Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018FRÉTTIR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Þegar gestir La Scala streymdu út úr óperuhúsinu og kveiktu á símunum sínum að sýningu lokinni síðastliðinn fimmtudag í Mílanó, komust þeir að því að Ítalía virtist loksins hafa eign- ast nýja ríkisstjórn. Óperan sem þeir höfðu séð þetta kvöld, Aída, endar með því að tveir dauðadæmdir elskendur láta lífið, innilokaðir í neðanjarðardýflissu. Sumum meðlimum ríkisstjórnar Ítal- íu gæti þótt þetta táknrænt fyrir ör- lög landsins innan evrópska mynt- svæðisins. Paolo Savona, sem mun verða Evrópumálaráðherra, hefur kallað evruna „þýska prísund“. En nýju valdhafarnir hafa lofað að hreyfa sig ekki úr prísundinni um fyrirsjáanlega framtíð. Raunar féllst forseti Ítalíu ekki á að samþykkja stjórnarsamstarf Norðurbandalags- ins (ít. Lega Nord) og Fimm stjörnu hreyfingarinnar (ít. Movimiento 5 Stelle) nema tryggt væri að hinum evru-fælna Savona væri ekki veitt ennþá viðkvæmara embætti, starf fjármálaráðherra. Annað merki þess að Norðurbandalagið sé farið að draga úr langvarandi daðri við þá hugmynd að segja skilið við evruna, sást í síðustu viku þegar málað var yfir skilti sem hafði staðið fyrir fram- an höfuðstöðvar flokksins með áletr- uninni „Basta Euro“. Þessi frásögn ætti að hljóma kunn- uglega í eyrum þeirra sem eru vel að sér um stjórnmálasögu Evrópu. Enn eina ferðina hefur lýðskrumsrík- isstjórn verið knúin til að sætta sig við ESB, eftir að Brussel, Berlín og markaðirnir hafa lagst á eitt. Það eina sem er öðruvísi að þessu sinni er að allt var þetta afstaðið áður en að rikisstjórnin hafði verið svo mikið sem svarin í embætti. „Ólýðræðislegur verknaður“ Gagnrýnendur ESB hafa lengi haldið því fram að mynstur af þess- um toga sýni að sambandið er, undir niðri, ólýðræðislegt. Savona færði rök fyrir þessu í nýlegri bók, þar sem hann hélt því fram að það hefði verið þrýstingur frá Frökkum og Þjóð- verjum sem steypti ríkisstjórn Silvio Berlusconi af stóli árið 2011, og að það hefði verði „ólýðræðislegur verknaður, og dæmigerður fyrir þann hugsunargang sem einkennir aðgerðir ESB.“ Rök af þessu tagi heyrast æ oftar í suðurhluta Evrópu, eftir því sem evrukrísunni vindur fram. Yanis Varoufakis, fyrrum fjármálaráðherra Grikklands, líkti þrýstingi ESB og AGS á ríkisstjórn Kýpur árið 2013 við „valdarán“. Í huga Varoufakis var þar á ferð æfing fyrir þann fjárhags- lega og efnahagslega þrýsting sem Grikkland var beitt til að fá landið til að breyta um stefnu, eftir að lands- menn ákváðu í kosningu árið 2015 að hafna skilmálum björgunarpakka ESB. Það er óhjákvæmilegt að slík um- ræða um hvort ESB er andlýðræð- isleg stofnun komi til með að fljóta aftur upp á yfirborðið á Ítalíu. Jafn- vel þó að ríkisstjórnin láti það alveg vera að gera tilraun til að losa sig við evruna, þá virðist samt líklegt að hún muni eiga í deilum við stofnanir ESB um bæði ríkisfjármál og innflytjenda- mál. Matteo Salvini, leiðtogi Norður- bandalagsins og nýskipaður innan- ríkismálaráðherra Ítalíu, hefur heitið því að hraða brottvísunum og varð- haldsvistunum allt að 500.000 ólög- legra innflytjenda. Slíkt gæti valdið uppnámi í Berlín og mögulega stang- ast á við lög ESB. Fjárlagaviðmið í hættu Norðurbandalagið vill líka setja flatan 15% skatt á tekjur. Fimm stjörnu hreyfingin, samstarfsflokkur þeirra, hefur talað fyrir því að taka upp borgaralaunakerfi. Þessar tvær stefnur saman væru uppskrift að því að rústa þeirri reglu ESB að ekki megi vera meira en 3% halli á fjár- lögum aðildarríkjanna. Ef ríkisstjórnin í Róm hundsar fjárlagaviðmið ESB, þá munu ráða- menn í Brussel og Berlín bregðast við af hörku. Þegar Ítalía fer að finna fyrir þrýstinginum á skuldabréfa- mörkuðum, þá munu menn á borð við Varoufakis og Savona enn á ný tefla fram þeirri röksemd að ESB-elítan sé að leggja á ráðin um að hafa vilja kjósenda að engu. Í sinni einföldustu mynd þá virðist ekki mikið vit í þessari sýn. Stærsta hindrunin sem stendur í vegi fyrir því að Ítalía lækki skatta og auki ríkis- útgjöld er hvað landið er skuldsett, fremur en það hvaða reglur ESB hef- ur sett. Skuldir Ítalíu nema meira en 130% af landsframleiðslu. Fjárhæð skulda landsins er sú þriðju hæsta í heiminum, á eftir Bandaríkjunum og Japan. Ef minnstu grunsemdir vakna um að Ítalía ætli að hætta að sýna aga í ríkisfjármálum, hvað þá að ganga svo langt að hyggast taka aft- ur upp líruna, myndi það vafalaust leiða til ítalskrar skuldakreppu, sama hvað ESB hefði að segja. Evran setur takmörk En það eru aðrar hliðar á evruaðild sem í raun og veru takmarka frelsi Ítalíu til að stjórna eigin hagkerfi eins og henni sýnist. Með því að ger- ast aðili að evrópska myntsvæðinu missti Ítalía möguleikann á að fella gengi eigin gjaldmiðils til að bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins, eða að stuðla að verðbólgu til að saxa á eigin skuldir. Sumir myndu halda því fram að þetta hafi verið ósiðir sem Ítalía þurfti að venja sig af. En eftir heilan áratug af litlum hagvexti hugsa margir Ítalir nú með fortíðarþrá til „gömlu vondu daganna“ með verð- bólgu og gengisfellingum. En slík stefna verður ekki tekin upp nema Ítalía segi skilið við evr- una. Og hvers kyns tilraunir til að gera það og taka líruna upp að nýju, myndu að öllum líkindum hleypa af stað fjármagnsflótta frá Ítalíu, og stuðla að fjármálakreppu. Að því leyti er evran „prísund“. En prísund- in er áskapaður hluti af því hvernig myntin var hönnuð. Ríkisfjármála- reglur ESB eru bara viðbót við það. Það sem meira er, þá eru Þjóð- verjar fastir í sömu prísund með Ítöl- um. Þó svo að þýska hagkerfinu hafi greinilega vegnað vel, borið saman við hagkerfi Suður-Evrópu, þá flétt- ast framtíð Þýskaland saman við framtíð minna farsælla nágranna- ríkja. Ef myntsamstarfið myndi lið- ast í sundur og leiða til fjár- málakreppu, þá yrði hún ekki bara bundin við Suður-Evrópu. Þýskir bankar og sparifjáreigendur myndu óðara finna á eigin skinni áhættuna. Það ófremdarástand sem myndi fylgja í kjölfarið gæti ekki bara gert út af við evruna, heldur Evrópusam- bandið sjálft, og með því gert að engu utanríkisstefnu Þýskalands til und- anfarinna 50 ára. Á þeim tímapunkti væri það ekki lengur Aída eftir Verdí sem þætti viðeigandi ópera, heldur frekar Götterdämmerung (Ragnarök) eftir Richard Wagner, uppáhalds- tónskáld Angelu Merkel. Ítalía, lýðræðið og evru-prísundin Eftir Gideon Rachman Evan hefur kannski ekki reynst Ítölum sérlega vel en hvers kyns tilraunir til að taka líruna upp að nýju myndu að öllum líkindum hleypa af stað fjármagns- flótta og stuðla að fjár- málakreppu. AFP Giuseppe Conte, forsætisráðherra, og Matteo Salvini, innanríkisráðherra og aðstoðarforsætisráðherra, ræða saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.