Morgunblaðið - 29.06.2018, Side 4

Morgunblaðið - 29.06.2018, Side 4
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is E ftir langan undirbúning er landsmót hestamanna loks- ins að bresta á. Áskell Heið- ar Ásgeirsson er fram- kvæmdastjóri mótsins og undanfarin misseri hefur hann unnið af kappi við það að undirbúa komu margra þúsunda innlendra og er- lendra gesta, hesta og keppenda á þennan stórviðburð. Að vanda má búast við mjög hátíð- legu andrúmslofti: „Hestamenn eru upp til hópa lífsglaðir og skemmti- legir og sinna íþrótt sinni og áhuga- máli af mikilli ástríðu,“ segir Heiðar. „Það er glatt á hjalla þar sem hesta- menn koma saman og þó svo að hest- urinn sjálfur sé í sviðsljósinu á lands- móti gætum við þess að skipuleggja dagskrána þannig að við gefum tíma fyrir skemmtun og afþreyingu inni á milli. Við skipulagningu Landsmóts 2018 höfum við gætt þess að þó svo að dagskráin á keppnisvöllunum snúist um rjómann af bestu hestum og knöpum landsins snýst allt fyrir utan keppnissvæðin um að láta gestum líða vel og skapa skemmtilega fjöl- skyldustemningu þessa átta daga sem mótið varir.“ Lifandi tónlist á kvöldin Allt svæði Fáks í Víðidal verður und- irlagt og verður margt um að vera, að sögn Heiðars. „Við skipuleggjum fjöl- breytta skemmtidagskrá fyrir börnin með vinsælum skemmtikröftum og bjóðum upp á góða leikaðstöðu fyrir yngstu gestina. Einnig verður risa- skjá komið fyrir þar sem við getum fylgst með leikjum á heimsmeist- aramótinu í fótbolta. Á kvöldin, eftir að keppnisdagskrá landsmótsins lýk- ur, tekur síðan við landsliðið í lifandi tónlist og verður t.d. efnt til gít- arveislu, kántrítónleika og haldin tvö stór sveitaböll.“ Margir gestanna og keppendanna hafa ferðast um langan veg til að taka þátt í landsmótinu og hefur gott tjald- svæði verið útbúið fyrir þá sem vilja leggja þar húsvagni eða reisa tjald. „Í hugum margra er það hluti af töfrum landsmótsins að upplifa útileg- ustemninguna á tjaldsvæðinu og má reikna með að allstórar tjaldbúðir rísi steinsnar frá keppnissvæðinu. Þar er aðbúnaður eins og best verður á kosið og gestum býðst að kaupa aðgang að fráteknu tjaldstæði með rafmagns- tengingu.“ Freistingar af ýmsum toga Raunar má heyra á Heiðari að gestir landsmótsins geti fundið allt sem þá vantar á mótssvæðinu sjálfu. „Reið- höll Fáks verður breytt í matarhöll þar sem kaupa má ljúffengar veit- ingar og einnig verða á svæðinu mat- söluvagnar sem selja bragðgóðan götumat. Við hlið reiðhallarinnar mun rísa risastórt tjald sem m.a. hýs- ir skjáinn fyrir fótboltaleikina og verður líka vettvangur tónleika á meðan á mótinu stendur,“ útskýrir Heiðar. „Í öðru stóru tjaldi koma síð- an verslanir, hönnuðir og handverks- fólk sér fyrir og selja fjölbreyttan varning sem í mörgum tilfellum er tengdur hestamennskunni. Þá verður markaðs- og kynningarverkefnið Horses of Iceland með sitt eigið glæsilega tjald þar sem fræðast má um íslenska hestinn og allt sem hon- um við kemur.“ Landsmót hestamanna er fyrir löngu orðið alþjóðlegur viðburður og segir Heiðar að á undanförnum mót- um hafi um fjórðungur gesta komið frá útlöndum. „Miðað við forsölu er útlit fyrir að hlutfall útlendinga verði heldur hærra í ár. Hjálpar mögulega til að mótið skuli vera haldið í Reykja- vík, sem auðveldar erlendum gestum að ferðast á mótsstaðinn og finna sér gistingu. Svo er líka aldrei að vita nema að við fáum til okkar einhverja af þeim þúsundum ferðamanna sem verða á landinu um landsmótsvikuna og kíkja á mótið til þess að upplifa þá hátíðarstemningu sem þar er án þess endilega að hafa ferðast gagngert til landsins vegna íslenska hestsins.“ Margt að sjá og gera innan sem utan keppnissvæðisins Á landsmótinu verður m.a. starfrækt stórt matartorg og hægt að fylgjast með fótbolta- leikjum á risaskjá. Góður aðbúnaður verður á tjaldsvæðinu og afþreying í boði frá morgni til kvölds. Morgunblaðið/Hari Áskell Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna. Hann segir gesti m.a. getað fengið sér í svanginn í reið- höll Fáks sem breytt hefur verið í mathöll og keypt eigulega muni frá hönnuðum og handverksfólki í markaðstjaldi mótsins. Ljósmynd/Landsmót Forsala bendir til að hlutfall erlendra gesta á mótinu muni aukast. Mynd úr safni. Það er glatt á hjalla þar sem hestamenn koma saman og þó svo að hest- urinn sjálfur sé í sviðsljós- inu á Landsmóti þá gætum við þess að skipuleggja dagskrána þannig að við gefum tíma fyrir skemmt- un og afþreyingu inn á milli 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018 Finna má ófáa fótboltaunnendur á meðal hestafólksins á lands- mótinu og á Heiðar von á því að mjög líflegt verði fyrir framan risaskjáinn þegar leikir í HM standa yfir. Vildi svo til að lands- lið Íslands keppti á EM í knatt- spyrnu síðast þegar landsmót var haldið og þegar leikir stóðu yfir mátti heyra fagnaðarlætin óma um allt mótssvæði. „Ég man að þegar mótið var haldið á Vind- heimamelum árið 2011 dugði að hafa eitt lítið sjónvarp úti í horni og söfnuðust þar saman 20 manns í kringum tækið og fylgd- ust með leikjunum. Þegar kom að keppni Íslands á Evrópumeist- aramótinu varð sannkölluð sprenging og sem betur fer var útbúin mjög góð aðstaða til að horfa á leikina. Var ógleymanlegt að fylgjast með velgengni ís- lenska liðsins og fagna með hundruðum spenntra hesta- manna.“ Mikil stemn- ing í kringum fótboltaleikina VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI STÆRÐ FRÁ 360-550 L FARANGURSBOX Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Stöðulisti fyrir landsmót Barnaflokkur 1 Glódís Líf Gunnarsdóttir Hross: IS2007186912 Fíll frá Feti 2 Guðný Dís Jónsdóttir Hross: IS2008125426 Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ 3 Sigurður Steingrímsson Hross: IS2011287051 Elva frá Auðsholtshjáleigu 4 Elísabet Vaka Guðmundsdóttir Hross: IS2008186193 Náttfari frá Bakkakoti 5 Guðný Dís Jónsdóttir Hross: IS2008101036 Roði frá Margrétarhofi 6 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Hross: IS2011256301 Nútíð frá Leys- ingjastöðum II 7 Ragnar Snær Viðarsson Hross: IS2002166640 Kamban frá Húsavík 8 Steindór Óli Tobíasson Hross: IS2010265831 Fegurðardís frá Drafla- stöðum 9 Þórgunnur Þórarinsdóttir Hross: IS2008157780 Grettir frá Saurbæ 10 Glódís Líf Gunnarsdóttir Hross: IS2008138477 Magni frá Spágilsstöðum Ungmennaflokkur 1 Bríet Guðmundsdóttir Hross: IS2005187769 Kolfinnur frá Efri- Gegnishólum 2 Hafþór Hreiðar Birgisson Hross: IS2008225520 Villimey frá Hafn- arfirði 3 Anna Bryndís Zingsheim Hross: IS2008184874 Dagur frá Hjarðartúni 4 Elín Árnadóttir Hross: IS2007185070 Blær frá Prestsbakka 5 Annika Rut Arnarsdóttir Hross: IS2008286595 Spes frá Herríðarhóli 6 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Hross: IS2008182583 Prins frá Skúfslæk 7 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Hross: IS2008257806 Koltinna frá Varmalæk 8 Arnór Dan Kristinsson Hross: IS2004187027 Dökkvi frá Ingólfshvoli 9 Birta Ingadóttir Hross: IS2007166206 Eldur frá Torfunesi 10 Atli Freyr Maríönnuson Hross: IS2005187030 Óðinn frá Ingólfshvoli Unglingaflokkur 1 Haukur Ingi Hauksson Hross: IS2004187644 Barði frá Laug- arbökkum 2 Sigurður Baldur Ríkharðsson Hross: IS2009280325 Auðdís frá Traðarlandi 3 Glódís Rún Sigurðardóttir Hross: IS2005165646 Úlfur frá Hólshúsum 4 Védís Huld Sigurðardóttir Hross: IS2007156662 Hrafnfaxi frá Skeggs- stöðum 5 Glódís Rún Sigurðardóttir Hross: IS2007288338 Dáð frá Jaðri 6 Rósa Kristín Jóhannesdóttir Hross: IS2011167169 Hljómur frá Gunn- arsstöðum I 7 Haukur Ingi Hauksson Hross: IS2010287646 Mirra frá Laug- arbökkum 8 Júlía Kristín Pálsdóttir Hross: IS2004156499 Kjarval frá Blönduósi 9 Egill Már Þórsson Hross: IS2011165557 Þorsti frá Ytri-Bægisá I 10 Kristófer Darri Sigurðsson Hross: IS2006255442 Brúney frá Grafarkoti Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.