Víkurfréttir - 04.10.2018, Qupperneq 1
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
S U Ð U R N E S J A
MAGASÍN
AÐAL S ÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝS INGAS ÍM INN 421 0001 ■ FRÉTTAS ÍM INN 421 0002
Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
Opnunartími
mán.–fös. frá 9–20
lau.–sun. frá 11–18
Háhraða internet og hágæða sjónvarp
EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER
ENGIR AUKAREIKNINGAR
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is
www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding
frá 6.560 Kr/mán.
Úkraínskir risar
á Keflavíkurflugvelli
Tveir úkraínskir risar, Antonov 124, voru á Keflavíkur-
flugvelli í síðustu viku. Það eru svo sem engar fréttir
að þessar vélar séu á flugvellinum en sjaldgæfara er
að sjá þær tvær eða fleiri á sama tíma. Alls hafa 55
flutningavélar af þessari tegund verið smíðaðar og
eru margar þeirra í þjónustu Antonov Airlines og
Volga-Dnepr Airlines sem eru í þungaflutningum
um allan heim. Flugtaksþyngd er rúm 400 tonn en
Antonov 124 getur flutt allt að 150 tonna farm. Með
120 tonn í lestinni getur vélin flogið 5000 kílómetra
vegalengd
Vélarnar sem millilenda á Keflavíkurflugvelli
eru oftar en ekki í flutningum með búnað fyrir
olíu- og gasvinnslusvæði í Kanada og eru að flytja
búnaðinn frá framleiðendum í austur Evrópu
og í Asíu. Ástæða millilendingar á Keflavíkur-
flugvelli er til að hvíla áhafnir en Keflavíkur-
flugvöllur er miðja vegu á flutningaleiðinni.
Meðfylgjandi mynd var tekin af vélunum þar sem
þær stóðu saman á austurhlaði Keflavíkurflugvallar
á miðvikudag í síðustu viku.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli
sem var að loka millihurð í far-
þegarana varð fyrir því óhappi
að klemma fingur milli hurðar
og hurðarstafs með þeim afleið-
ingum að framhluti fingursins
datt af. Samstarfsfólk mannsins
kom honum strax til hjálpar,
fingurstúfurinn var settur í glas
með ísmolum, búið um hönd
mannsins og hann fluttur á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja. Slysið
varð á mánudag.
Þá varð slys við Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar þegar rútubílstjóri fékk
farangurshurð rútunnar í höfuðið.
Hafði bílstjórinn verið að setja far-
angur í rýmið þegar hurðin fauk
niður og lenti á höfði hans. Við-
komandi var einnig fluttur á HSS
og í báðum tilvikum gerði lögreglan
á Suðurnesjum Vinnueftirlitinu
viðvart.
Fingurstúfur-
inn settur í glas
með ísmolum
Reykjanesbær hefur gert að tillögu að þrjú svæði í sveitarfélag-
inu verði verndarsvæði í byggð. Þau svæði eru Patterson-flug-
völlur sem mikilvægar herminjar og kennileiti í sveitarfélaginu.
Hins vegar svæði í Innri-Njarðvík, Hákotstangar, Njarðvíkur-
kirkja, túnin beggja vegna Tjarnargötu og Narfakotstún. Túnin
í Innri-Njarðvík eru mörkuð fornum byggðaháttum. Þriðja
svæðið er Hafnir en svæðið nýtur hverfisverndar og náttúru-
verndar að hluta en myndar merka menningarlega heild.
Samkvæmt lögum um verndar-
svæði í byggð skal sveitarstjórn
að loknum kosningum meta
hvort innan staðarmarka
sveitarfélagsins sé byggð sem
hafi slíkt gildi hvað varðveislu
svipmóts og menningarsögu
varðar, ásamt listrænu gildi, að
ástæða sé til að útbúa tillögu
til ráðherra um að hún verði
gerð að verndarsvæði í byggð.
Patterson, Hafnir og
svæði í Innri Njarðvík
verði verndarsvæði
Eignir þrotabús United Silicon hafa
að mestu farið í að greiða veðkröfur
Arion banka en lítið sem ekkert mun
fást upp í launakröfur á sjötta tug
starfsmanna. Tjón þeirra gæti numið
tugum milljóna króna.
Þetta kom fram í kvöldfréttum
Stöðvar 2 á mánudagskvöld. Þar sagði
Geir Gestsson, skiptastjóri þrota-
búsins, ólíklegt að nokkuð fáist upp
í launakröfur starfsmanna upp á 110
milljónir króna.
Telur lítið fást
upp í launakröfur
Tilboðin gilda 4.-7. október 2018
LJÚFFENGUR HELGARMATUR
-50%
BAYONNE SKINKA
998 KRKG
ÁÐUR: 1.995 KR/KG
NAUTALUNDIR
2. flokkur
2.999 KRKG
ÁÐUR: 3.998 KR/KG
-25%
LAMBALÆR1
ÚRBEINAÐ MEÐ PIPAROSTI
1.999 KRKG
ÁÐUR: 2.855 KR/KG
-30%
-50%
GUL
ME
LÓN
A
fimmtudagur 4. október 2018 // 38. tbl. // 39. árg.