Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 11
Þorlákshöfn Niðurgrafin náman mun auðvelda dæl- ingu sjávar neðan úr jörðu. vinnan ætti þá að klárast á þessu ári. „Það þýðir að við getum farið af stað fyrri hluta næsta árs, en við munum vinna þetta í þremur áföng- um. Alls gætu því framkvæmdirnar tekið fjögur til fimm ár. Í því felst að setja upp fyrirtækið frekar, keyra fiskinn af stað og selja vöruna. Við viljum ekki vaða áfram og keppa við stærðina, heldur keppa við gæðin.“ Fimm hektara námugryfja Hugmyndin að verkefninu kviknaði úti í Noregi, hjá bróður Ingólfs, sem starfað hefur síðustu ár við eldi í kvíum þar í landi en verið viðloðandi fiskeldi allt frá níunda áratugnum. „Hann er búinn að stíga þennan reynsluskala, allt frá því að vera í seiðaeldi, strandeldi fisks upp í slát- urstærð, ásamt kvíaeldi í Noregi. Þegar hann kom hingað til baka, seinni hluta árs 2015, þá var hann í raun farinn að hefjast handa við þessa hugmyndavinnu. Um leið hófst ítarleg leit að góðu svæði fyrir þetta verkefni, og sú leit náði allt frá Suðurnesjum og austur um.“ Fyrir valinu varð gömul fimm hektara námugryfja, fjögurra til sjö metra djúp, við strandlengju Þor- lákshafnar; niðurgrafin og rétt við sjóinn uppfyllti hún allar kröfur hópsins og meira en það. Hópurinn hefur einnig fest kaup á 330 hektara landi við Hveragerði, suður undir Kömbunum, en þar hyggjast þeir útbúa seiðastöð. „Þetta svæði í Þorlákshöfn var ekkert skilgreint sem iðnaðarsvæði undir fiskeldi áður en við leituðumst við að fá það úthlutað, en hug- myndin okkar var sú að nýta þessa dýpt til að setja körin þar niður. Það þýðir að við spörum þá metra í raf- orkukostnaði sem fylgir því að dæla sjó upp úr jörðinni og í körin. Það er því svolítið eins og hugmyndafræðin í kringum verkefnið, og ég er búinn að vera að lýsa, hafi hitt þarna fyrir svæði sem hafi hreinlega verið hannað fyrir hana. Til að mynda er þegar búið að hrófla þarna töluvert við jörðinni, sem þýðir að tilkoma eldisins breytir engu þar um. Okkur er annt um þessa staðreynd.“ „Þarna viljum við vera“ Ingólfur segir að í Þorlákshöfn eigi sér nú stað margir spennandi hlutir, sem þó fari ekki endilega hátt, og það þrátt fyrir að hafa nýlega misst um fimmtíu störf með brotthvarfi Frostfisks til höfuðborgarsvæðisins. „Bæjarfélagið er á mikilli uppleið eftir að ákveðið var að fara í miklar framkvæmdir til að stækka og bæta höfnina. Þorlákshöfn hefur þurft að glíma við miklar áskoranir en um leið tekið stór skref í átt að gríð- arlegum tækifærum. Þegar við skoðum heildarmyndina þá, já – þeir hafa misst ansi stóra tekjuþætti úr byggðarlaginu, en ég spái því að eft- ir tíu ár þá verði Þorlákshöfn búin að þróast töluvert í krafti þess hversu mikið er að gerast í kringum höfnina, og hversu duglegir þeir hafa verið í að nýta sér tækifærin, til dæmis hvað varðar Mykinesið. Og þarna viljum við vera.“ Spurður hvort hópurinn hafi í hyggju að nýta sér Mykinesið, sem fer vikulega frá Þorlákshöfn til Færeyja og Rotterdam, segir Ing- ólfur að það komi vissulega til greina. Einnig nefnir hann Keflavík- urflugvöll, en þangað er vitaskuld hægt að flytja vörur án þess þó að þurfa að leggja leið sína í gegnum höfuðborgarsvæðið. Verði í Þorlákshöfn frá A til Ö Hópurinn hélt kynningu fyrir íbúa Ölfuss í Þorlákshöfn í marsmánuði. Segir Ingólfur að viðbrögð bæj- arbúa hafi verið mjög góð. „Það er ágætt að nefna það að samvinnan við sveitarfélagið hefur verið algjörlega einstök. Ég segi það við hvern sem er. Þarna starfar fólk sem er greinilega mjög annt um framtíð sveitarfélagsins. Síðan hefur verið skemmtileg forvitni í bæj- arfélaginu í kjölfar íbúakynning- arinnar. Við höfum fengið fjölda fyr- irspurna um hvað það er sem við erum að pæla, hver markmiðin séu og svo framvegis, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Ingólfur. „Eins og við setjum verkefnið upp, þá á það að vera í Þorlákshöfn frá A til Ö. Við viljum að öll vinna í kringum þetta verkefni fari fram í sama byggðarlagi og á þann hátt ættum við að geta aflað fimmtíu starfa, sem tengjast myndu eldinu á einn hátt eða annan. Það er mik- ilvægt í okkar huga að verkefnið verði sterkur hluti af bæjarfélag- inu.“ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 MORGUNBLAÐIÐ 11 Lyftarar, loftpressur, gírar, aflvélar og rafstöðvar í hæsta gæðaflokki. VELDU VÖNDUÐ VÖRUMERKI SEM HAFA SANNAÐ SIG TIL SJÓS OG LANDS Við leggjum mikla áherslu á þjónustuþáttinn og undirstrikum að það er margsannað hversu miklu skiptir að fá þjónustu frá sérhæfðum starfsmönnum fyrir viðkomandi vélbúnað. „ “ KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK 590 5100 ÞEGAR MEST Á REYNIR „Færri óvissuþættir að banka á dyrnar“ Spurður um þá kosti sem hann telur felast í fiskeldi í landi segist Ingólfur vilja hugsa sem best um fiskinn, ekki aðeins sem vöru heldur einnig sem lífveru. „Við ættum að vera fullkomlega lausir við laxalúsina, þar sem við tökum upp síaðan sjó í gegnum borholur. Þá er fimmföld hindrun á útfallinu, með tilliti til slysasleppingar, og því á öryggið þar að vera mjög mikið. Eining- arnar eru þá með þeim hætti, í kerunum, að við eigum að geta haft góða stjórn á hverri einingu fyrir sig,“ segir Ingólfur. „Enn fremur erum við varðir fyrir þeim gríðarlegu náttúruöflum sem eru hér í kringum Ísland, einu mesta sjóhamfarasvæði á jörðinni. Við þurfum ekki að hafa nokkrar einustu áhyggjur af því. Loks þurfum við ekki að reka neinn bát í kringum þetta verkefni, eins og þarf við eldi í kvíum. Viðhald á öllum byggingum á þá að vera í lágmarki, því við erum ekki alveg ofan í sjónum. Þannig ættum við að geta sofið örlítið betur á nóttunni, enda eru færri óvissuþættir að banka á dyrnar hjá okkur.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.