Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018SJÁVARÚTVEGUR
FYRIR SJÁVARÚTVEGINN
R
R
Marás ehf. - Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is
Um þessar mundir standa yfir prófanir á
nýrri færavindu frá DNG á Akureyri. DNG
C7000i vindan verður fimmta kynslóðin af
vindum sem fyrirtækið framleiðir og sú
snjallasta til þessa.
Kristján Björn Garðarsson, framkvæmda-
stjóri DNG, segir fyrstu breytinguna sem
sjómenn munu taka eftir sé að nýja vindan
er búin litaskjá með betri upplausn og skýr-
ari mynd. „Okkur hefur tekist að gera síðu-
skipan stjórnborðsins einfaldari og skilvirk-
ari, og notumst við öflugri örgjörva og
stærra minni,“ segir hann. „Talningabún-
aðurinn sem mælir dýpt veiðarfæranna, er
orðinn nákvæmari og þá höfum við bætt við
tengingarmöguleikum gegnum blátönn og
þráðlaust net.“
Þráðlausu tenginguna má nota til að láta
vindurnar vinna saman. „Það gagnast t.d.
þegar verið er að veiða þorsk og veiði er
góð. Þá er talað um að fiskurinn „sé undir“,
og báturinn beint ofan á torfunni. Það sem
getur gerst þá er að vindurnar hífa öll færin
upp nánast samtímis, svo að fiskurinn hörfar
undan. Með því að tengja vindurnar saman
er komið í veg fyrir að færin komi öll upp í
einu, þannig að í það minnsta eitt færi er
eftir niðri á meðan fiskur er tekinn af hin-
um,“ útskýrir Kristján. „Einnig höfum við
þróað tækni sem við köllum „falskan botn“
og nýtist við miðsjávarveiðar á tegundum
eins og makríl. Í mælitækjum skipsins sést á
hvaða dýpi torfan er og hægt að stilla vind-
urnar þannig að öll færin fari sjálfkrafa nið-
ur á það dýpi. Þessu er hægt að stjórna frá
tölvuskjá í stýrishúsi með búnaði sem kall-
ast „Reel Master“ og léttir það nokkuð
vinnu um borð þar sem að öðrum kosti þarf
að fara á milli vindanna til að breyta botn-
stillingunni hverju sinni.“
Með blátannartengingu má svo bregðast
hraðar og betur við ef bilun kemur upp. „Við
getum þá tengst vindunni í gegnum farsíma
sjómannsins, reynt að finna vandann og end-
urforritað vinduna ef þess er þörf. Gildir
einu hvar í heiminum vindan er staðsett, og
sparar þetta viðskiptavinum okkar og þjón-
ustuaðilum mikið umstang.“
Miklar sveiflur í sölu
DNG er rótgróið fyrirtæki, stofnað árið
1982 af bræðrunum Davíð og Níls Gísla-
sonum, og nafnið myndað úr upphafsstöfum
þeirra. „Þeir voru þekktir fyrir það í bæn-
um að vera miklir grúskarar með alls kyns
góðar hugmyndir,“ segir Kristján. Þau 36
ár sem DNG hefur starfað hefur rekst-
urinn gengið misvel og eftirspurnin eftir
vindum aukist og minnkað á víxl. Á tíma-
bili komu Hampiðjan, Eimskip, og fleiri
fyrirtæki inn í reksturinn, en árið 2008
eignast Slippurinn Akureyri ehf. allt
hlutafé í fyrirtækinu. „Þegar þar er komið
sögu var DNG orðið mjög smátt í sniðum
og ýmsar ástæður fyrir því, þar á meðal
lítil eftirspurn á heimamarkaði. Það
breyttist þó með breyttu fyrirkomulagi
strandveiða, og voru árin 2011-2014 mjög
lífleg enda margir sem vildu hefja veiðar.
Makríllinn hjálpaði líka, en sá markaður
dróst saman þegar tegundin var sett í
kvóta sem safnaðist fljótlega á tiltölulega
fáa báta.“
Smám saman hefur dregið úr sölunni
innanlands og útlit fyrir að íslenski mark-
aðurinn sé núna því sem næst mettaður.
„Við sáum það fljótt að ef fyrirtækið ætti
að lifa af þá þyrfti að setja meiri kraft í
markaðssetningu erlendis,“ segir Kristján
en vindurnar frá DNG eru í notkun víða
um heim. „Þar háir okkur hins vegar hvað
gengi krónunnar er orðið sterkt, og gengi
sumra útflutningslanda okkar orðið veikt.
Við höfum t.d. tekið eftir því á breska
markaðinum að veikt pund og sterk króna
eru að valda verulegu óhagræði.“
Nú er svo komið sala á vindum DNG er-
lendis hefur tekið fram úr sölu innanlands
og fara vindurnar einkum til Noregs, Bret-
lands, og Kanada. Bindur Kristján miklar
vonir við Kanadamarkað sem er núna að
koma út úr 20 ára þorskveiðibanni. „Eftir
að hafa brennt sig á ofveiði þá er ekki
ósennilegt að stjórnvöld þar í landi vilji
leggja sérstaka áherslu á umhverfisvænni
veiðiaðferðir eins og veiðar á handfæri og
línu. Auk þess að fara betur með lífríki
sjávar krefjast handfæraveiðar ekki mik-
illar olíueyðslu, enda veitt á smærri bátum
sem sækja fiskinn ekki langt. Netaveið-
unum fylgir líka sá ókostur að menn geta
misst veiðarfærin frá sér svo að þau þvæl-
ast um hafið og valda óskunda, á meðan
veiðar á linu skilja lítið spor eftir sig.“
Eygja möguleika á góðri sölu í Kanada
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Nýja færavindan frá DNG er með
blátannartengingu og hægt að
endurforrita hana í gegnum net-
tengdan snjallsíma sjómannsins
nánast hvar í heiminum sem hann
er staddur. Eftir tveggja áratuga
þorskveiðibann í Kanada gæti ver-
ið að opnast stór markaður sem
vonandi mun leggja áherslu á
handfæraveiðar.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
„Við sáum það fljótt að ef fyrirtækið ætti að lifa af þá þyrfti að setja meiri kraft í markaðssetningu
erlendis,“ segir Kristján. Vindurnar frá DNG eru m.a. seldar í Bretlandi, Noregi og Kanada.
Það þótti töluverð
bylting þegar fyrsta
handfæravindan frá
DNG kom á markað.
„Fram að því voru
veiðimenn að hala lín-
urnar inn með hönd-
unum, og notuðu til
þess þar til gerðar
grindur eða hjól, og
skökuðu færinu hand-
virkt. Rafdrifnar vindur
höfðu reyndar litið
dagsins ljós, en gerðu
ekki meira en að slaka
færinu út og hífa það
upp, á meðan DNG
vindan skakaði færinu
og gat fundið þegar
fiskurinn hafði bitið
agnið, og híft þá lín-
una inn,“ útskýrir
Kristján.
Vindurnar hafa
reynst vel og segir
Kristján að enn megi
víða finna 30 ára
gamlar DNG vindur í
notkun. „Þó að gömlu
vindurnar séu mjög
einfaldar miðað við þær nýju þá standa þær enn fyrir sínu og menn eru
ánægðir með þær. Helsti vandinn sem við glímum við með eldri vind-
urnar er að það er farið að verða erfitt að fá íhluti í þær ef þær skyldu
bila, rétt eins og það væri ekki að því hlaupið í dag að ætla að finna
varahluti í bilað túbusjónvarp.“
Morgunblaðið/Alfons
Gallinn við gömlu vindurnar er helst sá að
það verður æ erfiðara að finna íhluti í þær.
30 ára gamlar vindur enn í notkun