Fréttablaðið - 04.10.2018, Page 52

Fréttablaðið - 04.10.2018, Page 52
Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur hvar@frettabladid.is 4. október 2018 Tónlist Hvað? Helgi – útgáfutónleikar Hvenær? 20.30 Hvar? Bæjarbíó, Hafnarfirði Helgi gaf út sína fyrstu breiðskífu, Skýjabönd, í lok ágúst. Í tilefni útgáfunnar ætlar Helgi ásamt öflugri hljómsveit sinni að flytja plötuna í heild sinni í fyrsta skipti í Bæjarbíói fimmtudagskvöldið 4. október. Húsið er opnað kl. 20.00 og tónleikar hefjast kl. 20.30. Hvað? Af fingrum fram með Jóni Ólafs – Selma Björns Hvenær? 20.30 Hvar? Salnum, Kópavogi Nú göngum við inn í 10. árið. Af fingrum fram er tónleikaröð með Jóni Ólafs og gestum í Salnum. Selma Björnsdóttir er margvís- legum hæfileikum gædd og kom- inn tími til að spyrja hana – þó tæplega spjörunum úr enda óvið- eigandi. Hún á að baki glæsilegan feril sem söng- og leikkona auk þess að vera frábær danshöfundur og leikstjóri. Selma fer í gegnum fjölbreyttan ferilinn, allt frá Euro- visionlögum til kántrítónlistar með dassi af Grease í bland. Hvað? Hekla Hvenær? 21.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu Hekla tilheyrir ekki neinum til- teknum flokki tónlistar og fylgir engum ákveðnum reglum. Skrítið, einstakt og sjaldheyrt þeramínið getur verið tjáningarríkt og afar aðlögunarhæft. Í höndum Heklu dekkar hljóðfærið gífurlega vítt svið, allt frá dreifðum fuglasöng með hátíðnitísti og kvaki, að gníst- andi tektónískum undirbassa. Hvað? Tónlist í garðinum Hvenær? 18.00 Hvar? CenterHotel Miðgarður, Lauga- vegi Centertainment kynnir „Tónlist í garðinum“, tónlistar- og Happy Hour viðburði sem haldnir verða á fimmtudögum á CenterHotel Miðgarði. Hvað? Prins Póló á trúnó Hvenær? 20.00 Hvar? Hljómahöll, Reykjanesbæ Í dag ætlar Prins Póló að hoppa upp í flugvél, koma sér alla leið frá Berufirði til Reykjanesbæjar og fara á trúnó í Hljómahöll. Prins Póló gaf nýverið út þriðju breið- skífu sína en platan ber heitið Þriðja kryddið. Á plötunni er að finna meðal annars slagarana Er of seint að fá sér kaffi núna?, Líf ertu að grínast? og Læda slæda. Áður hafði Prinsinn gefið út lög sem allir þekkja eins og Niðrá strönd, París Norðursins, Tipp Topp og fleiri. Hvað? Hausar October Drum & Bass at Paloma Hvenær? 21.00 Hvar? Paloma, Naustunum Hausar rúlla áfram fyrsta fimmtu- dagskvöld í hverjum mánuði á Paloma. Allt það nýjasta í drum & bass í bland við gamla klassík í Funktion-One kerfi! Hvað? Kokteilar & Tónlist hjá Geira Smart Hvenær? 17.00 Hvar? Geiri Smart, Hverfisgötu Vigdís Vala Valgeirsdóttir, Borgþór Jónsson og Magnús Oddsson leiða saman hesta sína á Happy Hour á annarri hæð Geira Smart, (Canopy Reykjavík). Þríeykið mun flytja efni úr smiðju Vigdísar Völu sem mætti lýsa sem djass- eða blús- skotinni dægurtónlist með dassi af pönki á köflum. Viðburðir Hvað? Sigvaldi Kaldalóns – frum- sýning Hvenær? 20.00 Hvar? Hannesarholti, Grundarstíg Tónskáldið og doktorinn Sigvaldi Kaldalóns átti litríka ævi. Hann tók við læknisembætti í einu afskekktasta læknishéraði landsins fyrir vestan. Víst var lífið þar ekki eins og í einföldum söngleik. Þrátt fyrir það samdi Sigvaldi margar af sínum helstu sönglagaperlum á Kaldalónsárunum. Rakin verður þessi litríka saga tónskáldsins fyrir vestan og fluttar helstu perlur hans. Leikurinn var frumsýndur árið 2013 og naut mikilla vinsælda og snýr nú aftur á senuna. Búast má við að margir fagni endurfund- um og nýjum fundum við okkar ástkæra tónskáld Sigvalda Kalda- lóns í þessari umtöluðu sýningu. Hvað? Fjórða iðnbyltingin: Aftur til fortíðar? Hvenær? 09.00 Hvar? Hlíðarendi Fjórða iðnbyltingin mun þurrka út sum störf og skapa önnur ný. En hvaða áhrif mun hún hafa á stöðu kynjanna á vinnumarkaðnum? Spár sýna að ef konum fjölgar ekki nú þegar í iðn- og tækninámi gæti þeim fækkað mikið í orku-, veitu- og upplýsingatæknigeir- anum. Færir fjórða iðnbyltingin okkur tugi ára aftur í tímann hvað varðar jafnrétti á vinnustöðum? Verður öll sú vinna sem lögð hefur verið í að jafna stöðu kynjanna í þessum atvinnugeirum fyrir gýg? Eða er fjórða iðnbyltingin einmitt tækifæri til að jafna kynjahlutföll með breyttu verklagi? Samorka og Origo, í samvinnu við Vertonet og KíO, bjóða til morgunverðarfund- ar til að ræða fjórðu iðnbyltinguna út frá þessu sjónarhorni og mikil- vægi fjölbreytni í starfsliði fyrir öll fyrirtæki. Hvað? RIFF Masterclass – Sergei Loznitsa Hvenær? 13.00 Hvar? Norræna húsið Venju samkvæmt stendur RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fyrir spennandi meist- araspjalli með þeim frábæru kvik- myndagerðarmönnum sem heiðra hátíðina með nærveru sinni. Ókeypis inn og allir velkomnir. Í meistaraspjalli sínu einblínir Sergei Loznitsa á hvernig mörkin á milli skáldskapar og veruleika eru óðum að þurrkast út á tímum falsfrétta og síðsannleika. Til hlið- sjónar hefur hann nýjustu mynd sína, Donbass, en fyrir hana hlaut Sergei verðlaun fyrir bestu leik- stjórnina á kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard. Hvað? RIFF – Á veiðum í vatni tímans Hvenær? 14.45 Hvar? Norræna húsið Verk Lailu Pakalninu geta virst í fyrstu sundurlaus en stíll hennar er í senn alvarlegur og glettinn og hefur verið líkt við myndir Aki Kaurismäki. Við skyggnumst inn í veröld Pakalninu, rýnum í höf- undareinkenni hennar og kynn- umst betur þessari einstöku kvik- myndagerðarkonu. Í dag ætlar Prins Póló að hoppa upp í flugvél, koma sér alla leið frá Berufirði til Reykjanesbæjar og fara á trúnó í Hljómahöll. fRéttaBlaðið/stefán 4 . o k T ó b e r 2 0 1 8 F I M M T U D A G U r36 M e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð 0 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 F C -F B 3 C 2 0 F C -F A 0 0 2 0 F C -F 8 C 4 2 0 F C -F 7 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.