Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 13SJÓNARHÓLL
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
silestone.com
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
BÓKIN
Ekki er hægt að neita því að það var
leiðinlegt að sjá Elizabeth Holmes
rísa hátt upp á stjörnuhimininn og
falla síðan rakleiðis aftur til jarðar.
Þessari frambærilegu
og efnilegu ungu
konu var oft líkt við
Steve Jobs og margir
væntu þess að sprota-
fyrirtækið hennar,
Theranos, myndi
valda straumhvörfum
í lækningageiranum
með nýrri tækni sem
gæti gert blóðrann-
sóknir með mun
skjótvirkari og ódýr-
ari hætti.
Fjárfestar á borð
við Larry Ellison, Ru-
pert Murdoch, og Tim Draper lögðu
Theranos lið og þegar allt lék í lyndi
var fyrirtækið metið á 9 milljarða
dala, og auðævi Holmes á 4,7 millj-
arða. En þegar að var gáð reyndist
tæknin ekki virka eins og hafði verið
lofað. Allir vildu trúa sögunni sem
Holmes hafði sagt í viðtölum og á ráð-
stefnum, en einhvers staðar á leiðinni
upp á toppinn fór eitthvað úrskeiðis
og hún byrjaði að ýkja og blekkja, og
festist í eigin lygavef.
Þegar sannleikurinn kom í ljós
hrundi spilaborgin, Holmes var kærð
fyrir fjársvik og má ekki gegna
stjórnunarstöðu hjá skráðu fyrirtæki
næstu tíu árin.
Út er komin bók
um Theranos-
hneykslið, eftir
blaðamanninn sem
var fyrstur til að
benda á að ekki væri
allt með felldu. Bók-
in heitir Bad Blood:
Secrets and Lies in a
Silicon Valley Star-
tup og höfundurinn
er John Carreyrou,
rannsókn-
arblaðamaður hjá
The Wall Street
Journal og tvöfaldur Pulitzer-
verðlaunahafi.
Í bókinni kafar Carreyrou djúpt of-
an í sögu Theranos og Holmes og
þykir honum hafa tekist ágætlega til
við að gera grípandi verk sem gæti
kannski orðið öðrum víti til varnaðar;
hvort heldur metnaðarfullum ungum
frumkvöðlum eða fjárfestum.
ai@mbl.is
Þegar Theranos-
spilaborgin hrundi
Í síðustu grein höfundar var fjallað um fullveldi í fram-kvæmd – hvernig fullveldisréttur íslenska ríkisins ut-an lögsögu þess er takmarkaður af fullveldisrétti
annarra ríkja og hvaða áhrif það hefur þegar íslenska
ríkið þarf að bregðast við atburðum sem eiga sér stað á
landsvæði þar sem deilt er um fullveldisrétt. Af þessu er
ljóst að þótt íslenska ríkið njóti fullveldisréttar innan
lögsögu sinnar þá gilda takmarkanir utan fullveldislög-
sögunnar. Í þessari grein verður aftur á móti fjallað um
það þegar íslenska ríkið ákveður sjálft að takmarka full-
veldisrétt sinn – m.ö.o. setur reglur sem takmarka full-
veldisréttinn innan lögsögu íslenska ríkisins.
Eitt þekktasta dæmi þess þegar ríki ákveður að tak-
marka fullveldisrétt sinn varðar stöðu erlendra sendi-
erindreka. Allt frá örófi alda hafa sendierindrekar notið
friðhelgi frá lögsögu annarra ríkja.
Er þetta fyrirkomulag ein grund-
vallarstoð alþjóðasamskipta og
forsenda þess að ríki geti átt í frið-
samlegum samskiptum. Allt frá 17.
öld hafa gilt reglur um friðhelgi
sendiherra og fjölskyldna þeirra
þegar þeir koma fram fyrir hönd
lands síns. Nokkrar tilraunir hafa
verið gerðar til að gera alþjóða-
samninga um stöðu sendi-
erindreka. Á Vínarþinginu 1815
voru settar reglur um stöðu sendiherra og starfsliðs
þeirra og tilraun var gerð til þess að lýsa stöðu sendi-
erindreka í svokölluðum Havana-sáttmála 1928. Það var
ekki fyrr en með stofnun Sameinuðu þjóðanna sem sam-
komulag náðist um að skjalfesta helstu meginreglur um
stöðu erlendra sendierindreka og starfsliðs þeirra. Með
gerð Vínarsamningsins um stjórnmálasamband frá 1961
var samþykktur heildstæður þjóðréttarsamningur um
þetta efni. Ísland gerðist aðili að þessum samningi, sbr.
lög nr. 16/1971 um alþjóðasamning um stjórnmála-
samband.
Í aðfaraorðum þessa samnings segir m.a. að allt frá
fornu fari hafi þjóðir viðurkennt sérstöðu sendi-
erindreka og að þau óski þess, með gerð samningsins, að
veita tilteknum einstaklingum friðhelgi til að tryggja ár-
angursríkan sendierindrekstur. Samkvæmt samn-
ingnum sjálfum verður það ríki sem sendir fulltrúa sinn,
t.d. sendiherra, til annars ríkis fyrst að fá samþykki mót-
tökuríkisins. Sendierindrekinn skal njóta persónulegrar
friðhelgi. Hann má ekki handtaka eða kyrrsetja og skal
móttökuríkið sýna honum tilhlýðilega virðingu og gera
allar nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir til-
ræði við persónu hans, frelsi eða sæmd. Þá nýtur sendi-
ráðssvæðið, sendiráðsbygging og bústaður sendi-
erindreka, svo og skjalasafn sendiráðs og samskipti
þess, friðhelgi og geta fulltrúar móttökuríkisins ekki
komið inn á sendiráðssvæðið nema með heimild for-
stöðumanns sendiráðs. Ofangreindum reglum er ætlað
að tryggja að sendierindrekar geti gætt hagsmuna síns
ríkis þegar þeir dvelja erlendis. Umræddar reglur gilda
fyrir alla sendierindreka – þannig gilda þær fyrir er-
lenda sendierindreka hér á landi og íslenska sendi-
erindreka sem starfa erlendis á vegum íslenska ríkis.
Ríki leggja sig fram um að
virða meginreglur Vínarsamn-
ingsins um stjórnmálasamband
frá 1961 enda ljóst að ef þau
brjóta gegn ákvæðum samn-
ingsins þá er ekki sjálfgefið að
sendierindrekar þeirra njóti
sömu réttinda á erlendri
grundu. Af þessari ástæðu er
mælt fyrir um í 95. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19/1940 að
hver sá sem opinberlega smán-
ar erlenda þjóð eða erlent ríki, þ. á m. sendierindreka,
eða ræðst inn á eða veldur skemmdum á sendiráðssvæði
skulu sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.
Eitt dæmi er um að þessu ákvæði hafi verið beitt hér
á landi. Árið 2001 vörpuðu nokkrir einstaklingar bensín-
sprengju („Molotov-kokteil“) á bandaríska sendiráðið
vegna andstöðu sinnar við utanríkisstefnu Bandaríkj-
anna. Gerendurnir voru handteknir og ákærðir fyrir að
smána erlent ríki opinberlega og brjóta gegn 95. gr.
almennra hegningarlaga. Einstaklingarnir voru sak-
felldir fyrir verknaðinn og var þeim gert að greiða sektir
í ríkissjóð innan 30 daga frá dómsuppsögu en sæta fang-
elsi ella.
Af framansögðu er ljóst að skýr skylda hvílir á ís-
lenska ríkinu að vernda sendirráðssvæði erlendra ríkja
og erlenda sendierindreka staðsetta hér á landi og að
sama skylda hvílir á ríkjum þar sem íslenskir sendier-
indrekar eru að störfum á vegum íslenska ríkisins.
Takmörkun fullveldis
LÖGFRÆÐI
Finnur Magnússon
hæstaréttarlögmaður og aðjúnkt
við lagadeild Háskóla Íslands
”
Allt frá 17. öld hafa gilt
reglur um friðhelgi
sendiherra og fjöl-
skyldna þeirra þegar
þeir koma fram fyrir
hönd lands síns.