Verslunartíðindi - 01.08.1936, Page 10
78
VERSLUNARTÍÐINDI
illþjóðasýning í París 1937.
Frakkar eru nu sem óðast að undir-
búa alþjóðasýningu þá, sem þeir hafa
ákveðið að halda sumarið 1937. Verður
hún opnuð í maí og stendur í 6 mán-
uði. „Sýningu listar og tækni nútímans“
nefna þeir hana. Öllum þjóðum hefir
verið boðin þátttaka í sýningunni, og
fjöldamargar þeirra hafa nú þegar þeg-
ið boðið eða yfir 40 alls. Af Evrópuþjóð-
sveinar setjast þar að sem meistarar
skulu útlærðir lærisveinar þeirra njóta
fullra rjettinda.
13. Aldrei má „stipta nokkurt hand-
verksfjelag á Islandi".
14. Hverjum borgara sem þess óskar,
má leyft vera fyrst um sinn í 20 ár að
stofna minni kaupverslun sem útbúða
menn, hafi þeir borgararjett til kaup-
skapar og sjeu vel birgir af nauðsynja-
varningi.
15. Hlutaðeigandi sýslumenn skulu
fyrst um sinn halda lagastjórn yfir þess-
um stöðum, sem þó mega vona að fá
sín eigin staðaryfirvöld þegar stiptamt-
maður og amtmaður ávísar að þeir
magnist svo að þörf gerist.
Hjer má nú líta upphafið að hvoru-
tveggja — að landsmenn hafa tekið
verslunina meira og meira í sínar hend-
ur, smátt og smátt alt fram á þennan
dag, og að nú eru upp komnir fjölmenn-
ir kaupstaðir í landinu víðsvegar auk
höfuðborgarinnar. Þeir staðir eru allir
sameiginlega aðsetur þessa atriðis í
framleiðslu landsmanna: verslunarinn-
ar.
Það hefir tekið heila öld eða rúm-
lega það að gera verslun íslands að at-
vinnuvegi og viðfangsefni landsmanna
um eru ekki nema örfáar, sem ekki
hafa sint boðinu. Öll Norðurlönd, nema
ísland eru þátttakendur.
Tilgangur sýningar sem þessarar er
að blása nýjum anda í athafnalíf þeirra
þjóða, sem þátt taka í henni og þá fyrst
og fremst þeirrar þjóðar, sein heldur
sýninguna. Er það staðreynd, sem ekki
verður gengið fram hjá, að nýr skriður
sjálfra og þetta er ekki furðanlegt.
Verslun er vandasamt viðfangsefni ef
vel á að takast —- hún þarf að grund-
vallast á öruggri reynsluþekkingu,
fenginni að arfi frá kynslóð til kyn-
slóðar, fullkomnum heiðarleik og ráð-
vendní, yfirburðum að glöggskygni á
fjárhagsmál og höfðingslund sem fyr-
irlítur auðfenginn arð, en lítur á starf-
semina sem þjónustu að æðra takmarki.
Á þenna hátt fara saman hagsmunir
einstaklings og heildar — verslunar-
manns, viðskiftamanns, kaupstaðar og
þjóðfjelagsins alls.
Það er almenn skoðun hjer á landi,
síðan á dögum einokunarinnar, að versl-
unarfrelsi sje eitt af skilyrðum þess að
þjóðfjelagi geti vegnað vel — til þess,
að starfsemi landsfólksins að því að
vinna verðmæti úr skauti náttúrunnar
geti borið sem bestan árangur. — Hið
nána samband sem er í milli verslun-
arfrelsis og rjettinda kaupstaða í til-
skipunum Kristjáns konungs VII. frá
8. ágúst og 17. nóvember 1786 er enn í
fullu gildi, staðfest af reynslunni.
Reykvíkingar óska, að landsmenn
megi um aldur halda fengnu frelsi í
verslun, og að kaupstaðir blómgist og
blessist til farsældar landi og lýð.