Morgunblaðið - 08.06.2018, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018
Útgefandi Árvakur Umsjón Þóra Sigurðardóttir Auglýsingar Valur Smári Heimisson valursmari@mbl.is
Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina tók Valli.
... er mögulega kjánalegasta spurning í heimi. Við grillum og
höfum gaman af því. Við göngum meira að segja svo langt að
grilla í öllum veðrum, við hvaða aðstæður sem er, hvernig sem
viðrar og nánast hvað sem er.
Ást landans á grilluðum mat eru engin takmörk sett og ég
ætla ekkert að reyna að kryfja það til mergjar. Hins vegar er ég
klárlega ein þeirra sem elska ekkert heitar en góða steik eða
vel brennda pylsu enda var ég alveg við það að birta ekki ráð-
leggingarnar hér að neðan frá Matvælastofnun þar sem meðal
annars er kveðið á um að ekki skuli brenna mat. Þið gerið það
sem þið viljið við þær upplýsingar en það eru vissulega margir
góðir punktar þar (og möguleg lífsnauðsynlegir). Matarvef-
urinn á mbl.is verður í miklum grillham í sumar og verður með
myndbönd, uppskriftir og flest allt það sem viðkemur grill-
mennsku með reglulegu millibili í allt sumar. Þetta blað var
hugsað sem uppskriftabæklingur og við fengum hina ýmsu
snillinga til að grilla og deila með okkur. Pælingin er að þið get-
ið kippt blaðinu til hliðar og átt það enda vandfundinn jafn búst-
inn og fínn grillbæklingur hér á landi.
Njótum lífsins, kveikjum upp í grillinu og gleðilegt grill-
sumar!
Þóra Sigurðardóttir
ritstjóri Matarvefjar mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Að grilla eða
grilla ekki...
Fyrsta reglan er að hita grillið vel áð-
ur en nokkuð er gert og þrífa með
góðum vírbursta eða grillbursta þann-
ig að grindurnar séu vel heitar og
hreinar. Síðan er komið að því að
grilla.
Þegar kartöflur eru grillaðar þá er
best að setja gróft salt í álpappírinn
og grilla kartöflurnar á grindinni sem
er fyrir ofan aðalgrindina og hafa
grillið lokað. Þetta tekur um 60 mín-
útur. Þegar eftir eru um fimm mín-
útur af eldunartímanum eru kartöfl-
urnar teknar úr álpappírnum og settar
aftur á efri grindina í fimm mínútur.
Með þessu færðu „crispy skin“ og
kartöflurnar verða mun betri.
Fiskur
Þegar fiskur er grillaður er mjög mik-
ilvægt að hafa grillið vel heitt. Þær
tegundir sem best er að grilla er fisk-
ur sem er frekar þéttur eins lax, lúða
og skötuselur. Fiskurinn er kryddaður
til og gott er að nota salt, pipar og
kryddjurtir. Fiskurinn er síðan settur
á heitt grillið. Ekki setja fiskinn í ál-
pappír nema að þú viljir sjóða hann
sem er allt í lagi en það er bara allt
annar hlutur. Þegar fiskurinn er grill-
aður þá er mjög mikilvægt að vera
ekki að snúa fiskinum fyrr en hann er
búinn að fá grillrendurnar. Þetta eru
svona sirka tvær mínútur á hvorri hlið.
Það sem gerist áður en þú getur snúið
fiskinum er að hann brennir sig frá
grindunum og þá er ekkert mál að
snúa honum. Ef maður reynir að snúa
honum áður en hann er laus er hætta
á því að hann losni í sundur. Góð
regla: Bíddu í smá tíma áður en þú
snýrð fiskinum. Flestir eru gjarnir á
að snúa aðeins áður en fiskurinn er
klár. Þegar búið er að grilla fiskinn er
hann tekinn af og sítróna kreist yfir
og fiskurinn verður ferskur og enn
betri.
Kjöt
Það eru skiptar skoðanir á því hvort
krydda eigi kjötið áður en það er sett
á grillið eða á meðan. Mín skoðun er
sú að allt marinerað kjöt sé frábært á
grillið. Ef maður er með ferskt kjöt þá
kryddar maður það á grillinu. Mik-
ilvægt er að gera það sama með kjötið
og fiskinn, það er að leyfa kjötinu að
vera í friði á grillinu meðan verið er að
fá grillrendurnar. Ef verið er að grilla
stóra hluti eins og lambalæri, heilt rib-
eye eða heilan kjúkling þá er þetta
reglan: Þú byrjar á því að grilla og
loka kjötinu yfir góðum hita þannig að
þú fáir fallegar rendur í kjötið. Síðan
er slökkt öðru megin á grillinu þar
sem kjötið er og grillinu lokað. Þannig
eldað kjötið án þess að það kvikni í
því. Þetta er snilldaraðferð sem trygg-
ir fullkomna eldun.
Grænmeti
Það grænmeti sem er gott að grilla er
meðal annars tómatar, paprika, kúrbít-
ur, eggaldin og laukur. Tómata þarf að
setja í álpappír þar sem þeir springa
auðveldlega eða safinn lekur úr þeim.
Gott er að setja annað hvort ferskt
rósmarín, salvíu, basil með ólífuolíu
eða bara salt og pipar á tómatana.
Paprikuna, eggaldinið, kúrbítinn og
laukinn er hægt að grilla beint á grill-
inu. Setjið þó alltaf olíu og krydd og
munið eftir að lofa grænmetinu að
brenna sig frá áður en því er snúið.
Grillráð Jóns Arnars
Núna erum við vonandi búin að losa okkur við þetta ömurlega veður sem hefur verið
að trufla okkur við grillið undanfarna daga. Hérna koma nokkur grillráð frá mér sem
mikilvægt er að hafa í huga þegar grillað er.
Jón Arnar Guðbrandsson veit betur en flestir hvernig á að grilla góðan mat.
Njótum grillsins án matarsýkinga
Nú horfir til betra veðurs og jafnast fátt á við það að njóta
góðs grillmatar undir sólinni í sumarbústaðnum eða útileg-
unni. Höfum hugfast að ef ekki er rétt staðið að grillun þá
geta sjúkdómsvaldandi örverur eða heilsuspillandi efni spillt
gleðinni. Hugar þú að eftirfarandi þegar þú grillar?
Þværð þú hendur áður en þú hefst handa við tilreiðslu
kjöts og annarra matvæla og eftir snertingu við hrátt
kjöt? Hætta á krossmengun minnkar verulega með viðeig-
andi handþvotti.
Gætir þú þess að kjöt eða safi úr kjöti komist ekki í
snertingu við matvæli sem eru tilbúin til neyslu svo
sem grænmeti og kaldar sósur? Hægt er að forðast
krossmengun með því að nota eina töng fyrir hrátt kjöt og
eina fyrir grillað kjöt og sömuleiðis eitt fat fyrir hrátt kjöt og
eitt fyrir grillað kjöt.
Gætir þú þess að brenna ekki grillmatinn? Brenni yf-
irborð matvælanna geta myndast skaðleg og krabbameins-
valdandi efni. Það er því mikilvægt að skera frá alla brennda
hluta áður en matvælanna er neytt. Gott er að forðast það að
grilla mjög feitan mat. Þegar fita lekur á eldinn leikur gjarn-
an logi um matvælin.
Hitar þú kjötið nægilega? Matvæli verða að ná a.m.k. 75°C
í gegn til þess að sjúkdómsvaldar eins og salmonella drepist.
Mikilvægt er að gegnumsteikja kjúklinga, svínakjöt og unnar
kjötvörur s.s. hamborgara þar sem meiri líkur er á örverum
innst í hökkuðum vörum en í hreinum vöðvum.
Er kæling grillmatarins viðeigandi á ferðalaginu?
Geymsluþol hrávara minnkar til muna ef þeim er ekki haldið
köldum og eykur líkur á matarsjúkdómum.
Forðast þú Teflon við grillið? Teflon á ekki að nota þegar
við grillum, hvorki sem grillgrindur eða áhöld því efnið bráðn-
ar við hitastig sem er ekki óvanalegt þegar grillað er. Auk
þess getur myndast hættulegt gas. Teflon er samansett af
efninu PTFE (Polytetrafluoroethylene) sem þolir ekki hita-
stig yfir 300°C og er talið skaðlegt, berist það í líkamann.
Bíður þú eftir að grillvökvi sé fullbrunninn og kolin séu
orðin glóandi og grá áður en þú setur matinn á grillið?
Með þessu minnka líkurnar á að ýmis skaðleg efni berist í
grillmatinn.
Þrífur þú grillið reglulega og eftir notkun? Fita sem sit-
ur á grindum og lekur ofan í grillið brennur næst þegar grill-
að er og skaðleg efni geta sest á matvælin. Það er því góð
regla að taka grillið í gegn á vorin og þrífa sýnilega fitu að lok-
inni grillun.
Með því að fylgja þessum ráðleggingum má koma í veg fyr-
ir heilsuspillandi örverur og efni í grillmatnum. Hugum að
réttri meðferð matvæla og notkun áhalda/íláta, ásamt al-
mennu hreinlæti til að njóta heilsusamlegrar grillstundar í
faðmi vina og fjölskyldu.
Leiðbeiningar frá Matvælastofnun.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon