Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 11

Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 11FRÉTTIR Af síðum Það er ekki í mörg- um íþróttagreinum sem peningar leika stærra hlutverk en í knattspyrnu. En ábatasamt sam- band ensku úrvals- deildarinnar við viðskiptalífið fór þó ekki vel af stað. Árið 1976 var dæmd rangstaða á það þegar lið í Mið-Englandi gerði „fjögurra tölustafa“ samning um að setja nafn dekkjaverkstæðis á treyjur sínar. Frá því að bannið var afnumið hafa auglýsingar fyrir marga milljarða punda verið stimplaðar á brjóstkassa leikmannanna í efstu deild. Sex lið fengu í sinn hlut um 75% af þeim 282 milljónum punda sem úrvalsdeildarlið tryggðu sér á leiktíðinni 2017-18. Aug- lýsingasamningar og annars konar viðskiptatengdar tekjur mynda meira en þriðjung tekna stærstu knattspyrnufélaganna. Efst í úrvalsdeildinni trónir samningur Manchester United við bandaríska bílaframleiðandann Chevrolet sem hljóðar upp á 47 milljónir punda á ári. Aðeins 85 milljóna bandaríkjadala samningur Real Madrid við flugfélagið Emirates er stærri. Núna er búið að útvíkka möguleikana enn frekar með úrskurði sem leyfir nafn auglýsanda á skyrtuermum leikmanna. Ekki hafa þessar nýju auglýsingar allar fallið jafn vel í kramið. Áform Arsen- al um að vera með merki sem á stendur „Heimsækið Rúanda“ á erminni olli uppþoti í síðustu viku. Gagnrýnendum þótti undarlegt að bláfátækt land skyldi gerast bakhjarl eins fjársterkasta knatt- spyrnufélags heims. En Rúanda-búar hafa ástæðu til að trúa því að vinsældir Arsenal gætu hleypt lífi í ferðaþjónustuna í landinu. Áætlað er að treyjur Arsenal beri fyrir augu 35 milljóna manna daglega. Búseta áhorfendanna skiptir nánast jafn miklu máli og hve marg- ir þeir eru. Merki veðmálafyrirtækja á borð við Betway sjást núna á fatnaði nærri helmings liðanna í úrvalsdeildinni. Samkvæmt Brand Finance er þessum auglýsingum einkum beint að kínversk- um áhorfendum. Eftir því sem tekjur þarlendra fjölmiðla fara vax- andi ætti eftirspurn eftir merkingum því að hækka að sama skapi. LEX AFP Fjármál í fótbolta: Auknar treyjutekjur Á mánudag svipti Satya Nadella, forstjóri Microsoft, hulunni af stærsta útspili fyrirtækisins til þessa til að laga sig að opnum hug- búnaði, þegar hann greindi frá kaupum á kóðadeilivefnum GitHub fyrir 7,5 milljarða bandaríkjadala. Með kaupunum mun Microsoft fá aðgang að víðtæku samfélagi 28 milljón hugbúnaðarsmiða. Margir þeirra nýta hin ýmsu tól og tæki GitHub til að búa til forrit sem tengjast skýjaþjónustu Amazon og Google, stærstu keppinauta Micro- soft. Kaupin á GitHub eru næststærsta yfirtakan sem Microsoft hefur ráðist í frá því Nadella tók við stjórninni, en áður hafði tæknirisinn keypt Lin- kedIn, tengslamyndunarvef fag- fólksins, á 26 milljarða dala. Rétt eins og þá er Microsoft, sem í gegn- um tíðina hefur verið þekkt fyrir að svífast einskis til að viðhalda ráð- andi stöðu í tækniheiminum, að veðja á að framtíð fyrirtækisins sé best borgið með því að leggja aukna áherslu á opinn hugbúnað og opna vettvanga fyrir hugbúnaðarþróun. Hlutabréf hækkað um 38% Microsoft, sem áður var einrátt á markaði fyrir einkatölvur, mun greiða kaupverðið alfarið með eigin hlutabréfum, sem hafa hækkað í verði um meira en 38% á síðastliðnu ári. Fóru þau um skeið svo hátt í síð- ustu viku að markaðsvirði Microsoft fór fram úr Alphabet, móðurfélagi Google. GitHub hefur verið rekið með tapi og er 7,5 milljarða dala verðmiðinn töluvert hærri en í síð- ustu fjármögnunarlotu félagsins ár- ið 2015, þegar félagið var metið á 2 milljarða dala. GitHub var stofnað fyrir áratug í San Francisco og þjónar því hlut- verki að vera vettvangur fyrir forrit- ara að geyma verkefni sín, deila þeim, og starfa saman. Þjónustan byggir á rekjanleikaforritinu Git sem vaktar hvernig hver og einn forritari breytir kóðabút sem marg- ir vinna í í sameiningu. Breytt stefna með Nadella Frá því að hann settist í forstjóra- stólinn fyrir fjórum árum hefur Na- della haft það að leiðarljósi að ná til forritasmiða sem gera opinn hug- búnað. Frægt er þegar forveri hans í starfi, Steve Ballmer, líkti opnum hugbúnaði, sem forritarar geta deilt og breytt hver eftir sínu höfði, við krabbamein sem væri að éta sér leið inn í seldan hugbúnað eins og þann sem Microsoft framleiðir. En með vaxandi vægi snjallsíma tóku forrit- arar að snúa baki við Windows svo að nýi forstjórinn var tilneyddur til að marka nýja stefnu. Á mánudag reyndi Nadella að róa þá sem efast um að Micosoft muni standa við það loforð að skapa opn- ara hugbúnaðarsamfélag, í stað þess lokaða hugbúnaðarumhverfis sem fyrirtækið drottnaði eitt sinni yfir. „Hugbúnaðarsmiðir hafa alltaf verið okkur mjög kærir, og líka þeir sem þróa opinn hugbúnað. Í dag drögum við hvergi af okkur í opnum hugbún- aði,“ sagði hann. Veitir aðgang að nýjum hópi „Þeir hafa sýnt það í verki að þeir geta verið góðir forsjármenn þegar kemur að opnum hugbúnaði,“ segir Thomas Murphy markaðsgreinandi hjá Gartner. Með kaupunum á GitHub getur Microsoft náð til nýs hóps hugbún- aðarsmiða sem gætu viljað nota tól þeirra og lausnir. Um leið er verið að greiða leiðina fyrir þau forrit sem þessi hópur smíðar inn í skýjaþjón- ustu Microsoft, Azure. En Microsoft þarf að fara varlega til að fæla ekki forritarana frá sér. Nadella lofaði að Microsoft muni reka GitHub sem sjálfstæða einingu sem verður opin fyrir tækni úr öllum áttum. Helmingurinn af fyrirtækjunum á Fortune 50-listanum notar GitHub, að sögn Adam Holt markaðs- greinanda hjá MoffettNathanson. Samtals eru notendur GitHub 1,8 milljón talsins á heimsvísu, og spanna allt frá stórfyrirtækjum eins og Microsoft og Facebook yfir í sprotafyrirtæki. Breytingar í yfirstjórn Kaupsamningurinn kveður á um að Chris Wanstrath forstjóri Git- Hub gangi til liðs við Microsoft sem „tækniráðgjafi“, þar sem hann að- stoðar við hugbúnaðarnýsköpun. Nat Friedman, mun færa sig úr stjórnendahópi Microsoft yfir í for- stjórastól GitHub þegar gengið hef- ur verið frá kaupunum. Peter Levine, meðeigandi hjá Andreessen Horowitz segir að fyrir- tækið hafi fjárfest í GitHub árið 2012 vegna þeirrar bjargföstu trúar að hugbúnaður eigi eftir að „éta all- an heiminn“. Hann segir GitHub vera „hvatann“ til að gera það að veruleika. Hjá Sequoia Capital segir meðeigandinn Jim Goetz að GitHub væri núna „hin viðtekna leið sem fólk velur til að gera hugbúnað.“ Fyrirtækið fékk á sínum tíma áhættufjármagn frá félögum á borð við Sequoia Capital og And- reessen Horowitz. Microsoft eignast kóð- unarvefinn GitHub Eftir Richard Waters og Hönnu Kuchler í San Francisco, og Arash Mas- soudi í London GitHub er vettvangur fyr- ir forritara að deila verk- efnum og starfa saman. Með kaupum á félaginu hyggst Microsoft nálgast betur opinn hugbúnað. AFP Frá því að hann settist í forstjórastólinnn fyrir fjórum árum hefur Satya Na- della haft það að leiðarljósi að ná til forritasmiða sem gera opinn hugbúnað. LAGERSALA 30-70%afsláttur Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Verð með fylgihlutum.Sturtubotn, 90x90 cm 22.822 kr. Verð áður: 32.603 kr. Kaldewei 30% afsláttu r Handlaugartæki með lyftitappa 14.900 kr. Verð áður: 22.564 kr. Mora MIXX

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.