Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 5FRÉTTIR
Tollstjóri – Tryggvagata 19, 101 Reykjavik – aeo@tollur.is
VILTU VERÐAVIÐURKENNDUR
REKSTRARAÐILI?
Nánari upplýsingar veitir Elvar Örn Arason, umsjónarmaður AEO,
í gegnum tölvupóst elvar.arason@tollur.is eða í síma 894 2409.
Embætti tollstjóra óskar eftir fyrirtækjum til að
taka þátt í tilraunaverkefninu „Viðurkenndir
rekstraraðilar“. Verkefnið gengur út á að prófa
það verklag sem viðhafa þarf við AEO-vottun
fyrirtækja.
Í lok verkefnisins munu fyrirtækin sem taka þátt hljóta
AEO-vottun ef þau standast öll öryggisskilyrði og sýna
fram á fullnægjandi ferla í tollframkvæmd. AEO-vottun
gefur til kynna að fyrirtæki sé öruggur hlekkur í aðfanga-
keðjunni. Sem slíkt mun það njóta viðurkenningar
Tollstjóra og tollyfirvalda í öðrum ríkjum.
Fyrirtæki sem eru með starfsemi hér á landi og eru
hluti af alþjóðlegu aðfangakeðjunni geta sótt um: Inn-
og útflytjendur, framleiðendur, farmflytjendur og toll-
miðlarar. Til þátttöku verða valin nokkur fyrirtæki sem
gegna mismunandi hlutverkum í aðfangakeðjunni.
Við val á fyrirtækjum verður meðal annars tekið
tillit til eftirfarandi:
• Umfang viðskipta, fjöldi tollskýrslna og heildar-
fjárhæðir viðskipta.
• Víðtæk alþjóðleg viðskipti og millilandaflutningar.
• Staða öryggismála og öryggisvitund innan
fyrirtækisins, einkum m.t.t. öryggis alþjóðlegu
aðfangakeðjunnar.
• Til staðar sé virkt gæðakerfi, hugað sé að
meðhöndlun frávika, innra eftirliti og umbótastarfi.
• Dótturfyrirtæki eða móðurfyrirtæki sem hlotið hefur
AEO-viðurkenningu erlendis.
• Hlutverk fyrirtækisins í aðfangakeðjunni.
Þeir rekstraraðilar sem vilja taka þátt í verkefninu
skulu senda inn beiðni þess efnis með tölvupósti á
aeo@tollur.is. Umsóknarfrestur er til og með 19. júní
næstkomandi.
Á ÚLNLIÐINN
Unnendur fallegra úra skiptast í tvær
fylkingar: annars vegar eru þeir sem
vilja halda tryggð við klassísku gang-
verksúrin. Svo eru hinir sem falla
kylliflatir fyrir nýju snjallúrunum
sem geta breytt um ham á einu auga-
bragði og hægt er að nota á mun fjöl-
breyttari vegu en mekanískt úr.
Montblanc er búið að hanna ól sem
brúar bilið á milli þessara tveggja
hópa. Montblanc Twin Smart Strap er
ól sem má festa á hefðbundið úr, svo
að úrið getur áfram notið sín framan á
úlnliðnum, en aftan á úlnliðnum er lít-
ið snjallúr sem ekki fer mikið fyrir.
Snjallúrið hefur alla þá góðu eig-
inleika sem fólk á að venjast og getur
t.d. látið notandann vita af því ef hon-
um berast skilaboð, fylgst með ferð-
um notandans og framkvæmt snertil-
ausar greiðslur þökk sé Montblanc
Pay hugbúnaðinum. Snjall-ólin fæst í
tveimur stærðum sem eiga að passa á
flest karlmannsúr. ai@mbl.isEkki fer mikið fyrir snjall-stykkinu á ólinni.
Breyttu uppáhalds
úrinu í snjallúr
Snjall-ólin gagnast m.a. til að greiða snertilaust.
ÍÞRÓTTIN
Að spila knattspyrnu með félögun-
um er góð skemmtun. Þarf bara að
finna hæfilega stórt tún, ákveða
hvar mörkin eiga að standa, og síðan
byrja að sparka boltanum hingað og
þangað.
En hvað gerist þegar upp kemur
ágreiningur um það hvort boltinn fór
út af vellinum eða ekki, eða hvar
leikmenn eiga að standa þegar taka
þarf víti? Væri þá ekki óskandi að
hafa látið róbóta teikna útlínur vall-
arins af mikilli nákvæmni?
Og viti menn: Nissan hefur ein-
mitt búið til þannig tæki. Nissan
Pitch-R getur teiknað fótboltavöll
nánast hvar sem er, og þarf ekki til
þess neina aðstoð því tækið notar
fjórar myndavélar, GPS-tæki og
skynjara til að rata, en tæknina fær
Pitch-R að láni frá Nissan Leaf og
Qashqai.
Eftir að hafa skannað svæðið og
gengið úr skugga um að það henti
sem knattspyrnuvöllur tekur það
Pitch-R ekki nema 20 mínútur að
klára völlinn.
Pitch-R getur teiknað á bæði gras,
malbik og möl, getur gert velli af
misjöfnum stærðum, fyrir hvort
heldur sem er fjölmenn eða fámenn
lið, og notar umhverfisvæna máln-
ingu sem leysist smám saman upp.
Um frumgerð er að ræða og ekki
ljóst hvað tækið mun kosta ef það fer
í almenna framleiðslu. ai@mbl.is
Völlur hvar
og hvenær
sem er
Pitch-R skannar fyrst vallarstæðið
og málar svo á 20 mínútum.
Matur