Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 Plastviðgerðir Rafgeymar Dælur Varahlutir Vörur, vélbúnaður og þjónusta fyrir minni fiskibáta Hlíðarenda | 602 Akureyri | 462 3700 | baldurhalldorsson.is Skúli Halldórsson sh@mbl.is H ugmyndin að Völku fæddist árið 2003 í bíl- skúrnum hjá systur Helga Hjálmarssonar, framkvæmdastjóra og stofnanda fyrirtækisins. Helgi, sem á fjögur börn, var þá í fæð- ingarorlofi með tvíburana sína og hafði í raun í nógu að snúast. Hugmyndir hans um þróun vélar sem gæti skorið hvítfisk með ná- kvæmari hætti en áður hafði þekkst, drógu hann þó út í bílskúr þegar hann átti stundlegan frið. Árið 2006 var farið að renna fyrstu fiskflökunum í gegnum vatnskurðarvélina sem með hárnákvæmri skurðaðferð sker fiskinn með kraftmikilli en mjórri vatnsbunu. Þá fór boltinn að rúlla og í dag selur fyrirtækið tækni sína og búnað til fyrirtækja víða um heim. Vann einn í Völku fyrsta árið Helgi, sem er verkfræðingur að mennt, ræddi við 200 mílur í til- efni af þessum tímamótum. Hafði hann starfað hjá Marel í níu ár árið 2003, þegar honum fannst vera kominn tími til að söðla um. „Þá stofnaði ég Völku og fékk aðstöðu í bílskúrnum hjá systur minni. Fyrsta hugmyndin var að koma með betri lausn til að pakka ferskum fiskafurðum. Þar fannst mér liggja augljóst tækifæri og fór ég fljótlega í samstarf við HB Granda, sem gekk mjög vel og hef ég unnið náið með útgerðinni allar götur síðan.“ Fyrsta árið vann Helgi einn í fyrirtækinu en svo fór starfs- mönnum smám saman að fjölga. „Þá gerðum við sérstaka flokk- unargræju, Aligner kallast hún, sem raðar fiskinum sjálfvirkt ofan í kassana. Þá þróun unnum við með Nýfiski og fengum í þokka- bót styrk frá Rannís og AVS- sjóðnum, sem hafa nýst okkur vel. En við sáum fljótt að það var erf- itt að byggja rekstur í kringum bara eina græju. Ákváðum við að fara meira út í stærri lausnir og árið 2008 vorum við komin með sjö starfsmenn. En þá fóru verk- efnin hérna heima öll í bið og ákváðum við um leið að kýla á Noregsmarkað, þar sem við hóf- um að selja pökkunarkerfi fyrir heilan lax. Á árunum áður hafði Marel verið þar í miklum upp- kaupum og var í raun orðið eitt um markaðinn, og vorum við því dregin inn á þann markað af fyr- irtækjum sem vildu sjá sam- keppni. Það var mjög skemmti- legur tími, en það sem reksturinn hefur byggst mest á undanfarin ár er vatnsskurðarvélin,“ segir Helgi. Tvöfalt meiri afköst núna „Við vorum fyrst í heiminum til að gera skurðarvél sem getur skorið beingarð úr fiskflökum, með meiri nákvæmni en mannshöndin og á góðum hraða. Hugmyndin að vél- inni kviknaði árið 2006 en svo liðu þrjú ár þangað til við fengum styrk, árið 2009, og byrjuðum við þá að hanna vélina fyrir skurð á karfaflökum. Það skapaði eigin- lega nýjan markað fyrir HB Granda, að geta selt beinlausar karfaafurðir, en áður hafði hann mest verið seldur með beini. Svo höfum við meira og minna verið að þróa þá vél áfram, en fyrsta vélin var tilbúin árið 2012 og var hún í vinnslu HB Granda að skera karfaflök allt til ársins í fyrra. Þá þurftu HB Granda menn aukin af- köst og við hönnuðum svokallaða tveggja rása vél, sem getur keyrt tvo strauma af fiskflökum á sama tíma og er því með tvöfalt meiri afköst. Sú vél hefur gengið mjög vel frá því að hún var sett upp í fyrrahaust.“ Tækifæri á nýjum mörkuðum Fyrirtækið er í dag nær fimmtán ára og hefur sú tækni sem vatns- kurðarvélin byggist á aukið fram- legð fiskframleiðenda og hjálpað mikið til við að tryggja stöðu full- vinnslu fiskafurða hér á landi, og með því hámarkað þann virðis- auka sem fiskiðnaðurinn hér á landi skapar. Annar búnaður hef- ur svo verið hannaður í kringum skurðarvélina, sem Helgi segir hjarta vinnslunnar þegar hvít- fiskur er annars vegar. „Við erum búin að selja á fjórða tug slíkra véla, samkvæmt síðustu tölum, bæði á Íslandi, í Noregi, og á fimm nýjum mörkuðum sem bæst hafa við á skömmum tíma,“ segir Helgi og nefnir Færeyjar, Litháen, Pólland, Holland og Bandaríkin. „Þar sjáum við mjög mikil tækifæri framundan.“ Helgi segir að forsvarsmönnum fyrirtækisins sé annt um að þakka þeim sem hafa gert þeim kleift að vaxa. Fyrirtækið vilji auk þess fá að styðja við vöxt annarra ís- lenskra fyrirtækja og koma þeim í framvarðasveit fjórðu iðnbylting- arinnar. Erfitt að hafa hugmynd á blaði „Við höfum unnið með sjávar- útvegsfyrirtækjum hérna innan- lands og höfum notið þess að hér er mikið af framsæknum fyrir- tækjum,“ segir hann. „HB Grandi, Útgerðarfélag Akureyringa, Gjög- ur, Nýfiskur, Kambur og Skinney eru þau fyrirtæki sem við höfum helst unnið með, og svo hafa rann- sóknarsjóðirnir og Háskóli Íslands hjálpað okkur mikið. Þetta er oft erfitt í fyrstu, þegar þú ert bara með hugmynd á blaði, og þá er gott að eiga við fólk sem sýnir því skilning og á auðvelt með að sjá raunveruleg not fyrir hugmynd- ina.“ Vonir eru bundnar við að í nýj- um höfuðstöðvum Völku fari betur um þá sextíu starfsmenn sem þar starfa og að hægt sé að gefa enn í tækniþróun fyrirtækisins. „Þetta er þreföldun á stærð og mun hafa mikil áhrif, sérstaklega í framleiðslunni. Það var orðið ansi þröngt um okkur þar sem við vor- um,“ segir Helgi, en fyrirtækið hefur að undanförnu verið til húsa að Víkurhvarfi 8. „Þetta er veru- legur munur.“ Hægt að stíga stór skref Að lokum segir Helgi að Valka finni fyrir því að fyrirtækið keppi nú í alþjóðlegu kapphlaupi sjálf- virknivæðingar heimsins. Huga þurfi að ótal mörgu ef Íslendingar ætli að halda þeirri stöðu sem þeir hafi náð á sviði tækni í matvæla- iðnaði. „Það eru gífurlegar breytingar í farvatninu. Það eru að koma sjálf- virkir lyftarar, mikil framþróun í tölvusjón og róbótatækni, mjög öflug algrími í gervigreind; allt saman skapar þetta mjög mikil tækifæri og ljóst að hægt verður að stíga stór skref á næstunni.“ Bílskúrinn í baksýnisspeglinum Hátæknifyrirtækið Valka mun í dag opna nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar fyrirtækisins við Vesturvör 29 í Kópavogi. Af því tilefni blæs fyrirtækið til hátíðardagskrár á milli klukkan 16.30 og 18.30, þar sem rædd verða sóknarfæri Íslendinga í fjórðu iðnbyltingunni og hvernig Íslendingar geti gert sig gildandi í því alþjóðlega tæknikapphlaupi sem nú sé hafið. Ljósmynd/Valka Frumkvöðull Helgi Hjálmarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Völku, segir nýju höfuðstöðvarnar þrefalt stærri en þær gömlu. Hann býður til hátíðardagskrár í dag. Morgunblaðið/Þórður Á verkstæði Völku Fyrirtækið framleiðir nú ýmis tæki og tól fyrir fiskvinnslu. Ljósmynd/Valka Vatnsskurðarvélin Vélin er nákvæmari en mannshöndin, segir Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.