Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.10.2018, Page 2

Víkurfréttir - 04.10.2018, Page 2
2 BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM f immtudagur 4. október 2018 // 38. tbl. // 39. árg. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@ vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM Capacent — leiðir til árangurs Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þá fer Landhelgisgæslan einnig með daglega framkvæmd öryggis- og varnarmála samanber varnarmálalög nr. 34/2008 þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa-, ratsjár- og fjarskiptastöðva. Hjá Landhelgisgæslunni starfar tæplega 200 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks! Gildin okkar eru: Öryggi - Þjónusta - Fagmennska Upplýsingar og umsókn capacent.com/s/10157 Menntunar- og hæfniskröfur Vélfræðingur eða vélstjóri Ökuréttindi og vinnuvélapróf Staðgóð þekking á varaaflsbúnaði, kælikerfum, eldvarnarkerfum og rafmagnsbúnaði Góð íslensku- og enskukunnátta Snyrtimennska í umgengni við vélar og tæki � � � � � � � � � Umsóknarfrestur 15. október Starfssvið Daglegt viðhald, eftirlit með tækjum og búnaði mannvirkja Skýrslugerð og rekstrartengd verkefni Umsjón og eftirlit með verktökum Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum einstaklingi til að slást í samhent teymi Gæslunnar. Viðkomandi einstaklingur þarf að vera traustur, með ríka þjónustulund og geta tekist á við krefjandi verkefni. Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli. Landhelgisgæsla Íslands Vélfræðingur/Vélstjóri Hallfríður Hólmgrímsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Grindavík, hefur lagt fram fyrirspurn til meirihlutans í Grindavík vegna fundargerða bæjar- ráðs Grindavíkur frá fundum nr. 1490 og 1491. „Ofangreindar fundargerðir innihalda hvor um sig eitt mál, viðtöl við mögu- lega sviðstjóra sem sóttu um starf hjá okkur og ákvörðun um ráðningu í framhaldi af því. Þarna erum við að tala um aukafund nr. 1490 á fimmtu- degi, svo annar aukafundur nr. 1491 mánudaginn eftir og í kjölfarið er haldinn fundur nr. 1492 þar sem ráðningarmál er 6. mál á dagskrá og samþykktir ráðningarsamningar við sviðsstjóra. Einnig vekur athygli að þessar fundar- gerðir nr. 1490 og 1491 eru ekki birtar á vef Grindavíkur einhverra hluta vegna. Við viljum vita af hverju það voru auka bæjarráðsfundir um þessi mál í stað þess að bæjarfulltrúar eða bæjarráð hefðu verið boðaðir í viðtöl við umsækjendur svipað og var gert í ráðningu bæjarstjórans?,“ bókar Hall- fríður á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur. Og í bókun Hallfríðar segir einnig: „Bæjarfulltrúar eru á mánaðarlaunum og þurfa ekki í hvert skipti að fá greitt fyrir hvert viðvik sem er gert. Þarna voru tveir aukafundir sem við teljum að ekki hafi þurft að boða til sem er aukakostnaður upp á rúmlega 400 þúsund krónur. Ef þið ætlið að vísa í lög eða reglugerðir þá vinsamlegast nefnið hvaða lög eða reglugerð á við.“ Undir þetta ritar Hallfríður Hólm- grímsdóttir, Miðflokknum. Bókun Hallfríðar er svarað með bókun á síðasta bæjarstjórnarfundi í Grindavík þar sem segir: „Bæjarráð mun svara bókuninni á næsta bæjar- ráðsfundi.“ Nýir hluthafar hafa lagt geoSilica til 40 milljónir króna fyrir um 6% hlut í sprotafyrirtækinu. Samkvæmt því er heildarverðmæti fyrirtækisins því um 700 milljónir króna. Miklir landvinningar eru fyrirhugaðir hjá fyrirtækinu. „Nú höfum við öll þau tól sem við þurfum til að sækja á erlenda markaði - gott starfsfólk, fjármagn og reynslu- mikla hluthafa,“ segir Fida Abu Lib- deh, annar stofnanda geoSilica. Fida stofnaði geoSilica ásamt Burkna Pálssyni árið 2012 þegar þau voru í námi í orku- og umhverfistæknifræði hjá Keili og Háskóla Íslands. Þau fengu þá hugmynd að vinna kísilsteinefni úr affallsvatni frá Hellisheiðavirkjun. Þremur árum síðar kynntu þau fyrstu vörurnar og í dag eru þær seldar á Íslandi og í þýskumælandi löndum. „Salan á erlendum mörkuðum hefur gengið framar vonum og mánaðar- salan í gegnum netverslun þar er nú orðin meiri en á Íslandi. Nú stefnum við einnig á að fara með vörurnar í verslanir í þýskumælandi löndum,“ segir Fida sem segir f y r i r t æ k i ð hyggja á frekari landvinninga. „Einn af hluthöfunum mun aðstoða okkur við að komast á Skandinavíu- markað og svo eru samningaviðræður um Kínamarkað komnar mjög langt á veg.“ Kísilsteinefni geoSilica er hágæða 100% náttúrulegt steinefni, þróað og framleitt á Íslandi úr jarðhitavatni frá Hellisheiðarvirkjun. Kísilsteinefnið er í vökvaformi, ætlað til inntöku og inniheldur engin viðbætt efni. Kísill er steinefni sem finnst í nátt- úrunni og ýmsum fæðutegundum. Kísill er nauðsynlegt næringarefni fyrir líkamann en hann gegnir lykil- hlutverki í myndun og viðhaldi beina. Kísill getur einnig auðveldað líkamanum upptöku á öðrum stein- efnum, eins og kalki og magnesíum sem dæmi. Mikill skortur er á kísli í fæðu Vesturlandabúa sem hefur þau áhrif að leita þarf annarra leiða til að fullnægja líkamanum um það magn af kísli sem hann þarfnast. geoSilica framleiðir nú fjórar vöru- tegundir og er með starfsemi að Ásbrú í Reykjanesbæ og við Hellis- heiðavirkjun. Hjá fyrirtækinu starfa fimm manns. Kaupa 6% hlut í geoSilica fyrir 40 milljónir króna Nýir hluthafar hafa bæst í eigendahóp geoSilica. Fyrirtækið hyggur á mikla landvinninga. Heildarverðmæti fyrirtækisins 700 milljónir króna. Aukafundir bæjarráðs vegna ráðningar- mála kostuðu rúmar 400 þús. kr. SUÐURNESJAMAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.