Morgunblaðið - 08.06.2018, Side 12
Guinness-gljáð grísarif
2 grísarif, um 900 g hvort
1 límóna í þunnum sneiðum
2 stk jalapenopipar, fræhreinsaður og saxaður
3 hvítlauksgeirar
1 stór laukur, grófsaxaður
1 msk heil piparkorn
1 tsk heilir negulnaglar
8 stilkar timían
2 fersk lárviðarlauf
½ tsk paprika
2 flöskur Guinness-bjór
2 bollar dökkt romm
1 bolli púðursykur
2 bollar Guinness-grillsósa (uppskriftin hér að neðan)
2 bollar vatn
Blandaðu saman í stórri skál límónu, jalapenopipar, hvítlauk,
lauk, piparkornum, negulnöglum, fersku timían og lárvið-
arlaufum.
Helltu bjórnum í pott ásamt dökku rommi, púðursykri, grill-
sósu og vatni. Fjarlægðu þunnu ytri himnuna neðan af rifjunum
(þannig draga þau betur í sig bragðið af soðvökvanum).
Settu rifin í pott og sjóddu við hægan hita. Láttu þau malla í
klukkutíma þar til þau meyrna. Taktu þau varlega upp úr og
helltu helmingnum af sósunni yfir þau. Grillaðu við miðlungs-
hita, rétt til að hita þau í gegn þannig að sósan taki sig. Berðu
afganginn af sósunni fram með heitum rifjunum.
Guinness-grillsósa
½ flaska Guinness-bjór
2 bollar tómatsósa
½ bolli eplaedik
3 msk kosher-salt
2 þéttfullar msk púðursykur
3 tsk hvítlauksduft
3 tsk þurrkaður cayennepipar
3 tsk chiliduft
2 msk Worcestershiresósa
1 msk ferskur jalapenopipar,
fræhreinsaður og saxaður
227 g smjör við stofuhita
Helltu bjórnum í pott og stilltu á miðlungshita. Settu afgang-
inn af hráefnunum út í, hrærðu og láttu suðuna koma upp.
Láttu malla við miðlungshita í fimm mínútur. Þessa sósu má
geyma í ísskáp í allt að viku ef þú gerir hana fyrirfram. Hitaðu
hana upp eða láttu hana ná stofuhita fyrir notkun. Hún hentar á
kjúkling, rif eða nautakjöt.
Ekta bakaðar baunir úr þrenns konar
baunum með beikoni og timían
5 beikonsneiðar, grófsaxaðar
1 miðlungsstór laukur, grófsaxaður
1½ tsk þurrkað timían
1 msk sinnepsduft
½ bolli eplaedik
1 lárviðarlauf
¾ bollar tómatsósa
1⁄3 bolli melassi
1⁄3 bolli vatn
1 dós (1½ bolli) cannellinibaunir, vökvanum hellt af og þær skolaðar
1 dós (1½ bolli) svartar baunir,
vökvanum hellt af og þær skolaðar
1 dós (1½ bolli) nýrnabaunir,
vökvanum hellt af og þær skolaðar
1 tsk sterk piparsósa, Crystal eða Tabasco
1½ bolli rifinn cheddarostur
Settu pönnu á miðlungsháan hita, steiktu beikonið þar til það
er næstum stökkt. Blandaðu lauknum saman við og steiktu
hann glæran. Bættu timían og sinnepsdufti saman við og
hrærðu í eina mínútu. Blandaðu eplaediki, lárviðarlaufi, me-
lassa, vatni og öllum baununum saman við og hrærðu vel. Settu
lok á pönnuna og láttu malla í 45 mínútur og hrærðu við og við.
Bættu vatni við ef þér finnst blandan þykkna um of. Bættu pip-
arsósunni út í í lokin og hrærðu vel. Skiptu baununum í fjórar
eldfastar skálar eða eina miðlungsstóra og settu rifinn ost yfir.
Bakaðu í forhituðum ofni við 200 gráður þar til osturinn er
bráðinn og kraumandi. Taktu úr ofninum og berðu fram með
eftirlætisgrillmatnum þínum.
Salat úr litlum rauðum kartöflum
með dijonsalatsósu
3 bollar heilar rauðar kartöflur, litlar
1 bolli strengjabaunir
1 vorlaukur
1 msk ferskt dill
Settu kartöflurnar í sjóðandi vatn og gættu þess að fljóti yfir
þær, láttu sjóða í 25 mínútur, þar til þær eru soðnar en þó enn
þéttar viðkomu. Helltu af kartöflunum og láttu þær kólna.
Sjóddu vatn í öðrum potti og sjóddu baunirnar í þrjár mínútur.
Helltu strax af þeim og helltu þeim í ísbað í skál með vatni og ís
(þetta stöðvar suðuna og viðheldur skærgræna litnum í baun-
unum). Skerðu endana af baununum og hentu þeim. Skáskerðu
baunirnar og leggðu til hliðar. Saxaðu vorlaukinn. Saxaðu eða
klipptu dillið. Blandaðu saman kartöflum, baunum, vorlauk og
dilli í skál. Dreyptu dijonsalatsósu (uppskrift hér fyrir neðan)
yfir og blandaðu vel.
Dijonsalatsósa
2 msk dijonsinnep
1⁄3 bolli extra jómfrúarólífuolía
¼ tsk kosher-salt
¼ tsk ferskmalaður svartur pipar
safi úr 1 límónu
Blandaðu öllu saman í litla skál og þeyttu vel. Dreyptu sós-
unni yfir salatið og blandaðu vel. Þessi sósa hentar vel með öll-
um kartöflusalötum og grænum salötum.
Guinnessgljáð
grillrif
Grísarif njóta mikilla vinsælda enda eru þau ákaflega bragðgóð – ef rétt matreidd – og skemmtileg að borða. Hér gefur að líta upp-
skrift sem fær einhverja til að súpa hveljur af aðdáun. Guinness-grillsósan er mögnuð og passar einstaklega vel með rifjunum.
Ljósmynd/Gunnar Konráðsson
Með ekta bökuðum baun-
um og salati úr rauðum kart-
öflum með dijonsalatsósu
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018
50 g gróft saxað engifer
3 kíví, flysjuð
100 g ferskur ananas
2 lime sneiðar
20 g ginseng (má sleppa)
100 g vatn
100 g sykur (eða annað sætuefni)
200 g ísmolar
Sjóddu upp á vatni, sykri engiferi, límónum og gin-
sengi. Eftir suðu er gott að setja plastfilmu yfir pott-
inn og láta standa í klukkustund.
Sigtaðu engifer, lime og ginseng frá, helltu vökv-
anum í blandarann ásamt ísmolum, kíví og ananans.
Maukaðu vel og skreyttu með kívísneiðum – eða lime.
Hér skiptir máli að nota góðan blandara sem tekur
klakana eins og ekkert sé. Við mælum með Vitamix
eða sambærilegri græju fyrir sumarið svo hægt sé að
blanda ferska drykki með ísmolum í allt sumar.
Draumadrykkur
grillarans
Það má líka skella smá
rommi út í þennan dá-
semdar drykk ef menn
eru í þannig stuði.
Hindberja-
og melónu-
drykkur
Það má frysta blönd-
una í þar til gerðum
frostpinnaformum. Ef
sítrónugras síróp er
ekki til má alltaf nota
hefðbundið síróp.
½ vatnsmelóna
150 g frosin hindber
5 msk. sítrónugras-síróp
ísmolar
Vatnsmelónan skorin til og fræhreinsuð að
mestu, sett í blandara ásamt hindberjum, sírópi
og ísmolum og blandað vel saman. Borið fram í
stórum glösum og skreytt með vatnsmelónusneið.
Við mælum með að þið notið öflugan blandara
þar sem mylja þarf klakana en drykkurinn verður
miklu betri þannig. Hægt er að bragðbæta hann
með berjum, áfengi eða nánast hverju sem ykkur
dettur í hug.