss nokkurt til lítils jurtagarðs geti, ef mögulegt er, fylgt sjerhverju húsi. 6. Hverjum sem beiðist þess af yfir- valdi staðarins skal veita gefins borg- arabrj ef. 7. Sama skal gilda um hvern erlend- an mann sem tekur sjer bólfestu í kaup- stað ■— en þó skulu þeir til þess að öðl- ast innlendra rjett flytja með sjer 3000 ríkisdali. 8. Hver sem sest að í kaupstað má flytja þaðan aftur án nokkurs tíundar- álags eða frádráttar af fjemunum hans. 9. Með borgararjettindum fylgir heimild til að stunda hverskonar kaup- staðarnæringu, þó mega handverks- menn ekki stunda aðra verslun en sölu á vinnu sinni og smíðisgripum. Brennivínsbrennsla skal öldungis bönnuð og eins gestaveitingar nema með sjerlegu amtmannsleyfi. 10. Sjerhver borgari má hafa rjett til að eiga jarðargóss á Islandi. 11. Þarfir handverksmenn mega vænta sjer hæfilegra náðarveitinga ef þeir setj- ast að í kaupstöðunum. 12. Þeir hafa rjett til að stunda hand- verk sem lærðir meistarar, og ef lærðir

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.