Víkurfréttir - 04.10.2018, Page 12
12 BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM f immtudagur 4. október 2018 // 38. tbl. // 39. árg.
Útgarðar
Sameiningarheiti á sameiginlegt
sveitarfélag Garðs og Sandgerðis
Ég er einn af þeim sem
hefur haft nokkuð
sterkar skoðanir á
sameiningu þessara
tveggja sveitarfélaga.
Af hverju ætla ég ekki
að tíunda hér í þessum
pistli, þar sem það
hefur ekkert að segja
hvort sem er. Það
er búið og gert. En
mér þykir samt sem áður vænt
um Sandgerði og það er ekki út
af neinum deilum við þá. Ég var
mikið í Sandgerði sem krakki og
saga þessa sjávarþorps er mjög
merkileg, eins og Garðs.
Ég vona þó að ég hafi rangt fyrir mér
varðandi sameiningu og að þetta
verði til góðs fyrir okkur og aðra
íbúa í komandi framtíð. En ég er
Garðmaður og verð það alltaf, því
verður ekki breytt.
Í vor var haldin kosning um heiti
á nýja sameiginlega sveitarfélagið.
Ég kaus ekki (eins og margir aðrir)
vegna þess að nöfnin sem voru í
boði voru lítt spennandi og þetta
viðskeyti byggð og bær fór ekki vel
í mig, eins og hjá mörgum öðrum.
Sameiningarheitið Heiðarbyggð
fékk flest atkvæði, en vegna
dræmrar þátttöku í kosningum
(þar sem margir skiluðu auðu eða
helmingur atkvæða) var ákveðið að
endurskoða nafnagiftina.
Íbúar Garðs og Sandgerðis geta
kosið á ný þann 3. nóvember 2018,
eins og kom fram í fundargerð
bæjarráðs.
Mér finnst mjög mikilvægt að
í heitinu felist skírskotun í sögu
sveitarfélaganna og eitthvað sem
tengir þessi tvö sveitarfélög saman.
Það sem er hvað mest áberandi og
einkennandi fyrir bæði þessi sveitar-
félög eru grjótgarðarnir. Þeir voru
frá upphafi byggðar afgerandi hluti
ásyndar umhverfis og eina tiltæka
efnið til að verja tún og garða.
Sagt er í heimildum að í Garðinum
hafi grjótgarðar náð
samanlagt um 60 kíló-
metra lengd!
Svo auðvitað Skaga-
garðurinn mikli sem
lá frá Útskálum í Garði
að Kirkjubóli í Sand-
gerði, sem er rúmlega
tveggja kílómetra leið.
Skagagarðurinn er með
merkustu fornminjum
á Íslandi, sem við þurfum að halda
betur á lofti. Tilgangurinn með
mannvirkinu er talinn hafa verið
til að verja akurlöndin fyrir búfé,
sér í lagi kindum, en akuryrkja var
tíð á Garðskaga. Skagagarðurinn
hefur líklega verið reistur á 10. öld
og það mótar fyrir honum enn í dag.
Þetta eigum við Garðmenn og Sand-
gerðingar sameiginlega sem tengir
bæjarfélögin saman.
Núna í vor urðum við þess heiðurs
aðnjótandi að einn virtasti og af-
kastamesti rithöfundur þjóðarinnar,
Gyrðir Elíasson, flutti í Garðinn.
Gyrðir hefur hlotið margar viður-
kenningar fyrir verk sín, þar á
meðal bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs 2011 fyrir bók sína Milli
trjánna. Þess má þá til gamans geta
að hann kláraði nýjustu skáldsögu
sína, Sorgarmarsinn, í Garðinum,
sem að mínu mati er ein af hans
bestu bókum. Hún hefur einstakan
sjarma og er mjög vönduð eins og
öll hans verk.
Gyrðir sendi mér nýlega hugmynd
að heiti á nýja sveitarfélagið, sem
mér finnst koma fyllilega til greina
og er sennilega besta tillaga sem ég
hef heyrt hingað til.
Ég held að Gyrðir hafi hitt naglann
beint á höfuðið.
Vona að sem flestir séu sammála.
Útgarðar
Virðingarfyllst,
Guðmundur Magnússon
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
SMÁAUGLÝSINGAR
TIL LEIGU:
Íbúð til leigu í Keflavik fyrir reyk-
lausan, reglusaman, vinnandi ein-
staklings eða par. Ekkert dýrahald.
Sími 8630733. Milli 12–19.
Verið velkomin
á samkomu
alla sunnudaga
kl. 11.00
Hvítasunnu-
kirkjan í Keflavík,
Hafnargötu 84
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Liðónýtir
þingmenn Suðurnesja
Enn eitt kjörtímabilið hafa kjósendur á Suðurnesjum
látið frambjóðendur til Alþingis ljúga upp í opið geðið á
sér. Eitt helsta baráttumál Suðurnesjamanna, tvölföldun
Reykjanesbrautarinnar, mun verða að veruleika árið
2033. Þremur árum eftir að innflutningsbann á bif-
reiðum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti tekur gildi.
Hver kaus það?
Þau orð sem afi minn heitinn, blessuð
sé minning hans, hafði um Fram-
sóknarmenn voru ekki fögur og
reyndi maður þótt ungur væri frekar
að draga úr en hitt. Í dag er ég ekki
frá því að sá gamli hafi bara verið
með sitt upp á punkt og prik. Fram-
sóknarfagurgali formannsins nær
ekki lengra en að hann fái tryggt sæti
í höllinni við Austurvöll. Hvað hann
sagði til að komast þangað skiptir
engu máli. Tilgangurinn helgar
meðalið. Hvernig fór hann með Sig-
mund Davíð? Hvernig fer hann með
Reykjanesbrautina? Sí ofan í æ virðast
Suðurnesin vera skilin eftir þegar hið
háa Alþingi fer að dreifa fjármunum
um landið. Ekki einu sinni er hægt
að nota hér milljarðana sem ríkis-
sjóður hefur fengið út úr sölu eigna
á varnarsvæðinu sáluga. Þar er helst
að þakka þingmönnum sem hafa verið
svo uppteknir við að skrifa aksturs-
dagbækur að ekki hefur gefist tími
til að sinna þeim verkefnum sem
kjósendur ætlast til af þeim. Það
er tímafrekt að skara eld að eigin
köku. Laun og rekstrarkostnaður
fyrir um tvær milljónir á mann sem
gerir ekki neitt yrði aldrei liðið hjá
einkareknu fyrirtæki en þrjúhundruð-
þúsund manna þjóð finnst sjálfsagt
að hafa 63 slík eintök á Austurvelli.
Ekki veit ég hvað veldur þrælsótta
kjósenda á Suðurnesjum, svo ekki sé
til tals aumingjaskapurinn í sveitar-
stjórnunum sem bara kyngja því sem
að þeim er rétt. Hvar er stoltið? Er
svona gott að sitja á opinberu jötunni
að óþarfi er að láta í sér heyra til að
rugga ekki bátnum? Er samtryggingin
slík að það eru bara allir glaðir með
sínar milljónir og þaðan af meira á
mánuði. Væla bara á Fésbókinni og
gera ekkert þangað til næst verður
kosið? Þá getur fagurgalinn hafist að
nýju. Á þessu kjörtímabili þó skammt
sé á veg sé komið er búið að sanna að
troða má snuði uppí unga efnilega
stjórnmálamenn með pólitískum bit-
lingum í formi stjórnarformannssetu
í ríkisfélögum. Formaðurinn deilir út
brauðmolunum og fótgönguliðarnir
grjóthalda kjafti. Skiptir þá engu máli
þótt fótgönguliðarnir hafi skipað sér í
forystusveit verkefna sem kjósendur
telja forgangsverkefni Suðurnesjum.
Í eina tíð hefðu þetta verið kölluð
svik. Hvað er hið rétta í stöðunni
fyrir kjörna fulltrúa sem láta eigin
hagsmuni ganga fyrir hagsmunum
kjósenda? Ég tel vist að menn mér
kærir og tengdir sem hafa horfið yfir
móðuna miklu snúi sér í gröfinni. Því-
líkur aumingjaskapur sem hér er við
lýði. Hvað varð um stolt Suðurnesja-
manna? Stopp - hingað og ekki lengra.
Góðar stundir,
Margeir Vilhjálmsson
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
Mojfríður einkaspæjari
í Penninn Eymundsson
Föstudaginn 5. október mun Marta
Eiríksdóttir árita og lesa upp úr
nýjustu bókinni sinni í Eymunds-
son Keflavík frá klukkan 14:00
til 15:00. Bókin, sem heitir Moj-
fríður einkaspæjari, er þriðja bók
höfundar og hefur hlotið mikið
lof lesenda, þykir vel skrifuð og
skemmtileg. Bókin verður seld á
sérstöku kynningarverði þennan
dag. Upplagt að stinga þessari bók
í jólapakkann í ár til þeirra sem
þér þykir vænt um og vilt gleðja!
FRÉTTATILKYNNING
Varasalvi Bláa lónsins til
styrktar Bleiku slaufunni
Í tilefni af Bleiku slaufunni, átaks-
verkefni Krabbameinsfélagsins,
sem hefst núna í október mun 20%
af söluandvirði varasalva Bláa lóns-
ins renna til Krabbameinsfélagsins.
Varasalvinn er ein vinsælasta vara
Bláa lónsins og í tilefni af Bleiku
slaufunni verður hann seldur í
bleikum pakkningum. Bláa lónið
hefur klætt sérvaldar vörur sínar í
bleikan búning síðan 2015 til styrktar
verkefninu.
Líkt og síðustu ellefu ár tileinkar
Krabbameinsfélag Íslands október-
mánuð baráttu gegn krabbameini
hjá konum. Söfnunarfé Bleiku
slaufunnar í ár verður varið til
þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem
Krabbameinsfélagið stendur fyrir,
með sérstakri áherslu á krabbamein
hjá konum og hvatningu um að mæta
í skimun fyrir brjósta- og legháls-
krabbameinum.
Í Bleiku slaufunni í ár leggur
Krabbameinsfélagið upp með að
taka höndum saman við vinnustaði,
saumaklúbba og aðra vinahópa sem
hafa sýnt sig að vera dýrmætur
stuðningur við þá félaga sem veikjast
af krabbameini og fá þá til að taka
í sameiningu ábyrgð á því að „kon-
urnar þeirra“ nýti tækifæri til reglu-
bundinnar skimunar.
Konur er hvattar til að fara í skoðun
í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í
Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Skimað er
fyrir leghálskrabbameini hjá konum
á aldrinum 23–65 ára á þriggja ára
fresti og fyrir krabbameini í brjóstum
hjá konum á aldrinum 40–69 ára, á
tveggja ára fresti. Með leghálsskimun
er hægt að draga verulega úr fjölda
krabbameina í leghálsi og það eykur
batalíkur verulega að greina brjósta-
krabbamein á byrjunarstigi. Heim-
sóknin tekur að jafnaði ekki lengri
tíma en 10–15 mínútur í heildina.
Varasalvi Bláa lónsins er seldur í
verslunum fyrirtækisins í Svartsengi,
við Laugaveg 15, Hreyfingu Glæsibæ,
Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í vef-
verslun www.bluelagoon.is.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma
EYGLÓ GÍSLADÓTTIR
Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ
lést föstudaginn 21. september.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 9. október kl.13.
Anna Gústafsdóttir Tryggvi Ingvason
Sigurður Hjálmar Gústafsson
Inga Hildur Gústafsdóttir
Vilhjálmur Pétur Björgvinsson
Gísli Jón Gústafsson Bahja Zaami
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær unnusti minn, bróðir okkar, mágur og frændi
REIDAR ÓSKARSSON
Rafnkelstaðavegi 8, Garði
lést á Hvammstanga, þriðjudaginn 18. september sl.
Útförin fer fram frá Útskálakirkju í Garði fimmtudaginn
4. október klukkan 14:00.
Laufey Sigurðardóttir
Þórdís Husby Örlygur Þorkelsson
Ragnar M Husby Edda Baldvinsdóttir
og frændsystkini